Syrpa - 01.06.1948, Side 14

Syrpa - 01.06.1948, Side 14
U N O Á H R E N : Húsnæðismál og skipulagning þéttbýlis Á síðari árurn hafa augu ahnennings i ná- grannalöndunum opnast mjög fyrir mikil- vccgi skipulagningar- og byggingarmála. Hér á landi hefur petta efni litt verið rœtt fram að hessu, og mun pó marga fýsa að fá nokkra vitneskju um það. Grein sú, er hér fer á eftir í þýðingu, var upphaflega útvarpserindi, en síðan valin til birtingar i greinarflokki, er byggingareftirlit scenska ríkisins gaf út. • Frá frumbýli til félagsheildar. Lausn húsnæðisvandamálsins er víðtækara hug- tak en það eitt að sjá öllum fyrir nægilega stórum og hentugum íbúðum: í því felst einnig sá vandi að skipa þessum íbúðum og íbúðahverfum í góð- ar félagsheildir. Menn eru orðnir nokkuð á eitt sáttir um það, hvernig híbýlum vorum skuli liáttað, hve rúmgóð þau þurfi að vera og hver innbyrðis afstaða hús- anna sé hagstæðust. Hitt er oss enn eigi eins ljóst, á livern hátt hentugast sé að skipuleggja góð íbúðahverfi, sem í senn séu ódýr og holl og veiti gott umhverfi til lífs og starfs. Menningarstöðvar. Sjálfsagt er að gera sér það ljóst frá byrjun, að jafnhliða íbúðarhverfunum þarf að koma upp allmiklu og góðu lnisnæði til almenningsþarfa. Börnin þurfa leikskóla, bæði til þess að unnt sé að beina þeim inn á æskilegar brautir félagslegrar samvistar og eins vegna liins, að mæðrunum er nauðsynlegt að eiga kost á að koma þeim í ann- arra umsjá einhvern tíma dagsins. Ungir og gaml- ir þurfa samkomuhús til fundahalda, klúbba, danssali, frístundaverkstæði til trésmíða, bók- bands, sauma o. s. frv. Ennfremur þarf bókasöfn, almenningsbaðhús, kvikmyndahús o. m. fl. Öll þessi húsakynni almennings þurfa að vera svo vel í sveit sett, að skammt sé til þeirra úr öllu hverf- inu; þá fyrst er tryggt, að almenningur liafi þeirra full not. Þetta mun nú vera orðin almennt viðurkennd nauðsyn. Samt held ég að ekki sé úr vegi að benda á, að þessari þörf verður ekki fullnægt með því einu saman að útvega bráðabirgðahúsnæði, eins og t. d. aflóga kjallara, til þess að veita fólki tækifæri til tómstundaföndurs eða húsnæðislaus- um félögum þak yfir höfuðið. Hér er um annað og meira að ræða: sem sé að skapa sameiginlegan vettvang frístundaiðkana og áhugamála, miðstöð allra hinna margvíslegu félagsstarfa. Ef maðurinn á að geta unað hag sínum vel innan félagsheildar- innar, þarf hann að eiga heima í hæfilega stórn hverfi, er Iiefur menningarmiðstöð að miðdepli. Takizt að gera slíka miðstöð aðlaðandi og not- hæfa fólki á öllum aldri og með margvísleg áhuga- mál, þá getur hún átt ríkan þátt í því að skapa liina sönnu félagslegu umgengnismennt, senr svo mikill hörgull er nri á, glæða fjör og bæta félags- andann. í Englandi hefur áliugi fyrir þessu máli breiðzt svo út, að við liggur að kalla megi þjóðar- vakningu; þar hafa verið byggðar fjöldamargar menningarmiðstöðvar af þessu tagi, svo að reynsla er fengin fyrir því, að þetta er rétt. Nauðsynlegt er að taka þegar í upphafi tillit til þessa atriðis, er skipuleggja skal nýtt bæjar- liverfi. Ef um það er að ræða að endurskipuleggja gamla stórborgarhluta, ætti að skipta þeim í hæfi- lega stór hverfi, hvert með sinni miðstöð. Sú reynsla, sem þegar er fengin í þessu efni, bendir til þess, að hæfilegur íbúafjöldi í slíkum hverfum muni vera fjögur til átta þúsund manns; ekki minna, því að þá getur hann ekki borið uppi nauðsynlegustu stofnanir, svo sem kvikmyndahús og bókasafn, og ekki stærra, því að þá verður erfitt að liafa umhverfið viðkunnanlegt og þægi- legt. En þó að sú hlið málsins, sem hér hefur verið rædd, sé að vísu mikilsverð, þá er hún þó aðeins eitt atriði af mörgum. Látum okkur lialda lengra. Skipulagning húsnæðismála. Til þess að unnt sé að taka þetta vandamál rétt- um tökum, er fyrst og fremst nauðsynlegt að gera sér grein fyrir fjölda og gerð þeirra íbúða, sem þörf er fyrir. Eins og iðnaðar- og verzlunarfyrir- tæki vinna að rannsóknum á markaðs- og kaup- getusveiflum og byggja áætlanir sínar á þeim, þannig verða stjórnendur bæjarfélaganna einnig að rannsaka gaumgæfilega, livernig ástatt er, og 52 S YRPA

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.