Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 111
I spretthlaupinu kepptu Halldór Ólafsson og Hendrik
Theódórs, og vann Halldór.
Þá kom að því atriði, sem mestan áhuga vakti, en það var
reipdráttur milli Staðhreppinga og Bæhreppinga. Hendrik
kom með nýja kaðalrúllu alldigra. Tíu menn röðuðu sér á
hvorn enda.
Hjá Staðhreppingum var endamaður Ingþór Björnsson
bóndi að Óspaksstöðum, en hjá Bæhreppingum Ólafur Ólafs-
son, Borgum. Merki var gefið og kaðallinn strengdist. Brátt
drógu Bæhreppingar kaðalinn til sín og varð þá óp mikið.
Ekki vildu Staðhreppingar þessu una, og varð nú skipt um
aðstöðu.
Fóru Staðhreppingar þangað sem Bæhreppingar höfðu
verið, en Bæhreppingar í stað Staðhreppinga. Nú var löng
barátta, sem endaði með því að Staðhreppingar sigruðu. I
þriðja sinn var togið þreytt. En þá gerðist það, að svo margir
áhorfendur hlupu á kaðalinn að ég vissi aldrei hver úrslitin
urðu.
Varð ólga mikil í mönnum og lá við heitingum. Þó urðu
engin handalögmál, enda sást ekki vín á neinum.
Bæhreppingar höfðu úr stærri hóp að velja, en sögur gengu
um, að Staðhreppingar hefðu seilst eftir kraftamönnum austur
um Húnavatnssýslur og jafnvel austur í Skagafjörð.
Veit ég engar sönnur á þessu, en heyrði þetta sagt. Þegar frá
leið höfðu margir gaman af.
Við bræður fórum nú út í sláturhús. Þar voru veitingar í
suðurenda hússins. Gaf Brandur mér súkkulaði og kökur, sem
ég gerði góð skil. Þá kom ræðan, sem ég man ekkert úr. Held
að hún hafi verið fyrir minni fslands. En ég man eftir Páli
Isólfssyni er hann lék á orgelið, Jón Dungal fletti fyrir hann
blöðunum með nótunum.
Finnbogi Theódórs söng a.m.k. Eldgamla ísafold og eitt-
hvað fleira. Þá var þessi skemmtiskrá tæmd, að því síðasta
undanskildu, dansinum. Ég kunni ekki að taka sporið á
þessum árum, en horfði á fyrstu dansana. Bróðir minn dansaði
við eina ljóshærða, sem bauð mér að dansa við sig, en þó að
109