Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 119
hélt á henni á handleggnum. Mér fannst mamma vera of lengi
að heilsa Jónu og tala við hana, svo sneri hún sér að mér og
sagði. „Er þetta Ranka, eða er þetta Imba?“ Ég sagði til mín.
Elztu börnin þekkti mamma, þau hafði hún séð, en við Imba
vorum á svo líku reki og okkur yngri börnin fimm hafði hún
ekki séð fyrri, en rödd okkar allra þekkti hún.
Svo var farið inn í baðstofu og þar fór mamma að taka upp
ýmislegt, sem hún hafði keypt á Borðeyri til þess að gefa
okkur. Meðal annars voru fingurbjargir, sem hún gaf okkur
yngri systrunum. Þær voru steindar innan, bleikar eða ljósblá-
ar, og þótti okkur þær fallegar. Þær voru í litlum, smáhólfuð-
um pappastokk með glerloki og féll stokkurinn í minn hlut og
þennan stokk á ég enn. Ekki var okkur sagt að fara neitt út
aftur, við fengum að vera kringum mömmu. Þetta var
hátíðakvöld. Yngstu systkinin tvö settust hjá henni. Hann
sagði. ,,Ég skal segja þér fallegustu söguna, sem ég kann.“ Hún
sagði. „Ég skal syngja fyrir þig fallegasta lagið sem ég kann.“
Þegar leið á kvöldið varð mér reikað norður fyrir skemmu-
vegg, þá var komið sólarlag og „heiðrík aftankyrrð.“ Barns-
hugurinn var svo gagntekinn af lofgjörð og þakklæti eftir
dásemdir þessa dags, og þarna í kyrrðinni og einverunni varð
hann að tjá sig í orðum. Sjálfsagt hefur það verið barnalegt, en
það kom frá hjartanu. Svo fór ég suður fyrir bæ, þar voru
piltarnir með hestana, voru að laga járnin eftir ferðina. Hjá
þeim var næturgestur, Halldór Bjarnason, afi Halldórs Helga-
sonar skálds. Hann smíðaði íbúðarhúsið í Bæ 1886 og kom í
kynnisför norður á hverju ári eftir það og var aufúsugestur
hinn mesti, en nú var hann að missa sjónina. „Þú ættir að
hitta þennan lækni, Halldór,“ sagði einn piltanna. „Ég hef
gert það,“ sagði Halldór, „en hann vildi mig ekki, sá skr. . ti,
hann gat ekkert hjálpað mér.“ Mér fannst skugga bregða yfir
þetta bjarta kvöld, því að ég kenndi svo í brjósti um þennan
góða mann og ég var svo barnaleg, að ég þoldi varla að hann
skyldi segja „sá skra . . ti“ um manninn, sem læknaði mömmu.
Morguninn eftir voru pabbi og mamma að skoða sig um
utanbæjar og eltum við krakkarnir þau í halarófu. „Varaðu
þig að reka þig ekki á,“ sögðum við af gömlum vana, ef
117