Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 33

Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 33
fjallinu og hvort ég væri ein og sagði ég svo vera. Hún þegir um stund en segir svo. „Guð er að launa þér fyrir hvað þú varst góður krakki þegar þú varst að vaxa upp.“ Þegar ég var sest upp á rúm, var klukkan 6. Ég hef því verið 4 klukkutíma á milli bæja. Maðurinn hennar var í fjárhúsum við gegningar og sagðist henni svo frá, að veðrið hefði skollið svo hastarlega á upp úr kl. 1, að maðurinn hennar fór ekki fyrr í fjárhúsin, en hún sagði að heldur væri farið að draga úr veðurhæðinni, en ekki mátti ég hreyfa mig fyrr en hann kom inn. Þá var ég búin að borða og drekka. Bóndinn fylgdi mér svo heim til mín, en skríða urðum við yfir ána, svo var hálkan mikil. í rauninni er litlu við að bæta, foreldrar mínir tóku mér tveim höndum, ég gat frætt þau um það, að Elíasar bróður míns væri ekki von, því húsbóndi hans drakk kaffí með mér á Sandnesi og þá átti maðurinn eftir að fara tvær langar bæjarleiðir og skoða hey. Annan páskadag fylgdi faðir minn mér yfir að Sandnesi. Þegar þangað kom var kominn stór bátur frá Hólmavík að Sandnesi og fannst mér ég hafa himin höndum tekið að fá svo góða ferð, fór til skipstjórans, sem hét Ari Magnússon og bið hann um far. Þá segir hann og er dálítið hátalaður, að hér væri hann ekki nema af því að hann hefði verið sendur með mannskap, sem hefði verið sendur til að leita að mér. Ég varð undrandi yfir þessari frétt, en svo var mér sagt að læknirinn helði orðið hræddur um að ég villtist þegar bylinn gerði svona snögglega, en við pabbi minn mættum þeim ekki af þeirri ástæðu, að hann fór aðra leið yfir hálsinn en þeir fóru. Þessi frásögn verður ekki lengri, en guð gaf að þessi kynnisför mín endaði vel. 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.