Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 48
fjallið og sá fyrir innan dal mikinn og vaxinn allan viði. Hann
sá eitt rjóður í dal þeim, þar lét hann bæ gera og kallaði
Saurbæ, því að þar var mjög mýrlent og svo kallaði hann allan
dalinn. Það hét síðar Torfnes, er bærinn var byggður.
Kona Steinólfs var Eirný Þiðrandadóttir. Börn þeirra voru
Þorsteinn búandi, Þuríður, Helga og Amdís.
Steinólfur lági nam líka Steinólfsdal í Króksfirði. Þórarinn
krókur, sá er nam Króksfjörð, deildi um Steinólfsdal við
Steinólf lága.
Þeir börðust við Fagradalsár-ós og féll Þórarinn krókur og
þrír menn með honum, en sjö menn féllu af Steinólfi.
„I Landnámu segir, að Steinólfi hurfu þrjú svín. Þau
fundust tveim vetrum síðar og voru þá orðin þrjátíu“ og
bendir það til, að mikil árgæska hafi þá verið.
Þá er að segja nokkuð frá börnum Steinólfs lága. Um
Þorstein búanda hef ég lítið að segja, hef ekki fundið neinar
sagnir af honum, þó vel megi vera að þær séu til.
Þuríður Steinólfsdóttir átti Sleitu-Björn Hróarsson að
Sleitu-Bjarnarstöðum upp frá Þverfelli. Sonur Þuríðar Stein-
ólfsdóttur og Sleitu-Bjarnar var Þjóðrekur. Kona Þjóðreks var
Amgerður Þorbjarnardóttir, Skjalda-Bjarnarsonar. Móðir
Amgerðar, en kona Þorbjörns Skjalda-Bjarnarsonar var Hall-
dís Þorgrímsdóttir, Harð-Refssonar.
Þorbjörn Skjalda-Bjarnarson bjó að Vatni í Haukadal, var
Landnámsmaður þar.
Þjóðreki Sleitu-Bjarnarsyni þótti of þrönglent í Saurbæ.
Hann réðst til ísafjarðar og þar gerðist saga þeirra Þorbjarnar
og Hávarðar halta.
Þjóðrekur rak á burt Ólaf belg, er áður nam Belgsdal og bjó
á Belgsstöðum. Ólafur nam síðan land inn frá Grjótvallarmúla
og bjó í Ólafsdal.
Sonur Þjóðreks og Amgerðar, var Víga-Sturla, er reisti bæ
á Staðarhóli. Einn bróðir Víga-Sturlu, var Þjóðrekur, sem
borgin er kennd við á Kollafjarðarheiði.
Helga Steinólfsdóttir lága, átti Ólaf nokkurn. Sonur þeirra
var Hyrningur, sem átti Amdísi Geirmundsdóttur,
46