Strandapósturinn - 01.06.1975, Qupperneq 94
klakann, því bæði var það erfitt verk og svo hitaði það vel, en
að sitja undir færi var mikið kuldaverk í ágjöfinni.
Um hádegisbil dró formaðurinn fyrsta hákarlinn og var
hann unninn og innbyrtur fyrirhafnarlítið. Þetta var nýrunn-
inn hákarl, ljósgrár á litinn, lifrin var um % úr tunnu. Það
lifnaði heldur betur yfír okkur við þetta, því nú var fengin
vissa fyrir því að hákarl væri genginn og því góðar aflavonir ef
veðurfar batnaði. Eins og venja var í doggaróðrum var engu
fleygt af hákarlinum, því það gat spillt fyrir veiði síðar.
Nú fór veður versnandi og varð stöðugt að dæla og berja
klaka, en samt þráaðist formaðurinn við að leysa upp og fara í
land. Um kl. 5 vorum við búnir að fá 7 hákarla, alla stóra og
var báturinn orðinn það hlaðinn að ekki var fært að bæta á
hann, enda kom allmikill sjór inn er við vorum að innbyrða
tvo síðustu hákarlanna. Þá var farið að draga inn línuna (þ.e.
legufærin) og man ég ekki eftir, að ég væri með í meiri tvísýnu
að ná henni inn.
I land komum við kl. 7 um kvöldið og vorum þá holdvotir
undir hlífðarfötunum, en við vorum ánægðir með dagsverkið.
Lifrin úr þessum 7 hákörlum var í 5lÁ tunnu og má af því sjá
hversu stórir þeir voru.
Ég vil geta þess að Kjartan, sem var aðeins f5 ára gamall
vann sín verk til jafns við okkur hina, sem vorum vanari
misjöfnum sjóferðum.
Snemma á Einmánuði Í930 var lagt af stað í skurðarróður á
m/b Skarphéðni frá Hólmavík. Formaður var Hrólfur Sigur-
jónsson sonur Sigurjóns Sigurðssonar kaupfélagsstjóra. Hrólfur
byrjaði formennsku 16 ára gamall og reyndist bráðheppinn
aflamaður og svo var hann vinsæll, að við gömlu hásetarnir
hans minnumst hans ætíð sem besta vinar og drengskapar-
manns. Hann dó um tvítugt og varð öllum harmdauði, er
höfðu kynnst honum.
A bátnum voru þessir menn, auk formanns. Einar Sigvalda-
son, Drangsnesi. Andrés Konráðsson, Drangsnesi. Gunnar
Guðmundsson, Hólmavík. Gunnar Magnússon, Hólmavík.
Jens Aðalsteinsson, Hólmavík. Jón Ottósson, Hólmavík.
92