Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 71

Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 71
niður til miðju, þar sem komið var fyrir glugga. Var þetta skarð kallað gluggatóft. Nyrst húsa var baðstofan. Hún var portbyggð og með lofti. Uppganga á loftið var frá syðri vegg og þar voru líka dyr fram til næsta húss, sem var nánast geymsluhús ýmissa búshluta. Það var í því hlutverki, sem á flestum bæjum er kallað „Skemma." Þriðja í röð þessara bæjarhúsa voru bæjardyr að austan, en hlóðaeldhús að vestan. Torfveggur var á milli og dyr í gegnum hann, en engin hurð var þar fyrir. Þessar þrjár húsaraðir höfðu allar sömu lengd og náðu stafnar þeirra því jafnlangt fram bæði að austan og vestan. Fjórða húsið í röðinni var fjós og lá gangur frá hlóðaeldhúsi að innri fjósdyrum og þaðan áfram lengra til heygarðs, þar sem borin voru upp hey til fóðurs þeim búpeningi er í fjósinu var hafður. Undir baðstofu var eldavél og fór þar fram matargerð og þar var einnig borðað. Hurð var á milli og fram til geymsluhúss, var hún snerluð aftur með krók í gegnum stafinn. Frá geymsluhúsi til hlóðaeldhúss var hurð sem rann á snæri og heyrðist því oftast þegar hún var dregin upp og þegar hún lokaðist og það jafnvel inn til baðstofu og upp á loft þegar allt var hljótt. Ég hefi tilgreint húsaskipunina svona nákvæmt, vegna þess sem á eftir fór og vík ég þá að umræddu kvöldi þegar ég var að koma heim. Ég kom frá austri og hafði því bæjardyr beint í fang mér. Ég tók eftir því, er heim undir túnið kom, að ekki var búið að kveikja ljós í baðstofu, því þar blasti austurgluggi við mér. Ég gekk hiklaust að bæjardyrum, opna þær og fór inn, en þegar ég var að fara inn úr dyrum á milli bæjardyra og hlóðaeldhúss, sem voru hurðarlausar, en það lágar að ég þurfti aðeins að beygja mig, enda þarna veggur á milli, þá heyri ég að hurðin, sem rann á snærinu var dregin upp og um leið og ég rétti mig upp heyrði ég fótatak og í sömu andrá straukst eitthvað við brjóstið á mér. Ég sagði þá, „hver er þarna,“ en það var steinshljóð að öðru en því, að ég heyrði dauft fótatak um þvert eldhús og fram í gang á leið til heygarðs, þar dó það út eins og það þá væri komið í mikinn 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.