Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 12

Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 12
Er Lis Jacobsen að stríða konunginum? Skömmu eftir nýárið ritaði Lis Jacobsen, dr. phil, grein þá í danska blaðinu ,,Politiken“, er hér fer á eftir í lauslegri þýðingu. „Kvennaiitill í konungsrœðu Á nýársdag flutti hinn vinsæli aðalþulur út- varpsins skilmerkilega lýsingu á konungsvei/lunni og brá upp lifandi mynd af öllu, sem fram fór: „Konungurinn situr að snæðingi við lilið drottn- ingarinnar, forsætisráðherrann milli Alexöndru greifafrúar og hirðmeyjar drottningarinnar, ráð- herrann frú Fanney.......“ Hér þagnaði þulurinn allt í einu. Konungur- inn tók til máls. Ræða hans var virðuleg og henni var ekki einungis beint til gestanna, lieldur jafn- framt til þjóðarinnar í heild. Þetta var í fyrsta skipti, sem útvarpstæki var komið fyrir við sjálft konungsborðið. Um landið allt var hlustað af mikilli eftirvæntingu. Hans hátign ávarpaði liina tignu gesti sína og'okkur öll, hvern karl og konu þessa lands, með þessum óvæntu orðum: Herrar mínir! Og-hann hélt áfram: ,,Á fyrsta degi ársins þykir mér hlýða að líta um öxl . . .“ Nei, hann bætti ekki við: og frúr minar. Það var engum blöðum um það að fletta: Ávarpið átti bæði við konur og karla! Fyrir nokkrum árum fékkst ég við að rannsaka norræna ávarpssiði. Það var því engin furða, þó að þessi málnotkun hins æðsta manns okkar vekti óskipta athygli mína. í fyrstu varð mér felmt við. Mér varð spurn: Er það tilhlýðilegt að ávarpa drottninguna þannig, konungsdæturnar, Iiirð- meyjarnar, frú Fanneyju og allar þær dönsku konur, sem sitja nú víðs vegar urn landið og hlýða á mál konungs síns? En fyrr en varði var ég komin á kaf í málfræðilegar hugleiðingar vegna orðsins herra. Hvað merkir það í raun og veru? Er það einungis nothæft í sambandi við karlmenn? Nei, síður en svo. Herra er uppruna- lega miðstig af fornu lýsingarorði, her, sem þýðir göfugur. Herra (upprunalega heriro) merkir því í rauninni göfugri en aðrir, œðri, ágcetari. í þess- ari merkingu er orðið enn til í dönsku máli í sambandinu „herlig“ (dýrlegur), sem jafnt á við um konur sem karla. Hvers vegna ættu þá karl- menn að hafa einkarétt á ávarpinu herra? Það hafa þeir heldur ekki. í gömlu máli eru mörg dæmi þess, að tignar konur séu titlaðar herra. í fornu máli er orðasambandið dornina rnater — sem haft er um guðsmóður — þýtt herra móðir* Tíðast er orðið herra haft fyrir framan hinn sérstaka titil konunnar, t. d. var Leonora Christine#* ávörpuð háttvirta herra jómfrú. I Politiken 24. júlí 1896 var skýrt frá því, að þegar sjómennirnir á Skagen vildu hafa sem mest við hinn fræga sveitunga sinn, málarann Önnu An- cher, og dóttur hennar, þá titluðu þeir þær Hr. Frú Ancher og Hr. Fröken Ancher. Kennslukona nokkur józk skýrir frá því árið 1897, að hún hafi iðulega heyrt gamalt fólk ávarpa húsfreyjuna á herragarði einum í Skanderborg lierra barónsfrú. Sjálf var hún við hátíðleg tækifæri titluð herra kennslukona. Það er því svo, að allt fram undir okkar tíma hefur orðið lierra í vitund alþýðu manna verið hátíðlegur titill, sem jafnt átti við um konur sem karla. En nú, þegar svo er komið, að konungur lands- ins hefur tekið upp þennan gamla sið og viðhaft hann í eigin veizlu við drottningu sína, hirðmeyj- ar Iiennar og konu í ráðuneyti sínu, svo að heyra mátti um gjörvallt landið, — því skyldum við þá ekki fylgja hinu konunglega fordæmi? * í Heilagra manna söguin eru munki einum lögð £ munn þessi orð: „Heyr, herra móðir, vér biðjum, að þú látir gefa oss vatn að drekka, því að vér erum vegmóðir mjög“ (II, 5S9). ** Leonora Christine var uppi 1621—1698. Hún var dóttir Kristjáns 4. Danakoungs. Hún sat um skeið í fangelsi og er fræg af riti, sem hún kallaði Jammersminde, um dvöl sína í fangelsinu. Einnig ritaði hún ævisögu sína. — Þýð. 50 S Y R P A

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.