Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 24

Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 24
ur. Bóndi hafði við orð, að ég skyldi slá mér til rólegheita og vera þar um nóttina, enda mundi ég hafa skemmtun af að skrafa lengur við Nessystur og þær við mig. Ég kvaðst aftur á móti hafa ætlað mér að ná undir heiðina um kvöldið og gista í Kjós. Taldi bóndi tormerki á þeirri fyrirætlun. Hefði nýlega kastað regnskúr mikilli og því blautt um, en vegur inn með flrðinum eigi greiðfær bláókunnugum manni í kolamyrkri. Ég hafði þegar kvatt fólkið inni í bænum, og yrtumst við bóndi á fyrir dyrum úti. Svaraði ég úrtölum hans litlu eða engu, því að ég var staðráðinn í að láta ekki af áætlun minni fyrr en í fulla hnefana. I þeim svifum steig út í dyragættina roskinn maður og þó ernlegur. Ég hafði séð hann inni í bænum og heyrt hann nefndan Jakob, en önnur skil á honum vissi ég ekki. Síðar frétti ég að þetta hefði verið Jakob Jóhann Söebeck, fyrrum bóndi í Reykjarfirði. Jakob kallaði til mín og sagði. „Ekki mundi faðir þinn hafa látið slabb í götu og nokkurt skuggsýni hamla ferð sinni.“ Þetta vel meinta ávarp kom mér í opna skjöldu og svaraði ég því engu, heldur tók það sem glensyrði, eins og það hefur sennilega verið. Að svo mæltu kvaddi ég bónda í skyndi og þó með virktum fyrir veittan beina, stildraði niður bæjarhólinn á eftir mínum trygga förunaut, hundinum Polla, sem ávallt iðaði í skinninu af ferðahug, og var um það bil að hverfa eitthvað út í myrkrið. Þá er inn með firðinum kom og á gönguslóðann, sem Polli minn var ansi naskur að rekja, klingdu mér í eyrum orð Jakobs um föður minn. Þótti mér illt að heita verrfeðrungur, og tók til að skokka svo hratt sem kraftar og aðstæður leyíðu. Því hélt ég svo án uppihalds, yfir hvað sem fyrir varð, ár læki og leirpolla, unz ég náði húsum í Kjósarbæ. Þó að nokkuð væri þó orðið kvöldsett var ég svo stálheppinn, að hjónin í Kjós, Alexander Árnason og Sveinsína Ágústsdóttir, voru eigi gengin til hvílu. Hlýt ég að hafa komið þeim spánskt fyrir sjónir, vatns- leir- og svitastorkinn upp fyrir haus og lafmóður. Engin orð höfðu þau þó um útganginn á mér, heldur veittu mér hinn bezta beina í mat og drykk og hvíld í góðri rekkju. Aldrei hefi ég orðið fegnari vingjarnlegum móttökum og næturgreiða en þá, þetta druqgalega haustkvöld fyrir langt til 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.