Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 117
man ég eftir, þegar mamma var komin á bak og búin að
kveðja alla. „Vonin og kvíðinn víxlast á“ mátti segja um það.
Ferðin suður gekk að óskum. Björn læknir var þá til heimilis
í Krosshúsi á Akranesi hjá Guðmundi Ottesen kaupmanni og
konu hans, Elísabetu Gunnlaugsdóttur, og hjá þeim var
mamma á meðan hún dvaldist á Akranesi. Björn læknir skar
nú bæði augun upp. Ekki svæfði hann hana á meðan, en
dreypti meðali í augun, sem deyfði svo tilFinninguna, að hún
kveinkaði sér varla, líka sagði hún, að hugsunin hefði orðið
sijórri. Þegar búið var að skera upp annað augað, bar
læknirinn höndina fyrir augað, til þess að vita hvort hún sæi.
Þá sá hún hönd læknisins í svo dýrðlegum bláma, að hún
sagðist ekki hafa búist við að sjá slíkan lit í þessu lífi. Að
lokinni aðgerðinni bjó læknirinn um augun og vafði þar um
margföldum dúki, síðan leiddi hann hana upp stiga og inn í
loftherbergi, þar sem hún átti að liggja. Gluggi var á
loftganginum, og þrátt fyrir þessar umbúðir varð hún þess vör,
að einhver gekk fyrir gluggann og skyggði á hann. Hún átti að
liggja í tólf daga hreyfingarlaus áður en tekið væri frá
augunum.
Nú víkur sögunni heim. Við vissum ekki hvenær faðir okkar
kæmi heim aftur. Hann ráðgerði jafnvel, ef lækningin tæki
stuttan tíma, að bregða sér til Reykjavíkur, en hann hvarf frá
því og kom tafarlaust heim.
Þá var það einn morgunn, að ég var stödd úti á hlaði.
Kallaði þá til mín maður, sem var að slá þar nærri, að fólk
kæmi framan holt. Mér var litið fram á holtin og þekkti menn
og hesta og bað guð að hjálpa mér, ég hélt að mamma væri að
koma heim jafnnær. En þegar ég aðgætti betur, sá ég að
mömmu vantaði og þá létti mér fyrir brjósti. Svo komu
fréttirnar, aðgerðinni var lokið og læknirinn taldi, að hún
hefði tekizt vel.
Eftir tólf daga tók læknirinn umbúðirnar frá augunum á
mömmu. Fyrst í stað sá hún alit í þoku, því að hún gat ekki
fengið fullkomin gleraugu. Þá varð að panta öll gleraugu frá
útlöndum, hér voru engar gleraugnaverzlanir. Tii þess að
bjarga þessu við, batt læknirinn saman tvenn venjuleg gler-
115