Morgunblaðið - 07.08.2021, Síða 1
"-* 0++- 0,$-% %0/)#'
#5M69 @
Q?693O9
C7@5">?I39 2O 3@FF/I0.(I3< (I0 %8H0 *3<(I94A ;
(I 4(& ;(HFA= 693<0I 2O ;?30I %8
H(4 (3<A&9 4(&
!" ('$&% *)*#%$''$)*($&
1+G FILKK0I$
RLFF0I933#5M69 (I 624:933 ;(94 ("F9IF.(OO7A @IA"7AI.(I0 2O0I&0 E@ "AO3:A&AI"03<9IJ!A33 .AI2I&933 "(9F0I 2OKAFFAIA5(O0I "+
!0$1(&.CK0I393OAI 04 HA33OI939 8
8EIMFF04 ;A"A .A63A& 8 F(3OH504
9& N5 4K805(96A3A 8 BM6,MJ #
P<<0I )I4A33 D@5HH23 ;(5<0I
H'I 8 "2I49 4(& E.8 A& OA3OA
0KK ;943AHF9OA33 8 RMKA.2O9
3266I04 H93304 @ <AOJ "!
J
. -
L A U G A R D A G U R 7. Á G Ú S T 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 183. tölublað . 109. árgangur .
GARÐPLÖNTUR
HAFA SELST Í
MIKLU MAGNI
HLÝNUNJARÐ-
AR KVEIKJA
AÐ VERKUM
ARNGUNNUR ÝR 37EINSTAKT SUMAR 12
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.hekla.is/audisalur
Rafmögnuð nærvera
sem tekið verður eftir
Q4 e-tron Verð frá 5.790.000 kr.
Sýningarbíll lentur á Laugavegi
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smit-
sjúkdómadeild Landspítalans, hefur
miklar áhyggjur af stöðunni á spít-
alanum og býst við því að ástandið
versni á meðan lítið sé gert til þess
ná tökum á faraldrinum.
„Engin bylgja í faraldrinum hing-
að til hefur dalað nema það hafi verið
komið til viðtækra viðbragða í sam-
félaginu. Við erum vissulega með að-
gerðir en þær eru takmarkaðri en
áður og sumir ganga svo langt að
kalla þær gagnslausar því þær hafi
ekki haft nein áhrif á nýgengið,“ seg-
ir Már.
Már segir það myndi vera veruleg
áskorun ef margir þyrftu að fara að
leggjast á gjörgæslu. Á spítalanum
núna séu um 5% rúma notuð undir
Covid-sjúklinga.
„Það hefur komið skýrt fram að
afstaða spítalans er sú að við erum
komin að núverandi þolmörkum.
Eins og stendur þá eru þrír á gjör-
gæslu og einn þeirra í öndunarvél,
þetta er í raun ¼ af því gjörgæslu-
plássi sem við höfum úr að spila í dag
en hin eru líka full.“
Már segist hafa slæma tilfinningu
fyrir komandi vikum. Alls liggja 22
inni miðað við níu í síðustu viku og
einn er til viðbótar á gjörgæslu.
„Það er talað um veldisvöxt í sam-
félaginu og þá spyr ég, verður veldi-
vöxtur í sjúkrahúsinnlögnum. Ég
veit það ekki en ef ég miða við
reynslu síðustu viku, þá kann að vera
að um þessa helgi eða í næstu viku
verðum við komin með tvær fullar
deildir og fleiri á gjörgæslu. Ég vona
ekki en iðrin á mér segja að þetta
verði svoleiðis.“
logis@mbl.is
Spítalinn að þolmörkum
- Innanlandsaðgerðir gert lítið í yfirstandandi bylgju - ¼ af gjörgæsluplássi
spítalans undir Covid-sjúklinga - Yfirlæknir óttast fleiri innlagnir á Landspítala
Fjöldi einstaklinga
undir eftirliti LSH
1.216 1.232 1.293 1.351 1.413 1.434
1. 2. 3. 4. 5. 6.
1.- 6. ágúst
Væg eða engin einkenni Covid-19
Aukin einkenni Alvarlegri einkenni H
e
im
il
d
:
L
S
H
M Boða aðgerðir til stuðnings… »4
_ Úrskurður yfirfasteignanefndar í
máli B59 hótels í Borgarnesi og að-
gangur Þjóðskrár að leigusamn-
ingum um atvinnuhúsnæði verður
til þess að Þjóðskrá tekur til endur-
skoðunar matsaðferð hótela og
gistiheimila. Tekin er upp tekju-
matsaðferð sem grundvallast mikið
á sölu- og leigusamningum í stað
aðferðar þar sem reynt er að nálg-
ast byggingarkostnað.
Erfitt hefur verið að nota fyrr-
nefndu aðferðina þar sem fáir
kaup- og leigusamningar liggja fyr-
ir um hótel og gistiheimili, sér-
staklega á landsbyggðinni. For-
stjóri Þjóðskrár segir að mark-
miðið með breytingunni sé að
stuðla að samræmi í fasteignamati
og tryggja að matið endurspegli
gangverð eigna sem best. »6
Endurskoða aðferðir
við mat hótela
Oddur Ármann Pálsson sleppir ekki
úr degi í himnastiganum í Kópavogi
þrátt fyrir að vera næstum níræður.
Tröppurnar 207 halda honum svo
sannarlega í formi.
Himnastiginn er vinsæll til þrek-
æfinga enda reynir talsvert á að fara
þessa leið, hvort sem hún er gengin
eða hlaupin, og ekki skemmir gott
útsýni þegar fólk er búið að púla.
Oddur er kominn á eftirlaun, enda
kemst hann á tíræðisaldur eftir
rúmt ár, en hann var flugvélstjóri.
„Ég labba upp tröppurnar tvisvar
til þrisvar á dag og er auk þess með
þrekhjól heima sem ég nota daglega.
Ég skrái allt niður og hjóla um tíu
kílómetra á dag,“ segir Oddur í við-
tali við Sunnudagsblaðið um helgina.
Morgunblaðið/Ásdís
Hraustur Oddur Ármann Pálsson
heldur sér í formi í tröppunum.
Gengur
daglega
til himna
Hjólaskautafélagið hélt hinsegin hjólaskauta-
diskó í hjólaskautahöllinni í gærkvöld, þar sem
gleðin réð ríkjum. Renndu gestir sér á hjóla-
skautum í eðalstemningu með neonljósum, regn-
bogum og tónlist eftir allar hinar helstu hinsegin
tónlistarstjörnur fyrr og síðar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Renndu sér
á hjólaskautum
í litadýrð