Strandapósturinn - 01.06.1975, Qupperneq 60
19. maí. Landshöfðinginn skipti 200 krónum á milli 71
ljósmóður, samkvæmt konungsbréfi.
Sláttuvél, sem Torfi Bjarnason í Ólafsdal hafði hugsað upp
og búið til, kom með skipi frá Björgvin. Frá honum komu
einnig nýir ljáir og stálsvarfsbrýni.
30. maí. Gerði hið mesta aftakaveður norðanlands og blind-
hríð. ■ Hákarlaskip Eyfirðinga og Siglfirðinga voru flest á
miðum úti og fengu hin verstu hrakföll. Sum þeirra náðu
landi við illan leik, önnur lögðu til drifs og fengu mörg þeirra
stór áföll og hrakninga. Þrjú skip fórust með allri áhöfn í veðri
þessu. Skömmu eftir garðinn fannst eitt þessara hákarlaskipa
mannlaust á hvolfi framundan Trékyllisvík á Ströndum. Hét
það Hreggviður, opið skip, eign Snorra Pálssonar verslunar-
stjóra á Siglufirði. Fórust með þvi 11 menn. Þá fórst einnig í
veðrinu annað skip er Snorri átti, það var þilskip, er Draupnir
hét, skipstjóri var Steinn Jónsson frá Vík í Héðinsfirði,
þaulvanur stjórnari og aflamaður mikill. Hafði hann 10
háseta, einvalalið. Þriðja skipið var Hafrenningur frá Hellu á
Árskógsströnd, skipverjar voru 10. Enn fórust þrír menn af
skipinu Skildi, hinu þriðja skipi Snorra Pálssonar. Varð það
fyrir stóráfalli, en komst til hafnar við illan leik. 34 menn
fórust í veðri þessu og létu sumir eftir sig mikla ómegð.
30. júní. Andaðist héraðslæknirinn í Húnavatns- og Skaga-
fjarðarsýslum, Jósep Skaptason á Hnausum, fæddur 1802.
1. júlí. Alþingi íslendinga sett í Reykjavík af landshöfðingj-
anum Hilmar Finsen. Af 36 þingmönnum mættu 35. Forseti
hins sameinaða þings var kosinn Jón Sigurðsson þingmaður
Isfirðinga.
I Vestmannaeyjum bryddaði á Mormónatrú og af 550
íbúum eyjanna voru 14 mormónar. Það bar til að mormóna-
hjú ein í Vestmannaeyjum, er vildu giftast saman, sóttu til
konungs um að mega ganga í borgaralegt hjónaband, með því
að þau höfðu eigi rétt á að fá vígslu þjóðkirkjunnar og
sóknarprestur færðist undan að gefa þau saman. Hið umbeðna
konungsleyfi var veitt með konungsúrskurði 25. október og var
sýslumanninum í Vestmannaeyjum boðið að vígja hjónaefnin
58