Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 92
Hákarlaveiðar
Einn er sá af atvinnuháttum þjóðar vorrar, sem alveg er
horfinn og verður gleymdur eftir nokkur ár. Það er hákarla-
veiði á opnum skipum.
Við Húnaflóa og víðar um Norðurland byggði fólkið
lífsafkomu sína að ótrúlega miklum hluta á hákarlaveiðinni,
enda mun hákarlinn hafa bjargað mörgum frá hungurdauða.
Með lifrinni úr hákarlinum fékk fólkið bæði feitmeti og
Ijósmeti. Margur fræðimaðurinn mun hafa haft hákarlslýsi á
lampanum sínum þegar hann samdi og skrifaði þau verðmæti,
sem þjóðin telur nú einhver af dýrmætustu eignum sínum.
Gleði hefur ríkt í lágreista moldarbænum þegar hægt var að
kveikja ljósið aftur eftir margra vikna myrkur, eða að fá
lýsis-sopa út yfir saltfisksskammtinn og bræðing við harðæt-
inu. Allt var notað, sem til féll, hákarlskólfurinn var verkaður
og settur í súr og þótti herramannsmatur, skrápurinn var
fleginn af og notaður til skógerðar.
Ekki var það heiglum hent að stunda þessa atvinnu um
hávetur á opnum skipum, þar var ekkert afdrep fyrir stormi
ágjöf og snjó, engin upphitun. Það þótti gott þegar súrblandan
fraus ekki á kútnum. Það er ekki álitleg eða auðveld sigling
um Húnaflóa í áhlaupsveðrum, blindhríð og stórsjó og hafa
það á vitundinni að landið er hættulegast og engin siglinga-
tæki innanborðs. Þá reynir fyrir alvöru á manninn, sem á að
stjórna, verja skipið áföllum og taka land í eina vognum eða
víkinni, sem lendandi er í, en stór svæði langt út frá landi
þakin blindskerjum og boðum, sem öll mynda óslitinn brim-
garð ófæran hverju skipi. Það er því athyglisvert hversu fá slys
90