Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 93

Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 93
hafa orðið á Ströndum við svo hættusaman atvinnuveg og sýnir það best hversu miklir afburðamenn þessir gömlu hákarlaformenn voru. Nú eru aðeins örfáir menn á lífi, er þátt tóku í þessum mannraunum og svaðilförum, en með þeim deyr út hin eðlilega lifandi lýsing á þessum atvinnuvegi. Áttæringarnir gömlu eru úr sögunni, aðeins einum þeirra Ófeigi frá Ófeigs- firði, hefur verið bjargað frá glötun. Eg, sem skrifa þessa frásögn, réri fyrir hákarl á hverjum vetri í 15 ár, eða frá því ég var fimmtán ára og þar til ég varð þrítugur. Þá voru áttæringar úr sögunni og réri ég fyrstu veturna á stóru fimm manna fari, en síðar á opnum vélbát 2lÆ tonn að stærð og síðari hluta vetrar á 9 tonna dekkbát. Ég ætla að bregða hér upp örlítilli mynd af þessum róðrum. Fyrst ætla ég að lýsa doggaróðri á opnum vélbát og síðan skurðarróðri á 9 tonna dekkbát. Það var seint á þorra veturinn 1930, og undanfarna daga hafði verið hríðarveður með allmiklu frosti og stórsjó, en þennan dag birti upp snemma um morguninn, vindur var orðinn hægur en mikil alda. Formaðurinn Bjarni, sem nú er bóndi í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, ákvað að leggja af stað í róður og fórum við þrír bræður í þetta sinn. Sá þriðji var Kjartan 15 ára gamall. Þar sem ekki var vitað með vissu hvort hákarl væri genginn þótti nóg að við færum þrír til að reyna það. Við vorum á opnum vélbát 2É2 tonn að stærð. Það gekk fljótt að ferðbúast og var haldið norðaustur á flóann á mið það er kallað er Rönd, velþekkt og aflasælt hákarlamið. Klukkan mun hafa verið níu um morguninn er við vorum lagstir og farnir að renna færum. Strax þótti sýnt að hægviðrið myndi ekki haldast lengi, enda reyndist það svo, klukkan 11 var veður farið að versna svo að stöðugt gaf á bátinn undir línunni og varð að dæla út sjó við og við. Annað var þó verra, frostið var svo mikið að allt sílaði og fraus og þyngdist báturinn mjög af klaka. Varð nú einn okkar að dæla og berja klaka af bátnum, en tveir voru undir færum og skiptumst við á að berja 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.