Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 41

Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 41
við. Þessi bátur hét „Norden“ og var skipstjórinn norskur. Þetta vor var ég í vinnu á ísafirði. Daginn sem við fórum frá Isafirði var ágætt veður, sem hélst alla leiðina á enda. Þegar við komum norður fyrir Straumnes, þá setti yfir okkur sótþoku eins og oft vill vera fyrir Strandirn- ar, að öðru leyti var veðrið gott, hægur á austan. Einn af þeim, sem með okkur var í þessum hóp, var þaulvanur maður af Isafjarðar-bátunum og oft stýrimaður á þeim, traustur úrvalsmaður, stór og föngulegur. Hann hét Jón Magnússon frá Gjögri, sonur Magnúsar Jónssonar frá Tungu- gröf, sem fórst með Helluskipinu, einn af þeim úrvalsmönn- um, sem þá fóru í sjóinn út á Gjögursmiðum í hákarlalegu. Það var 5. apríl 1894. Jón Magnússon var við stýrið alla leiðina að Gjögri, en þar fór hann af. Það var að sjá, að hann væri vanur við að vera í dimmu á sjó, því ekki fór hann af réttri leið. Hann hefur tekið strik djúpt fyrir Horn til að vera viss. Við munum hafa verið um það bil fram af Geirólfsgnúp, þegar grisjaði ofurlítið í þokuna. Þá sáum við skip alllangt frá okkur landmegin við okkur. Það var Esja á vesturleið. Til þess að taka Norðurfjörð hefur Jóni þótt vissara að vera djúpt fyrir, því ekki var gott að lenda of nálægt Selskeri, sem er út af Ófeigsfjarðarflóa. Fyrsti viðkomustaður var Norðurfjörður, því þar ætluðu nokkrir að fara af. Það fyrsta sem við sáum land, frá Kögurhlíð, var Krossnesfjall, sem kom þarna eins og ferlíki út úr þokunni á stjórnborða. Þá vorum við að fara inn á Norðurfjörð. Þetta fannst mér snilldarlegt, þetta er að vera viss og þó var bara kompás til að fara eftir, því ekki var radarinn þá kominn til sögunnar. Næsti viðkomustaður var Gjögur, en þar fór Jón Magnússon af og þar með hans leiðsögn búin. Eftir það var þokulítið og bjart eftir að kom inn að Eyjum, en þar fóru nokkrir menn af, og því næst var haldið að Drangsnesi. Frá Gjögri voru þaulkunnugir menn til leiðsagnar, því víða eru grynningar sem varast þarf, þegar farin er grunnleið. Frá Drangsnesi var haldið að Smáhömrum, sem var síðasti viðkomustaðurinn, og þá vorum við úr Tungusveitinni komnir heim í okkar sveit, komnir á leiðarenda. Það var hressandi og 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.