Syrpa - 01.06.1948, Blaðsíða 32
inn blikuðu síðustu sólargeislarnir á vatnsfletin-
um. Og svo varð dmnrt og þeir sáu ekkert annað
en ljósin í þorpinu. Tími var kominn til þess að
snúa heim á leið og herða róðurinn. Litli maður-
inn ætlaði að þrífa árarnar af Jóhannesi, en hann
hristi höfuðið og sagðist langtum heldur vilja
láta vin sinn reyna að krækja sér í silung á leið-
inni lieim.
„Það er orðið alltof dimmt til þess, við erum
búnir að fæla frá okkur allan fisk,“ sagði litli
nraðurinn og hló dátt. „En þetta hefur verið in-
dælt kvöld, finnst þér það ekki?“
Þegar þeir renndu upp að gömlu bryggjunni
\ ið rafstöðina, var komin niðdimm nótt og hvor-
ugur hafði orðið var. Um leið og báturinn rakst
í bryggjuna sagði Jóhannes:
„Jæja, nú skaltu fara hér í land. Ég ræ heim til
Péturs.“
„Eigum við þá ekki samleið?“
„Nei, ég staldra dálítið við. Ég þarf að rabba
við hann Pétur.“
Litli maðurinn steig upp úr bátnum og stóð svo
þegjandi og horfði á Jóhannes.
„Ég var að láta mér detta í liug, að líklega væri
helzt veiðivon, þegar fer að birta aftur,“ sagði
hann. „Svona um fimmleytið. Ég hef livort sem er
hálfan annan tíma til stefnu. Hvað segirðu um
það?“
Honum var svo mikið niðri fyrir, að Jóhannes
vissi ekki fyrr en hann var búinn að svara:
„Ég gæti reynt það. En verði ég ekki konrinn í
tæka tíð, þá ferðu bara einn.“
„Jæja, ég labba þá heim í gistihúsið."
„Góða nótt, Kalli.“
„Góða nótt, Jóhannes. Þetta var Ijómandi sam-
verustund, fannst þér það ekki?“
Jóhannes reri upp að bátaskýlinu; hann óskaði
þess af heilum hug, að Kalla grunaði ekki, að
hann væri að forðast að láta sjá sig með honum
á leiðinni inn í þorpið. Og á meðan hann stikaði
eftir rykugri götunni og hlustaði á flugurnar suða
í skurðinum, þá var hann annað slagið að velta
því fyrir sér, hvernig í ósköpunum stæði á því, að
lrann væri svona sneyptur.
Klukkan sjö unr morguninn var Óskar ívarsson
hengdur. Það bærðist varla vindblær þessa blý-
gráu morgunstund, og nú blikuðu engir silfur-
bjartir skýjahnoðrar yfir vatninu. Þetta hefði
verið tilvalið veiðiveður. Jólrannes fór upp í
fangalrús, því að hann taldi sér skylt að afla sér
sem nánastrar vitneskju um atburðinn. Hann
kveið því að sér yrði óglatt. Hann gat varla fengið
af sér að yrða á nokkra manneskju í hópnum, sem
safnazt hafði undir trén við fangelsisvegginn.
Þetta fólk, senr hann þekkti svo vel, stóð þarna og
einblíndi á vegginn með heiftarorð á vörum.
Tveir bræður Óskars stóðu á gangstéttinni, miklir
vexti og dökkir á brún og brá. Þrjár bifreiðar
voru fyrir framan fangahúsið.
Magnús gamli fangavörður bauð blaðamanni
þorpsins, Jóhannesi Ólafssyni, inn í fangelsis-
garðinn. Hann sagði, að tveir blaðamenn úr höf-
uðborginni væru komnir og stæðu við gálgann,
hinum megin við húsið.
,Þér er sjálfsagt óhætt að fara þangað líka, ef
þú kærir þig um,“ sagði hann og settist gætilega
á útidyraþrepið. Jóhannes settist við hliðina á
lionum, náfölur og skelkaður, og svo þögðu báðir
og biðu.
Eftir drykklanga stund sagði gamli maðurinn:
„Þeir eru reiðir þarna hinum megin við girð-
inguna.“
„Ojá, víst eru þeir sárir. Ég sá tvo bræður Ósk-
ars í hópnum.“
„Ég vildi þeir vildu fara,“ sagði Magnús. „Ég
vil ekkert sjá. Ég get ekki sagt, að ég hafi litið á
hann Óskar. Ég vil ekkert heyra. Mér er óglatt."
Hann hallaði höfðinu upp að veggnum og lokaði
augunum.
Gamli maðurinn og Jóhannes sátu þarna í
hnipri, þegar dálítill hópur manna kom fyrir
húshornið úr hinum enda garðsins. Fyrstur gekk
lögreglustjórinn, álútur eins og hann væri að
gráta, síðan Friðrik læknir, þá tveir harðneskju-
legir blaðamenn úr borginni, með höfuðfötin
aftur á hnakka, og loks litli böðullinn: þráð-
beinn, hermannlegur í göngulagi, umvafinn und-
arlega fáfengilegum virðuleik. Hann var klæddur
síðum lafafrakka og gráröndóttum buxum, stutt-
flibba og hárauðu hálsbindi. Það var eins og
hann einn hafði gert sér verulega grein fyrir
mikilvægi athafnarinnar. Hann leit hvorki til
hægri né vinstri fyrr en hann kom auga á Jóhann-
es, sem var staðinn upp og góndi á hann opnum
munni. Þá færðist bros á andlit litla mannsins,
og þegar hópurinn kom að dyrunum, rétti hann
Jóhannesi höndina. Allir horfðu á Jóhannes.
Böðullinn hefur víst talið skylduverkinu lokið,
því að hann sagði við Jóhannes og var auðsjáan-
lega mikið niðri fyrir:
„Mér datt í hug, að ég mundi sjá þig hér. Þú
kornst ekki niður á bryggju í morgun?“
70
S YRPA