Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 6
Um þessar mundir dvaldist hún í Frakklandi,
og þá var það dag nokkurn, að henni barst í hend-
ur bók með Gyðingasöngvum. Hún varð fljótt
hugfangin af þessum söngvum og í þeim þóttist
hún finna grundvöllinn að því starfi, sem hún
mundi vilja leggja alla orku sína og hæfileika.
Skömmu síðar fór hún að leggja meiri rækt
við íslen/ku þjóðlögin en hún hafði áður gert, og
var það mest fyrir áeggjan þýzkrar vinstúlku
hennar, sem taldi hana á að koma til Þýzkalands
og syngja þau þar opinberlega, því áhugi
manna þar í landi fyrir öllu íslenzku mundi auk-
ast mjög í sambandi við hina miklu Alþingis-
liátíð. Gagga Lund dvaldist svo í Þýzkalandi,
þar til Hitler komst til valda árið 1933.
#
Tekstarnir í Gyðingasöngbókinni, sem hún
eignaðist í Frakklandi, voru á frönsku, en nú fór
hún að leggja stund á jiddisch, mállýzku þá, sem
margir Gyðingar tala í borgum Evrópu, og leið
þá ekki á löngu, unz luin gat farið að flytja þessa
sérkennilegu söngva á frumtextanum, — en við
það jókst gildi þeirra auðvitað til mikilla muna.
— Og hvar sem hún kom, segist hún hafa spurt:
„Þekkið þið Gyðingasöngva?“ Þannig jók luin
stöðugt við höfuðstól sinn, safnaði að sér nýjum
og nýjunt söngvum. — Og hún lét ekki sitja við
Gyðingalög eingöngu. Hún drakk í sig hvert stef,
sem hún lieyrði af þjóðlagi einhvers uppruna, og
jafnframt gerði hún sér far um að læra textann
á viðkomandi tungumáli. Og þessari venju hefur
hún haldið síðan. Árangurinn þekkjum við öll.
*
Gagga I.und telur það eitt meginskilyrði fyrir
góðum flutningi þjóðlaga, að „söngvarinn setji
sig ekki- á milli áheyrenda og sjálfs lagsins,“ eins
og hún orðar það. „Lagið verður að syngja sig
sjálft. Söngvarinn á að vera eins ópersónulegur
og honum frekast er unnt. Stundum verður mað-
ur að leita árurn saman eftir hinum virkilega
kjarna þjóðlagsins, áður en maður syngur það
opinberlega. Stundum finnur maður hann strax.
—■ En hvort sem maður finnur hann seint eða
snemmá, verður maður að passa sig með að vöðla
ekki sjálfum sér utanum hann, því að þá geta
áheyrendur aldrei notið þess, sem virkilega gefur
söngnum gildi.“
Og Gagga Lund heldur áfram: „Einu sinni
lærði ég yndislega fallegt franskt lag. Það var vin-
ur minn einn í Frakklandi, sem kenndi mér það.
44
Hann hafði oft heyrt mömmu sína syngja það.
Ég hafði það lengi á söngskránni og það gerði
voðalega mikla lukku. En svo allt í einu hrökk
lagið í sundur hjá mér og síðan hef ég ekki haft
það á söngskránni. Ég lief ekki aftur getað látið
það syngja sig sjálft.“
*
Við spyrjum Göggu Lund, hvernig það atvik-
aðist, að hún fór sjálf að flytja skýringar með
þjóðlögunum sínum: Hún var þá fyrir skömmu
byrjuð að syngja í Þýzkalandi. Á fyrstu söng-
skemmtununum flutti þýzk stúlka skýringarnar
fyrir hana. En svo var það eitt kvöldið, að þýzka
stúlkan lét ekki sjá sig, þegar söngskemmtunin
skyldi hefjast. „Þýzkan mín var þá voðalega
vond,“ segir Gagga, „en ég var ekkert að súta
það og flutti bara skýringarnar sjálf. Það þótti
fólkinu víst voða gaman.“
Næst þegar hún var beðin að halda söng-
skemmtun, fylgdu með vinsamleg tilmæli, að hún
flytti sjálf skýringarnar. Nýr þáttur í listaferli
hennar var hafinn.
Gagga Lund kveðst leggja sérstaka áherzlu á
að haga skýringum sínum þannig, að hlustendur
geti fylgzt með efninu, þegar hún syngur frunr-
textana: Það hafa slæðzt allmörg orð af germönsk-
um uppruna inn í jiddisch, og þegar hún syngur
Gyðingalögin t. d. á Norðurlöndum leitast hún
við að skýra þannig efni textans, að athygli hlust-
enda beinist að hinum germönsku orðum í hon-
um. Hún snarar efni texta af þessu máli helzt
með þeim orðum, sem tiltæk eru samstofna á
hinu inálinu. Annað dæmi: Ef hún væri að halda
söngskemnrtun hjá enskumælandi fólki, mundi
hún skýra tilsvarið í borðsálnri Jónasar: „Mætt-
um við fá meira að heyra?“ þannig: „Might rve
have more to hear?“
Hér eru því miður engin tök á að skýra svo að
nokkru nemi frá þeinr þætti í lífi Göggu Lund,
sem lýtur að ferðalögum, kynnum lrennar af
hinum ýmsu þjóðum og þjóðfélagsöflum, því að
þar er fólgið efni, er fylla mundi stórar bækur.
Hún varð fljótt fyrir barðinu á hinu
nazistiska ofstæki, og nrá segja, að slíkt hafi verið
í fullu samræmi við eðli hlutanna. Hér voru á
ferðinni tvö gjörólík lífsviðhorf; annars vegar
Gagga Lund, senr boðaði öllum þjóðum vináttu
allra þjóða, vildi vera vinur allra þjóða, var vinur
allra þjóða, — alþjóðlegt bræðraband í einni per-
S YRPA