Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 8

Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 8
Dr. BJÖRN SIGFÚSSON : KVEÐSKAPUR Jónas Hallgrímsson átti til karlmannlegra tungutak en flestir nrenn. Það einkennir ástalýs- ingar hans í samanburði við hjúfrandi lijal klökk- ari kærleiksskálda. Það er merki flestra eftirmæla lrans, og í náttúrulýsingum rennur það saman við annað karleðlismark, hina útskýringargjörnu ná- kvæmni, fræðimannslundina. Þetta virðist í fljótu bragði óskylt bragarháttum, en ræður oft vali þeirra og meðferð. Fáein sundurleit efni og hátt- ardæmi skulu tekin til glöggvunar á jressu um Jónas. Vandleg, staðbundin lýsing í Ferðalokum sýn- ir æskuástir lians, og strangur fornháttur Sólar- ljóða er greyptur utan um myndina. Stillt og greinilega er orðað, en ástríðuþunginn magnast við hinn sriögga, skjótorða bragarhátt: Greiddi eg þér lokka við Galtará vel og vandlega; brosa blómvarir, blika sjónstjörnur, roðnar heitur hlýr. . .. Veit eg hvar von öll og veröld mín glædd er guðs loga. Hlekki brýt eg hugar og heilurn mér fleygi faðm þinn í. Allt annan hátt og stíl hefur Jónas á síðustu árunr til að lýsa samvistum við Huldu og ástar- fullnægju sinni á Hulduljóðamkt og bjartri óttu: Þti elskar hann, — þess ann eg honurn glaður, ástin er rík, og þvi ert hennar dís. — Hér vil eg sitja, hér er okkar staður, ó Hulda! þar til sól úr ægi rís. Hallaðu lokkahöfði bjarta þínu. mín Hulda kær, að vinarbrjósti mínu. . . . 6. grein um bragfrœði Sólfagra mey, nú seilist yfir tinda úr svölum austurstraumum roði skær; nti líður yfir láð úr höllu vinda léttur og hreinn og þýður morgunblær. Svo var mér, Hulda, návist þín á nóttu senr nú er ljósið jörð á votri óttu. Þessi Hulduljóðaháttur þarf ekki skýringar, svo alkunnur sem hann var og er með grann- þjóðurn okkar og hérlendis, og Jónasi var hann auðveldur. Hann þurfti að segja mikið í því kvæði og segja Jrað mjúkléga, og það réð háttar- vali. Orð Eggerts Olafssonar fá annan hátt, þegar þau koma í kvæðinu, sneggri og líkari honurn, og eins fer um það kvæðisbrotið, sem smala er eign- að: „Það var hann Eggert. . .“ Allt sýnir, að hátta- val Jónasar byggðist á umhugsun og dómgreind. Stíll skálds er andardráttur þess, segir Halldór Laxness, og Jónas var tilfinningaskáld hins djúpa andardráttar. Morgunsvali austurstrauma lék um stuðla og hætti, svo að þekkja má kvæðin lians á þeinr blæ. Og engin ástarlíking er nákvæmari en sú, hve jörð fagnar sól á votri óttu. Iburðarmikill verður Jónas helzt í lýsing- um stórbrotinna náttúruafla og viðheldur ná- kvæmninni aldrei betur en þar. flugstraumur bragarins ber hana uppi: Titraði jökull, æstust eldar, öskraði djúpt í rótum lands: eins og væru ofan felldar allar stjörnur himnaranns, eins og ryki mý eða mugga, margur gneisti unt loftið fló. Dagur huldist dimmum skugga, dunaði gjá og loga spjó. í þessum meitlaða hætti reynir skáldið ekki að korna inn í atburðarlýsinguna neinu, sem heitir, af lýsingarorðum, eldsumbrotin töluðu sínu tungumáli lýsingarorðalaust. En í sonettuhætti 46 SYRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.