Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 118

Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 118
augu og með þau gat hún gengið daglega, en hvorki lesið eða séð neitt nákvæmlega. Þegar hún fór að horfa í kringum sig og ganga um húsið hjá Birni lækni, þá kannaðist hún við allt. Þarna var komið húsið, sem hana hafði dreymt svo oft, og græna flötin var túnið hans Hallgríms í Guðrúnarkoti. Þegar hún kom fyrst ofan í stofuna, þá var þar á borðinu pappastokkur með línsterkju, með stóru letri á lokinu, þetta voru fyrstu bókstafirnir, sem mamma sá eftir allan þennan árafjölda, og hafði hún hinar mestu mætur á þessum stokkum upp frá því. Sveinn Guðmundsson, hreppstjóri á Akranesi, heimsótti eitt sinn mömmu meðan hún var þar. Hann hafði verið um skeið verzlunarmaður á Borðeyri og var þá eitt sinn í kaupavinnu hjá foreldrum mínum. Hann kvaðst hafa verið þar í hálfan mánuð án þess að hafa hugmynd um að móðir mín væri blind. Það sagði Björn læknir að sér þætti einkennilegt, að hafa ekki veitt því eftirtekt fyrri, að það fór fyrir fleirum sem Sveini. Nú komu fyrstu fréttirnar heim með bréfi frá Páli prófasti Olafssyni á Prestbakka. Hann sat þá á alþingi, var þingmaður Strandamanna. Einn sunnudag var öllum þingmönnum boðið með nýja flóabátnum „Faxa“ upp á Akranes, og þá heimsótti séra Páll mömmu og skrifaði pabba með fyrstu ferð, að hún væri komin á fætur og væri nú sjáandi. Nokkru síðar kom bréf frá lækninum, kvað hann þá óhætt að sækja hana. Þá var aftur lagt af stað, var þá komið fram í ágústmánuð. Á heimleiðinni varð mamma að binda fyrir augun alla leið, taldi læknirinn það nauðsynlegt, því enn væru augun nokkuð veik fyrir. Svo var það einn morgun, að Gunna fóstra okkar og fóstursystir mömmu vakti máls á því við okkur, að gaman væri að fá súkkulaði og eitthvað fleira smávegis áður en mamma kæmi heim, þar sem hún drykki aldrei kaffi. Ég var svo heppin að kona hafði gefið mér eina krónu og annar maður fimmtíu aura. Með þetta var farið í kaupstaðinn, á Borðeyri. Þá var hægt að fá talsvert fyrir eina krónu og fimmtíu aura. Mikið var um að vera hjá okkur börnunum, þegar mamma og pabbi komu sunnan holtin. Ég kom út á hlað. Þá var mamma að heilsa Jónu, hún var þá á fjórða ári. Gunna fóstra 116
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.