Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 102
frostbylur og annan í Páskum var ofsabylur og hélst sama
veður nær því óslitið til 11. apríl, en þá gerði betra veður í þrjá
daga. Þá versnaði veðrið aftur og gerði austnorðan og norðan
hvassviðri með kafaldi og ísingu. 18. apríl gerði sunnan hláku
og sólskin. 19. apríl, sem var Sumardagurinn fyrsti, var sama
veður og hélst þetta góðviðri nær því óslitið til 28. apríl, en þá
gekk í austnorðan storm með bjartviðri fyrst, en síðan kafaldsél
og bjart á milli og síðasta dag aprílmánaðar var logn og
sólbráð.
Maí. Byrjaði með góðviðri, er hélst fjóra fyrstu daga
mánaðarins, en þá gerði norðanátt og 6. maí var kominn
norðanbylur og klökknaði varla í skjóli. Næstu tvo daga var
sama veður, en 9. maí var komin stilla og sólskin. 10. maí, sem
var Uppstigningardagur, var sunnan stormur og þíða, og var
sama veður næstu þrjá daga. Þá gerði austnorðan kuldastreng,
er hélst í þrjá daga, en 17. maí var komið sólskin og gott veður
og var gott veður nær óslitið til 24. maí, en þá gerði
austnorðan storm með frosti og kafaldi og hélst það að mestu
óbreytt til mánaðarloka.
Júní. Byrjaði með austanátt, en 2. júní gerði norðan
kuldastreng og frost og 3. júní var komið austnorðan hvassviðri
með kafaldskófi og frosti er hélst óslitið til 11. júní, en þá gerði
sunnanstorm og sólskin, en kuldaveður og hélst það til 17. júní
með krapahríð og rigningu til skiptis. Þann 17. júní gerði
sólskin og þurrk, en sunnan stormur hélst áfram nær óslitið til
23. júní. Þá gerði norðanstorm, en þurrkurinn hélst áfram til
28. júní, en þá gerði vætuhryðjur, daginn eftir gekk í
sunnanátt og síðasta dag júnímánaðar var sunnan stilla og
sólskin fyrst, en snérist í norðanátt seinnihluta dagsins.
Júli. Fyrsta júlí var norðan krapahríð, þann dag var
Lambarekstur, og annan júlí var norðan stormur fyrst, en
lægði um kvöldið. Þá gerði hægviðri og stillu og hélst gott
veður að mestu til 9. júlí, þá urðu vindáttir breytilegar næstu
þrjá daga, en gekk þá til sunnanáttar, er hélst til 20. júlí, og
var ýmist þerrir eða væta, jafnvel krapaskúrir. 20. júlí gerði
austnorðanátt með þerri, er hélst til 24. júlí, (sláttur byrjaði
100