Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 93
hafa orðið á Ströndum við svo hættusaman atvinnuveg og
sýnir það best hversu miklir afburðamenn þessir gömlu
hákarlaformenn voru.
Nú eru aðeins örfáir menn á lífi, er þátt tóku í þessum
mannraunum og svaðilförum, en með þeim deyr út hin
eðlilega lifandi lýsing á þessum atvinnuvegi. Áttæringarnir
gömlu eru úr sögunni, aðeins einum þeirra Ófeigi frá Ófeigs-
firði, hefur verið bjargað frá glötun.
Eg, sem skrifa þessa frásögn, réri fyrir hákarl á hverjum
vetri í 15 ár, eða frá því ég var fimmtán ára og þar til ég varð
þrítugur. Þá voru áttæringar úr sögunni og réri ég fyrstu
veturna á stóru fimm manna fari, en síðar á opnum vélbát 2lÆ
tonn að stærð og síðari hluta vetrar á 9 tonna dekkbát.
Ég ætla að bregða hér upp örlítilli mynd af þessum róðrum.
Fyrst ætla ég að lýsa doggaróðri á opnum vélbát og síðan
skurðarróðri á 9 tonna dekkbát.
Það var seint á þorra veturinn 1930, og undanfarna daga
hafði verið hríðarveður með allmiklu frosti og stórsjó, en
þennan dag birti upp snemma um morguninn, vindur var
orðinn hægur en mikil alda. Formaðurinn Bjarni, sem nú er
bóndi í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, ákvað að leggja af stað í
róður og fórum við þrír bræður í þetta sinn. Sá þriðji var
Kjartan 15 ára gamall. Þar sem ekki var vitað með vissu hvort
hákarl væri genginn þótti nóg að við færum þrír til að reyna
það. Við vorum á opnum vélbát 2É2 tonn að stærð. Það gekk
fljótt að ferðbúast og var haldið norðaustur á flóann á mið það
er kallað er Rönd, velþekkt og aflasælt hákarlamið. Klukkan
mun hafa verið níu um morguninn er við vorum lagstir og
farnir að renna færum. Strax þótti sýnt að hægviðrið myndi
ekki haldast lengi, enda reyndist það svo, klukkan 11 var veður
farið að versna svo að stöðugt gaf á bátinn undir línunni og
varð að dæla út sjó við og við. Annað var þó verra, frostið var
svo mikið að allt sílaði og fraus og þyngdist báturinn mjög af
klaka. Varð nú einn okkar að dæla og berja klaka af bátnum,
en tveir voru undir færum og skiptumst við á að berja
91