Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 21
Frá sjónarhóli barns
Eftirfaramki frásaga er lauslega þýddur út-
dráttur úr bók, er kalla mœtti á íslenzku „Frá
sjónarhóli barns“ (Through Children’s eyes) og
er eftir ameriska barnasálfrœðinginn BLANCE
C. WEILL. Sagan er sönn, eins og aðrar sögur í
bókinni, enda byggð á reynslu höfundarins. Um-
rœðuefnið er afbrýðisemi, sem því nœr óhjá-
kvœmilega vaknar i brjósti hvers barns, þegar
yngra systkini fæðist ,og víkur þvi úr þeim önd-
vegissessi, sem yngsta barnið á heimilinu venju-
lega skiþar. Ég minntist lauslega á þetta vanda-
mál í siðustu grein minni í „Syrþu“: „Hvers
vegna sjúga börnin á ser fingurna?“ og lofaði les-
endum minum þá að laka það til frekari með-
ferðar. Þegar ég las söguna um Önnu Stinu, datt
mér strax i hUg, að hún cetti erindi til islenzkra
lesenda, því að minu viti felur hún í sér mikinn
lœrdóm. Valborg Sigurðardóttir.
Anna Stína var tæpra tveggja ára, þegar litli
bróðir liennar fæddist. Foreldrar hennar höfðu
verið svo skynsöm að búa hana undir það, sem í
vændum var. Þau vildu ekki eiga það á hættu, að
henni fyndist hún vera vanrækt og færi að verða
afbrýðisöm.
Foreldrar Önnu Stínu voru gamlir vinir mínir.
Ég hafði taiað við þau nokkrum dögum áður en
þau sögðu henni frá litla barninu, sem von var á.
Við höfðum rabbað saman um Önnu Stínu og
reynt að gera okkur í hugarlund, hvernig hún
myndi taka því að vera ekki lengur miðdepill
heimilisins.
„Til þess að koma í veg fyrir, að hún verði af-
brýðisöm og leið, er ekki nóg að segja henni, að
nýtt lítið barn komi á heimilið," sagði ég við
þau. „Orðið barn táknar ekki hið sama í hennar
eyrum og okkar. Ffún hefur ævinlega heyrt talað
um sjálfa sig sem „barnið“. Þess vegna má búast
við, að hún ímyndi sér, að nýja barnið muni líkj-
ast henni sjálfri, eins og'hún er núna. Leggið
áherzlu á, hve hjálparvana og lítil nýfædd börn
eru. Skýrið út fyrir henni, að nú verði hún ekki
lengur „litla barnið“ á heimilinu, heldur „stóra
systir“, sem á að gæta litla barnsins með fullorðna
fólkinu. Og talið við hana um „barnið okkar“.
Þá finnst henni sem hún eigi einhverja hlutdeild
í því.“
Þegar Óli litíi var fæddur, skrifaði móðirin
mér og sagði frá því, er Anna Stína sá hann í
fyrsta skipti:
„Það var í sjúkrahúsinu. Anna Stína stóð við
rúmið mitt, og ég hélt utan um hana, þegar hjúkr-
unarkonan kom inn með litla barnið og lagði það
við hlið mér. Þrátt fyrir allan þennan undirbún-
ing, virtist hún forviða, er hún sá það. Ég ímynda
mér, að hún hefði verið betur við því búin, éf
hún hefði séð annað nýfætt barn áður. En við
höfðum ekki haft lrugsun á því. Hún laut að
Ola litla og klappaði honum og virtist á engan
hátt afbrýðisöm. Hún gretti sig, eins og til þess
að herma eftir honum, gaut til mín augunum
og hló. Síðan við konnim heim af sjúkrahúsinu,
höfum við pabbi hennar alltaf reynt að haga því
svo til, að annað okkar sé með Önnu Stínu, með-
an hitt sinnir drengnum.
Við tölum oft um, livað það sé skemmtilegt
að sinna Ola, og það er sannarlega ánægjulegt að
sjá, hve hrifin hún er, þegar verið er að baða
hann, hvernig hún kemur þá kjagandi með púð-
ur, svamp, handklæði og bleyjur. Hún hefur
mjög gaman af að sjá hann baðaðan og færðan í
fötin og kallar liann alltaf „barnið okkar“.“
Þegar Óli var 9 mánaða gamall og Anna Stína
liálfs þriðja árs, heimsótti ég þau aftur. Við sát-
um að tedrykkju í dagstofunni. Amma Önnu
Stínu var þar einnig stödd. Anna Stína lézt líka
vera að drekka te úr litlu bollastelli, senr ég hafði
fært henni. Hún var sama hýra og káta barnið og
áður, kátasta barn, sem ég hef nokkurn tíma
kynnzt.
Frá því að ég kom, hafði ég beðið eftir því
með eftirvæntingu að sjá systkinin saman. Óli
svaf eftirmiðdagsdúrinn sinn. Amma læddist til
að gá, hvort liann væri vaknaður.
S Y R P A
59