Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 72

Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 72
fjarska. Ég hafði staðið kyrr í sömu sporum þessa stund sem ekki var nánast nema augnablik, en þá fann ég allt í einu til einhvers ónota beygs og hraðaði mér því áfram og inn, en þó ekki með neinum óeðlilegum flýti. Ég þarf vart að taka það fram að þreifandi myrkur var og ekki var ég því neitt óvanur á þessari leið. Þegar ég svo kom upp á loft, var móðir mín að enda við að kveikja á lampa, sem hékk á krók í innri hluta baðstofu nær austurglugga. Ég man svo greinilega enn þann dag í dag, að hún stóð með eldspýtnastokkinn í hendinni við lampann en aðrir af fólkinu lágu upp í rúmum, því þeir höfðu lagt sig á meðan var að dimma eins og algengt var á þeim árum. Það fyrsta sem mér varð að orði, er ég hafði heilsað upp á fólkið, var: „Eru allir inni?“ já, segir móðir mín.Þá dró úr mér allan mátt, ég lagðist upp í rúm mitt og lá þar góða stund á meðan ég var að jafna mig. Að því búnu reis ég upp., fór úr blautum fötum og tók að ræða við fólkið, segja því fréttir o.fl. Á hitt var ekki minnst, þ.e. það, sem mætti mér í eldhúsinu. Nokkru seinna færði móðir mín í tal við mig, hvað hefði verið að mér þegar ég kom upp þetta kvöld, ég vildi lítið úr því gera, en hún gekk því fastar á mig með þetta. Sagði hún að ég hefði verið náhvítur þá er ég kom upp og þegar hún hefði sagt mér að allir væru inni, hefði ég riðað til og lagst upp í rúm, sem fyrr er sagt. Ekki munu aðrir en hún hafa tekið eftir þessu, því bæði var nú það, að þeir voru tæpast risnir upp né vaknaðir af rökkursvefni og svo mun faðir minn hafa ályktað, að ég væri þreyttur og væri að láta líða úr mér, en á þeim árum þreyttist ég oft bæði á ferðalögum og við fjárgæslu, en það leið fljótt frá. Nú munu a.m.k. einhverjir segja að þetta, sem rakst á mig í eldhúsinu hafi bara verið venjulegur maður, maður af öðrum bæ, sem þarna hafi verið á ferð, en allir sem eitthvað þekkja til vita að svo gat ekki verið. Þetta býli er mjög afskekkt, sem fyrr segir. Það er í afdalakvos langt frá allri byggð. Þar kom aldrei maður nema hann ætti sérstakt erindi, eða þá að hann væri í fjárleitum. I þetta sinn var því ekki til að dreifa, því fé var 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.