Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 97
Jóhannes Jónsson:
Aðgát skal höfð
í nærveru sálar
Það mun hafa verið um 1865, að lítil stúlka fæddist norður
á Ströndum, sjálfsagt hafa fæðst mörg stúlkubörn á Ströndum
þetta ár, en þetta er barnið, unglingurinn, unga stúlkan,
fullvaxta konan og gamla konan, sem ég vildí segja nokkuð
frá. Ekki af því að þessi kona afrekaði neitt sérstakt, sem
varpað gæti Ijóma á æviferil hennar. Þessi kona er nú dáin og
gleymd.
Ég þekkti þessa konu vel og senniiega hef ég komist nær því
að verða trúnaðarmaður hennar, en nokkur annar maður.
Þegar þessi litla stúlka fæddist, var hún talin ófrítt barn og
því miður var það oft svo, að börn urðu að gjalda útlits síns.
Sem barni sárnaði henni oft og mikið kuldalegar athugasemd-
ir um útlit hennar og einhvernveginn vildi svo til, að enginn
tók upp hanskann fyrir barnið, sem að sjálfsögðu átti enga sök
á útliti sínu. Þannig liðu bernsku og unglingsárin, við erfiða
vinnu, sem oft gekk miklu lengra en þrek og kraftar unglings-
ins leyfðu. Þegar svo þar við bættust sultur og vanþakklæti, þá
voru ekki margir sólskinsblettirnir í lífi litlu stúlkunnar, en þó
var hægt að þola þetta allt, en þegar svo bættust við
ónærgætnar athugasemdir um útlit hennar, þá var ekkert
hægt að gera annað en innibyrgja tilfinningar sínar og smám
saman myndaðist svo hörð skel um tilfínningalíf hennar, að
enginn vissi hvað á bak við þá hörðu skel bjó. Þegar þessi
stúlka varð gjafvaxta létu biðlarnir bíða eftir sér, jafnöldrur
hennar giftust hver af annari, en enginn leit við henni, hún
95