Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 10

Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 10
U N N U R B R I E M : Myndlist barnanna Flest miðaldra fólk hér á landi hefur í æsku leikið sér að leggjum og kjálkum. Mörg börn áttu í þá daga fyrirmyndar bú og líktu þar í öllu eftir búskap hinna fullorðnu. Foreldrar og full- tíða fólk lét sér og allajafna nrjög annt nm bú- skap barnanna, stnddi þau með ráðum og dáð og ræddi við börnin af alvörn um skepnuhöld þeirra, ræktun, heyskap og búverk. Kaupstaðalífið hefur svo að segja gerbreytt upp- eldi barna. Leikföngin eru önnur og hugðarefn- in ólík. Barnið byggir sinn hugarheim með hlið- sjón af athöfnum fullorðna fólksins. I stað sveitabúskapar, sækir barnið nú yrkisefni sín í hversdagslíf borgarinnar. Farartæki þess er ekki lengur leggur, sem táknar hest, heldur teikningar og hlntir, sem tákna bíla eða flugvélar. Drengir þnrfa ekki mikla uppörvun til að teikna farar- tæki, en við aðra leiki, sem sniðnir eru eftir starfi hinna fullorðnu, er öðru máli að gegna. Þar getur hinn fullorðni talað við barnið og örvað áhuga þess og athygli. Það liggur í augum uppi, að liið sanra liggur til grundvallar myndagerð barnsins og leikjum þess, enda taka börn að teikna með sínum hætti löngu áður en þau læra að draga til stafs. Þau búa sér til einföld teiknitákn, sem merkja menn, dýr, hús og gripi. Með aldrinum þróast þessi tákn smátt og smátt í þá átt að lýsa hlutunum með meiri nákvæmni. Fer þá hvort tveggja saman, skýrari eftirtekt barnsins og vaxandi vald yfir huga og liönd. Framan af teiknar barnið einungis það, sem það veit og skilur. Það teiknar ekki eftir fyrir- myndnm. Þess vegna geta myndir smábarna oft verið æði torskildar fyrir fullorðna. Það skyldi þó jafnan hafa hugfast, að þetta er fullorðna fólksins sök. Barninu sjálfu er Jrað vel ljóst, hvað nrynd- irnar merkja, og þær eru rökréttar frá þess sjónar. miði. Þess vegna skyldi varast að setja út á slíkar myndir, heldur skyldi spyrja barnið og lofa því að útskýra myndina. Foreldrar eru oftast glöggir að skilja tæpi- tungu barnsins. Einkum eiga mæður auðvelt með að skilja börn sín, enda þó að þau kunni aðeins fáein orð. A sama hátt læra nærfærnir foreldrar bráðlega að skilja myndlist barnsins og hafa gam- an af henni. Alíir, sem við uppeldi fást af alvöru og samvizkusemi, hvort lieldur eru foreldrar, kennarar eða fóstrur á barnaheimilum, skilja, að það margborgar sig að örva áhuga barnanna fy'rir teikningu. Á dagheimilum og í leikskólum eru börnin livött tii að teikna og þeim séð fyrir stað, stund og áhöldum. Á aldrinum 6—10 ára fer barnið að vantreysta sér og vill þá fara að apa eftir ýmiskonar fyrir- myndum. Á þessu tímabili er því nauðsynlegra en endranær, að barnið hljóti hvatningu og upp- örvun til að vinna sjálfstætt. Má hér benda á það, að börn geta unað sér lengi og mætavel á gólfi með blöð sín og liti, og því lengnr og betur sem þau hljóta að launum meiri aðdáun og skilning hjá hinum fullorðnu. Það er hollara fyrir börnin að teikna sjálf sínar sögur og ævintýri og lita þær, heldur en að fá prentaðar myndir upp í hendurnar til að lita. Hér verður sem endranær að hafa það hugfast, að barnið verður fyrst og fremst að hafa tækifæri til að þróast sjálfstætt og með sínum liætti. Þess vegna er ástæðulaust að hjálpa því til að teikna. Hæfilegur áhugi fyrir starfsemi þess er venjulega næg uppörvun. Börnum lætur vel að teikna með mjúkum blý- anti, litríkum olíukrítarlitum og vatnslitum. Hentugast er, að þau eigi kost á ýmsum stærðunr af pappír, hvítum eða mislitum. Gott er að örva þau til að teikna stórar myndir. Þeg'ar börnin koma í teiknitíma í skólanum 10 ára gömul, þá eru þau flest feimin við hug- myndateikningar sínar. Tæknilegur þroski hefur 48 S Y R P A

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.