Syrpa - 01.06.1948, Síða 25

Syrpa - 01.06.1948, Síða 25
Dettur henni í hug, að við förum að taka ofan af ull og vanrækjum önnur mikilsverðari heimilis- störf? — Engum dettur í hug að kambar og rokkar verði teknir aftur fram sem vinnuvélar til þess að klæða þjóðina eins og áður var. — En við, sem bjartsýn- ust erurn, teljum ekki óhugsandi að íslenzkur tó- skapur geti aftur hlotið veglegan sess í heimilis- menningu okkar. — Margir sakna fínu tóvinnunn- ar og þeim finnst, að við séum á leiðinni að glata hluta af sjálfum okkur, ef við höldum ekki áfram þessari þjóðlegu iðju, sem átt hefur sinn þátt í, að við íslendingar höfnm ekki orðið verr úti. Hvers vegna má ekki eyða tíma í fallega tdlar- vinnu ur innlendu efni eins og sitja við alls konar handavinnu úr titlendu efni að henni ólastaðri, sé hún smekkleg og vel gerð? Handavinnusýning- ar eru margar í Reykjavík á hverju vori. Þar kenn- ir margra grasa. — Allar sýningarnar bera vott um, að mikið er unnið og miklum tíma eytt í alls konar handavinnu. Stórar veggábreiður eru saum- aðar og tekur oft rnörg ár að fullgera þær. Dúkar og ábreiður eru einnig til sýnis o. s. frv. Þá ber það ekki ósjaldan við, að hálfsaumaðir dúkar koma fram í dagsins ljós. Dúkar, sem byrjað hef- ur verið á fyrir mörgum árum í einhverjum skóla. innlendum eða erlendum. Löngum tíma hefur verið eytt til þess að saurna fjórða hluta eða helnr- ing. Tíminn reyndist of stuttur í skólanum til þess að verkinu yrði lokið, og þar með var sú saga á enda. — Slíkir dúkar liggja oft á kistubotni ár- um saman og verða engum að gagni né gleði. — Hvernig var þessum tínra varið? Hefði ekki eins nrátt nota hann til þess að læra tóskap — læra að konra ull í fat og viðhalda svo þjóðlegri mennt? Fyrsta heimilisiðnaðarsýning, senr ég man veru- lega eftir var haldin á Akureyri vorið 1918. — A þeirri sýningu fór mest fyrir tóskapnum. Þar voru til sýnis fín og falleg langsjöl og hyrnur, framúrskarandi vel unnir munir, með nrörgum litbrigðum, en allt sauðalitunr. Köflúttir og röndóttir svuntudúkar og vaðmál þöktu veggina. Hárfínar skotthúfur, vetlingar, treflar og sokkar voru þar, allt fallegir og vel unnir munir. Þessi sýning var fyrir Norðurland. — Landssýningin, sem haldin var hér i Reykjavík síðastliðið vor, átti að sýna heimilisiðnað okkar eins og lrann er nú á vegi staddur. Ég átti kost á að fylgjast örlítið með því, sem sent var á sýninguna. Var áberandi, hve lítið fór fyrir ullarvinnunni. Margt þeirra muna, er sendir voru til sýningarinnar voru aldrei sýndir, og er mér óhætt að fullyrða að betra hefði verið að eyða tíma í að hæra ull heldur en sitja við að vinna fjölmargt af því, sem sent var. Þegar á sýninguna kom og litið var yfir handa- vinnudeildina, var íslenzka tóvinnan ekki áber- andi að vöxtum til. En fallegt var handbragð tó- skaparkvennanna. — Ef litið var í skrána, kom í ljós, að eldri konur áttu heiðurinn af tóvinnunni. í einu horni var þó ullarvinna gerð af ungum stúlkum í Tóvinnuskólanum á Svalbarði. Gleðilegur vottur um tilraun til þess að beina hugum ungra kvenna að þessari vinnu! Ég furð- aði mig á því, hve þessum skóla var lítill gaumur gefinn. — Þó vona ég að margir, sem sýninguna sóttu, hafi tekið eftir tóskap ungu stúlknanna á Svalbarði. Það er ekki í fyrsta sinn, sem Halldóra Bjarna- dóttir liefur beitt sér fyrir góðu rnáli, en luin er forstöðukona og stofnandi skólans að Sval- barði. Halldóra hefur unnið mikið l’yrir íslenzkan heimilisiðnað. Henni er fyrir löngu orðið Ijóst að tóskapur á heimilum er í stórfelldri afturför og mun gleymast innan skamms, sé ekkert að- hafzt. — Hún veit, að ungu sveitastúlkurnar læra ekki tóskap heima, enda virðist sú skoðun færast mjög í vöxt meðal unglinga, að ekkert sé hægt að læra, nema í skólutn. — En út í þá sáhna verð- ur ekki farið hér. — Með h'verju ári hallast ég rneira að þeirri skoð- un, að húsmæðraskólarnir okkar hefðu alltaf átt að kenna helztu atriði í meðferð ullar og tóskap- ar. En tímaleysi hefur verið kennt um, eins og víða annars staðar. Engum dettur í hug, að skólarnir geti gert allar námsmeyjarnar að úrvals tóskaparkonum. En þeir gætu glætt áhuga fyrir þeirri list. — Væri þá ef til vill von urn, að ein og ein námsmeyja festi svo í rninni þann lærdóm að sú undirstaða gæti síðar orðið að liði, þegar skilningur og þroski kennir þeim að virða betur þennan þjóðlega iðnað. Fyrir nokkrum árum var því hreyft á „landsþingi kvenna“, að ákjósanlegt væri, að tó- vinnudeild yrði starfrækt við einhvern húsmæðra- skólann. Var minnst á húsmæðraskólann að Laugum í því sambandi. Engar ákvarðanir voru teknar, enda voru húsakynni á Laugum þá svo þröng, að ógjörningur var að bæta við nemend- urn. En Halldóra okkar Bjarnadóttir lét ekki sitja við orðin tóm. Hún kom upp tóvinnuskóla á Svalbarði við Eyjafjörð, sem tók til starla laust S YRPA 63

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.