Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 33
fjallinu og hvort ég væri ein og sagði ég svo vera. Hún þegir
um stund en segir svo. „Guð er að launa þér fyrir hvað þú
varst góður krakki þegar þú varst að vaxa upp.“
Þegar ég var sest upp á rúm, var klukkan 6. Ég hef því verið
4 klukkutíma á milli bæja. Maðurinn hennar var í fjárhúsum
við gegningar og sagðist henni svo frá, að veðrið hefði skollið
svo hastarlega á upp úr kl. 1, að maðurinn hennar fór ekki fyrr
í fjárhúsin, en hún sagði að heldur væri farið að draga úr
veðurhæðinni, en ekki mátti ég hreyfa mig fyrr en hann kom
inn. Þá var ég búin að borða og drekka.
Bóndinn fylgdi mér svo heim til mín, en skríða urðum við
yfir ána, svo var hálkan mikil. í rauninni er litlu við að bæta,
foreldrar mínir tóku mér tveim höndum, ég gat frætt þau um
það, að Elíasar bróður míns væri ekki von, því húsbóndi hans
drakk kaffí með mér á Sandnesi og þá átti maðurinn eftir að
fara tvær langar bæjarleiðir og skoða hey.
Annan páskadag fylgdi faðir minn mér yfir að Sandnesi.
Þegar þangað kom var kominn stór bátur frá Hólmavík að
Sandnesi og fannst mér ég hafa himin höndum tekið að fá
svo góða ferð, fór til skipstjórans, sem hét Ari Magnússon og
bið hann um far. Þá segir hann og er dálítið hátalaður, að hér
væri hann ekki nema af því að hann hefði verið sendur með
mannskap, sem hefði verið sendur til að leita að mér. Ég varð
undrandi yfir þessari frétt, en svo var mér sagt að læknirinn
helði orðið hræddur um að ég villtist þegar bylinn gerði svona
snögglega, en við pabbi minn mættum þeim ekki af þeirri
ástæðu, að hann fór aðra leið yfir hálsinn en þeir fóru. Þessi
frásögn verður ekki lengri, en guð gaf að þessi kynnisför mín
endaði vel.
31