Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 19

Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 19
vill öfgar. í sjálfu Bretlandi, föðurlandi lrins frjálsa framtaks á jörðu hér, hefur stjórnskipuð nefnd þó nýlega látið frá sér fara tillögur til lausn- ar þessu vandamáli (hin svokallaða Uthwatt- skýrsla). Aðalatriði þessara tillagna er í stuttu máli: Ríkið fær umráð yfir öllum óbyggðum lóð- um í einkaeign. Framkvæmdin er hugsuð á þann veg, að metnar verði upp allar jarðir, sem hækkað hafa í verði vegna lóðabrasks. Ríkið greiði svo eig- andanum þetta \ erð að frádregnu hinu uppruna- lega jarðamatsverði og fái þannig í sínar hendur ráðstöfunarrétt yfir landinu; hins vegar haldi jarðeigandinn eignarréttinum og afnotaréttinum óskertum. Allri framtíðarbyggð mætti þannig ráð- stafa á skynsamlega, iiagfræðilega vísu, nteð þ\ í að ríkið, í samráði við bæjarfélögin, fulltrúa frá iðn- greinum, \erkamönnum o. fl. aðilum ákveði í sameiningu og samkvæmt áætlun, hver svæði skuli notuð til bygginga, landbúnaðar, íþrótta- valla o. s. frv. Tillögur þessar hitta naglann á höfuðið og eru jafn snjallar og þær eru einfald- ar. En þá spyr einhver: hí\að kostar þetta alltsam- an? Því er fljótsvarað: 400 miljón sterlingspund hefur verið áætlað að þyrfti til þess að standa straum af þessu. Það er jafnhá upphæð og Bretar vörðu til styrjaldarútgjalda í 32 daga. Ef tillögur þessar næðu fram að ganga, mundu þær koma til leiðar risavöxnum umbótum á þjóðarbúskap Breta, því að um j>að er engum blöðum að fletta, að þessi breyting mundi margfaldlega vega upp á móti liinu mikla tapi, sem hlýzt af óskipulögðum samfélagsbúskap, þó að ekki sé minnst á hin ómetanlegu menningarverðmæti, sem þá fara forgörðum. í S\ íþjóð geri ég ráð fyrir að svipaðar framkvæmdir mundu kosta allt að eintim milljarði króna, — en þeirri upphæð höf- um við varið ti) landvarnaviðbúnaðar á liálfu ár. Staðsetning iðnaðarins Á sama hátt og hið núverandi skipulagsfyrir- komulag er óhæft til þess að hindra handahófs- dreifingu byggðarinnar, þannig er því einnig urn megn að tryggja rétt hlutföll milli íbúa og at- vinnuvega og hæfilega stærð bæjanna. Þetta hefur mönnum sézt yfir fram að þessu. Staðsetn- ing atvinnurekstrarins, einkum iðnaðarins, er í rauninni mergurinn málsins. Leiðin til þess að bæta úr misfellunum á upp- byggingu bæjarlélaganna, er því sú, að jafna iðn- aðinum, — og þá fyrst og fremst nýjum og óstað- lírer, sem byggður var upp eftir áeetlun. í Bandarikjunum starfar nefnd, er hefur með höndum yfirumsján með endur- skipulagningu byggðarlaga (United States Resettlement Ad- ministration). Fyrir strið var byrjað á þrem bæjum, og sýnir inyndin einn þeirra, Greenbelt i Maryland. Líklega væri rétt- ast að láta suma af allra lélegustu brejunum hérlendis (í Sví- þjóð) hrörna niður, t. d. á næsta 10 ára timabili, og byggja i staðinn upp hentuga og skemmtilega smábœi. bundnum iðngreinum — þannig niður á byggðar- lögin,að hann fullkomni atvinnukerfi það, sem fyrir er, og verði liður í því. Auk þess \ærður að sjá svo um, að iðnfyrirtæki séu ekki sett niður nema á þeim stöðum, þar sem unnt er að mynda utan um þau hæfileg byggðahverfi. Vitanlega verður að meta þessar kröfur með hliðsjón af þeim skilyrðum, sem iðnfyrirtækin telja rekstri sínum nauðsynleg; að jafnaði mun raunin verða sú, að takast megi að samræma hin ólíkustu sjón- arrnið. En ef það tekst ekki, á þá ekki heildarheill að sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum einstaklinga? Fyrirkomulag- lóðaútmælinga eins og það, sem um er getið hér að fiaman, mundi veita yfirvöld- unum tækifæri til þess að ákveða þeim fyrirtækj- um stað, sem liefja vilja starfsemi á nýjum, ó- byggðum svæðum. Mætti þá ekki draga af þessu þá ályktun, að rétt væri að taka upp lagasetningu er komið gæti í veg fyrir, að stofnað yrði til iðnað- ar þar, sem óhagstætt væri félagsheildinni? Frœðsla, sarnvinna, pvingun Það bggur í augum uppi, að ekki ætti að grípa til þvingunarráðstafana fyrr en fulireynt er, að samvinná náist ekki á frjálsum grundvelli með fræðslu og upplýsingastarfsemi. Ég hef þegar sýnt fram á, að vart verður komizt hjá róttækum ráðstöfunum eins og t. d. lagasetn- ingu um umráðarétt heildarinnar yfir óbyggðum lóðum, til þess að hindra hina miklu útþenslu byggðarinnar. En hvað skal segja um byggingu SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.