Strandapósturinn - 01.06.1975, Qupperneq 118
augu og með þau gat hún gengið daglega, en hvorki lesið eða
séð neitt nákvæmlega.
Þegar hún fór að horfa í kringum sig og ganga um húsið hjá
Birni lækni, þá kannaðist hún við allt. Þarna var komið húsið,
sem hana hafði dreymt svo oft, og græna flötin var túnið hans
Hallgríms í Guðrúnarkoti. Þegar hún kom fyrst ofan í stofuna,
þá var þar á borðinu pappastokkur með línsterkju, með stóru
letri á lokinu, þetta voru fyrstu bókstafirnir, sem mamma sá
eftir allan þennan árafjölda, og hafði hún hinar mestu mætur
á þessum stokkum upp frá því.
Sveinn Guðmundsson, hreppstjóri á Akranesi, heimsótti eitt
sinn mömmu meðan hún var þar. Hann hafði verið um skeið
verzlunarmaður á Borðeyri og var þá eitt sinn í kaupavinnu
hjá foreldrum mínum. Hann kvaðst hafa verið þar í hálfan
mánuð án þess að hafa hugmynd um að móðir mín væri blind.
Það sagði Björn læknir að sér þætti einkennilegt, að hafa ekki
veitt því eftirtekt fyrri, að það fór fyrir fleirum sem Sveini.
Nú komu fyrstu fréttirnar heim með bréfi frá Páli prófasti
Olafssyni á Prestbakka. Hann sat þá á alþingi, var þingmaður
Strandamanna. Einn sunnudag var öllum þingmönnum boðið
með nýja flóabátnum „Faxa“ upp á Akranes, og þá heimsótti
séra Páll mömmu og skrifaði pabba með fyrstu ferð, að hún
væri komin á fætur og væri nú sjáandi. Nokkru síðar kom bréf
frá lækninum, kvað hann þá óhætt að sækja hana. Þá var aftur
lagt af stað, var þá komið fram í ágústmánuð. Á heimleiðinni
varð mamma að binda fyrir augun alla leið, taldi læknirinn
það nauðsynlegt, því enn væru augun nokkuð veik fyrir.
Svo var það einn morgun, að Gunna fóstra okkar og
fóstursystir mömmu vakti máls á því við okkur, að gaman væri
að fá súkkulaði og eitthvað fleira smávegis áður en mamma
kæmi heim, þar sem hún drykki aldrei kaffi. Ég var svo
heppin að kona hafði gefið mér eina krónu og annar maður
fimmtíu aura. Með þetta var farið í kaupstaðinn, á Borðeyri.
Þá var hægt að fá talsvert fyrir eina krónu og fimmtíu aura.
Mikið var um að vera hjá okkur börnunum, þegar mamma
og pabbi komu sunnan holtin. Ég kom út á hlað. Þá var
mamma að heilsa Jónu, hún var þá á fjórða ári. Gunna fóstra
116