Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 31

Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 31
vit eitthvert stórblaðið. Ég heiti Jóhannes Ói- afsson.“ „Og ég heiti Karl Karlsson. Kallaðu mig bara Kalia.“ „Ég var að brjóta heilann um það, hvort þú værir búinn að koma í fangelsið?“ Fram að þessu hafði litli maðurinn verið sæll og áhyggjulaus eins og barn, en nú þyrmdi yfir hann, og svipurinn varð flóttalegur og sár. Hann anzaði dræmt: ,,Ég hélt þú vissir ekki . . . Ég reyndi gálgann. Ég fór þangað strax í morgun.“ „Já, ég þóttist vita, að þú færir þangað fyrst," sagði Jóhannes, og nú var eins og þeir væru allt í einu búnir að fá hálfgerðan beyg hvor af öðrum. Þeir voru komnir langt út á rjómalyngt vatnið. Þorpið sýndist minna og minna. Til að sjá voru hvítu húsaraðirnar og göturnar líkastar flatar- málsteikningu og bláheiðin í baksýn sýndist víð- áttumeiri nú eftir sólarlagið.“ Eftir stundarkorn sagði Jóhannes: „Þekkirðu nokkuð til hans Óskars, sem á að deyja á morgunn?" Hann fann að ósjálfrátt var ásökunarhreimur í röddinni. „Nei, ég veit ekkert um hann. Ég les aldrei neitt um þá. — Er annars enginn fiskur t þessu blessuðu vatni? Ég vil veiða,“ sagði hann óða- mála. „Ég lofaði konunni minni að færa henni fisk“. Hann leit framan í Jóhannes og í augna- ráðinu lá bón um Jrað, að spilla nú ekki veiði- gleðinni þessa stund. Svo tók hann til að tala af miklum ákafa um veiðiskap, og eftir stundarkorn dró hann pela upp úr vasa sínum. „Það er skozkt,“ sagð hann og dillaði allur af ánægju. „Gerðu svo vel og fáðu þér dropa.“ Jóhannes saup á flöskunni og rétti honum hana aftur. Litli maðurinn hallaði höfð- inu aftur á bak og hrópaði: „Skál, Jóhannes," og teygaði drjúgan sopa úr pelanum. „Ég fæ mér aldrei í staupinu, nema þegar ég fer einn út að fiska,“ sagði hann og hló í barm sér. „Ég fer nefni- lega oftast einn,“ bætti hann við afsakandi eins og honum væri umhugað um, að ungi maðurinn gerði sér ljóst, hversu kærkominn félagi hann væri. Nú voru þeir komnir langt út á vatnið og ekki búnir að fá bröndu. Það var farið að skyggja. „Það verður víst ekkert úr veiði í nótt, Kalli,“ sagði Jóhannes. „Það er háborin hörmung,“ sagði Kalli. „Og ég sem hlakkaði svo til að fara hingað, þegar ég frétti af vatninu. Mig langar svo til að ná mér í fisk. Ég lofaði konunni minni því. Hún hefði nú stundum gaman af að koma með mér að veiða, en það er ómögulegt, ekki getur liún veríð að flæmast þetta stað úr stað eins og ég. Ævinlega, þegar ég fæ boð um að fara í ferð, þá lít ég á kortið til þess að gá, hvort nokkurt vatn sé í nágrenninu, og svo hef ég færið með mér.“ ,Ef þú fengir þér aðra vinnu, þá gætuð þið lijónin kannski farið saman í veiðiferðir," sagði Jóhannes. „Ekki er það nú að vita. Það kemur svo sent fyrir, að við förum bæði.“ Hann leit undan og beið þess. að Jóhannes færi að malda í móinn og lialda því til streytu, að liann yrði að fá sér aðra vinnu. Og þegar hann sat þarna og horfði niður í vatnið, þá fann hann ekki til minnstu blygðun- ar, en með sjálfum sér vissi hann, að Jóhannesi mundi þykja ástæða til þess. „Einhver verður að gera þetta. Það er hvort sem er ekki hægt að komast af án Jress að hafa böðul,“ sagði hann. „Ég átti bara við það, Kalli, að ef þér félli þessi vinna ílla. . .“ Litli maðurinn sat lengi og sagði ekki neitt. Jóhannes reri án afláts með mjúkum, löngum tog- um. Kalli sat í kút aftur í skut. Allt í einu leit hann upp, angurvær og mildur í bragði: „Mér fellur vinnan ekkert mjög illa.“ ..Guð hjálpi Jrér, maður! Áttu við, að þú kunn- ir vel við hana?“ „Onei,“ sagði Kalli til þess að þóknast Jóliann- esi; hann vissi, hvernig svar honum þætti tilhlýði- legt. „Ég á bara við, að maður venst því.“ Hann leil aftur niður í vatnið og fann, að hann átti að skammast sin. „Áttu nokkur börn?“ „Víst á ég börn. Ég á fimm. Elzti drengurinn er fjórtán ára. Það er skrítið, þau eru öll miklu stærri en ég. Er það ekki undarlegt?" „Nú lentu þeir í hrókaræðum um veiðiárnar, sem renna í vatnið norðanvert, og þeim fór að koma vel saman aftur. Litli stubburinn var snill- ingur að segja sögur. Hann setti andlitið á sér í alls konar annarlegar skoiður, herpti varirnar, sperrti upp augun og brauzt um í bátnum eins og hann ætlaði alveg út úr honum af eintómum ákafa við frásögnina. Aftur tók hann upp flösk- una, og Jóhannes hætti að róa. Þeir skáluðu og lilóu og drukku hvor öðrum til, og báturinn lá um kyrrt í dúnalogninu. Yzt við sjóndeildarhring- ö9 S Y R1’ A

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.