Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 95

Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 95
Jóhannes Jónsson, Hólmavík. Alls voru 8 menn á bátnum þennan róður. Veðri var þannig háttað, að ekki blakti hár á höfði og ekki sást votta fyrir öldu svo teljandi væri. Nú skyldi haldið norður á mið það er kallast Hyrnur og er eitt frægasta hákarlamið á Húnaflóa. Klukkan 4 síðdegis vorum við komnir til miða og gekk greiðlega að leggjast, en við lögðumst þarna á um það bil 60 faðma dýpi. Austur af okkur lágu, næst m/b Gunnar frá Drangsnesi, formaður Ingimundur Guðmundsson frá Byrgis- vík, lengra í austur lá m/b Geir frá Hólmavík, formaður Loftur Bjarnason. Það langt var á milli bátanna, að rétt sást ef hákarl var heystur á næsta bát og var það kölluð skipalega. Var það gert til þess að spilla ekki veiði hver fyrir öðrum, en ef tveir bátar lágu á sama straumi þá spillti það veiðimöguleik- um. Þegar við vorum lagstir var lítið að gera, nokkrir litu eftir færunum ef sá grái skyldi gera vart við sig, en þess á milli var farið niður í lúkarinn þar sem hlýjan og angandi kaffilyktin buðu mann velkominn. Hvílíkur munur frá opnum bát, ágjöf og frosti og hvergi afdrep, eða þetta, upphitaður lúkar, heitt kaffi, koja og teppi, og þó var þetta ekki nema 9 tonna bátur. Um miðnætti fengum við fyrsta hákarlinn, þá var skipt á vaktir og voru 4 á vakt í einu og 3 tíma vaktir. K1 6 um morguninn vorum við búnir að fá 6 hákarla. Rétt fyrir kl. 6 kom lítill dekkbátur, Beta frá Gjögri, formaður Magnús Hannibalsson, og lagðist rétt fyrir framan stefni hjá okkur og var það mjög óvanalegt að bátar gerðu slíkt, því það var talið spilla fyrir veiði, en hér varð reyndin önnur. Er þeir á Betu höfðu rennt færum sínum, varð sá grái svo óður hjá okkur að ekki hafðist við að innbyrða hann. Voru nú ekki höfð úti nema tvö færi og hafðist þó varla undan, lá þó enginn á liði sínu. Næstu 4 klukkustundirnar voru dásamlegur tími. Lestin fylltist á skammri stundu og dekkið fylltist ört, allstaðar var hákarl, iðandi grá kös, 2—3 lágu dauðir við bátshliðina og nú moraði sjórinn í kring af lifandi hákörlum, sem tóku að gæða sér á dauðum félögum sínum, sem biðu eftir að verða innbyrtir. 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.