Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 119

Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 119
hélt á henni á handleggnum. Mér fannst mamma vera of lengi að heilsa Jónu og tala við hana, svo sneri hún sér að mér og sagði. „Er þetta Ranka, eða er þetta Imba?“ Ég sagði til mín. Elztu börnin þekkti mamma, þau hafði hún séð, en við Imba vorum á svo líku reki og okkur yngri börnin fimm hafði hún ekki séð fyrri, en rödd okkar allra þekkti hún. Svo var farið inn í baðstofu og þar fór mamma að taka upp ýmislegt, sem hún hafði keypt á Borðeyri til þess að gefa okkur. Meðal annars voru fingurbjargir, sem hún gaf okkur yngri systrunum. Þær voru steindar innan, bleikar eða ljósblá- ar, og þótti okkur þær fallegar. Þær voru í litlum, smáhólfuð- um pappastokk með glerloki og féll stokkurinn í minn hlut og þennan stokk á ég enn. Ekki var okkur sagt að fara neitt út aftur, við fengum að vera kringum mömmu. Þetta var hátíðakvöld. Yngstu systkinin tvö settust hjá henni. Hann sagði. ,,Ég skal segja þér fallegustu söguna, sem ég kann.“ Hún sagði. „Ég skal syngja fyrir þig fallegasta lagið sem ég kann.“ Þegar leið á kvöldið varð mér reikað norður fyrir skemmu- vegg, þá var komið sólarlag og „heiðrík aftankyrrð.“ Barns- hugurinn var svo gagntekinn af lofgjörð og þakklæti eftir dásemdir þessa dags, og þarna í kyrrðinni og einverunni varð hann að tjá sig í orðum. Sjálfsagt hefur það verið barnalegt, en það kom frá hjartanu. Svo fór ég suður fyrir bæ, þar voru piltarnir með hestana, voru að laga járnin eftir ferðina. Hjá þeim var næturgestur, Halldór Bjarnason, afi Halldórs Helga- sonar skálds. Hann smíðaði íbúðarhúsið í Bæ 1886 og kom í kynnisför norður á hverju ári eftir það og var aufúsugestur hinn mesti, en nú var hann að missa sjónina. „Þú ættir að hitta þennan lækni, Halldór,“ sagði einn piltanna. „Ég hef gert það,“ sagði Halldór, „en hann vildi mig ekki, sá skr. . ti, hann gat ekkert hjálpað mér.“ Mér fannst skugga bregða yfir þetta bjarta kvöld, því að ég kenndi svo í brjósti um þennan góða mann og ég var svo barnaleg, að ég þoldi varla að hann skyldi segja „sá skra . . ti“ um manninn, sem læknaði mömmu. Morguninn eftir voru pabbi og mamma að skoða sig um utanbæjar og eltum við krakkarnir þau í halarófu. „Varaðu þig að reka þig ekki á,“ sögðum við af gömlum vana, ef 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.