Morgunblaðið - 07.08.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.08.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur lát- ið gera áætlanir um frekari varnir gegn skriðuföllum í Varmahlíð. Sveit- arstjórnin telur hins vegar rétt að bíða með framkvæmdir þar til hægt verður að fá álit nefndar sem mun vinna hættumat fyrir byggðina, til þess að tryggja að örugglega verði ráðist í réttu aðgerðirnar. Kom þetta fram á fundi forystumanna sveit- arstjórnar með íbúum Varmahlíðar í fyrrakvöld. Íbúar höfðu óskað eftir fundi með fulltrúum sveitarfélagsins vegna aðgerða til varnar frekari skriðuföll- um í byggðinni. „Mér fannst þeir koma vel undirbúnir og með góðar upplýsingar til fundarins. Þeir skildu ekki eftir margar spurningar ósvar- aðar. Mér fannst það vera hljóðið í fólki sem ég spjallaði við eftir fundinn en auðvitað getur verið kergja í ein- hverjum íbúum,“ segir Frímann Viktor Sigurðsson sem býr á Laug- arvegi 17 í Varmahlíð ásamt konu sinni, Ditte Clausen, og þremur börn- um þeirra á leikskólaaldri. „Einhver vakti yfir okkur“ Ditte var á leið heim með börnin úr leikskólanum þegar aurskriða féll á hús þeirra og húsið við hliðina síð- degis 29. júní sl. Frímann viður- kennir að þeim hafi öllum verið brugðið, sérstaklega börnunum, við skriðuna sem féll á svefnherbergis- álmu hússins og inn í barna- herbergið. Veðrið var gott og sagði hann að börnin hefðu ætlað að fara beint að baða sig í lítilli plastlaug sem var í garðinum. Það svæði fór undir tveggja metra aurlag og laugin hefur ekki sést síðan. „Það hefði enginn komist lífs af sem þar hefði verið. Einhver vakti yfir okkur þarna,“ seg- ir Frímann. Fjölskyldan flutti að heiman og hefur verið unnið að því að laga húsið. Þau eru nú flutt heim en Frímann segir að ýmislegt eigi eftir að gera. Óskað eftir hættumati Sveitarfélagið lét ræsa fram hlíðina ofan við húsin tvö og hlaða þar upp grjótfláa til að draga úr hættu á frekari skriðuföllum. Þá hafa verið mótaðar tillögur um frekari aðgerðir annars staðar ofan við húsið við Laugarveg og víðar í hverfinu. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri telur rétt að bíða eftir skipan hættumats- nefndar með frekari aðgerðir til þess að hægt sé að bera áformin undir nefndina. Sveitarfélagið óskaði eftir formlegu hættumati fyrir Varmahlíð og ákveðin svæði undir Nöfunum á Sauðárkróki og vonast Sigfús til að vinnan hefjist fljótt, helst þannig að hægt verði að ráðast í framkvæmdir fyrir veturinn. Ekki liggur fyrir hvað fram- kvæmdirnar hafa kostað til þessa en ljóst er að kostnaðurinn hleypur á tugum milljóna. Sveitarstjórinn segir að heimild sé í lögum fyrir fjárhags- lega aðkomu ofanflóðasjóðs að slíkum framkvæmdum og reiknar með að sótt verði um stuðning. Sigfús telur að fundurinn með íbúunum hafi verið gagnlegur og reiknar með að haldinn verði annar slíkur fundur þegar niðurstöður hættumats liggja fyrir. Hann segir að þótt stærri framkvæmdir bíði verði áfram unnið að lagfæringum á skriðusvæðinu, meðal annars þöku- lagningu lóða húsanna sem urðu fyrir skriðunni. Frekari aðgerðir bíða álits hættumatsnefndar - Íbúi í Varmahlíð segist sáttur við uppýsingafund Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Varmahlíð Skipt var um jarðveg ofan við Laugarveg 15 og 17 og hlaðinn upp grjótflái til að styrkja hlíðina. Eftir er að laga garðana við húsin. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þjóðskrá hyggst taka til endurskoð- unar matsaðferð hótela og gistiheim- ila vegna úrskurðar yfirfasteigna- nefndar frá síðasta ári í máli B59 hótels í Borgarnesi og vegna þess að stofnunin hefur fengið aðgang að leigusamningum atvinnuhúsnæðis. Notuð verður svokölluð tekjumats- aðferð en hingað til hefur Þjóðskrá notast við aðferð sem tengir fast- eignamat við byggingarkostnað. Kemur þetta fram í svörum Mar- grétar Hauksdóttur, forstjóra Þjóð- skrár, við spurningum blaðamanns í kjölfar leiðréttingar á fasteignamati B59 hótels í Borgarnesi. Lækkaði mat hótelsins um 263 milljónir, eða um þriðjung, í kjölfar úrskurðar yfir- fasteignanefndar, sem taldi að matið væri ekki rétt. Ný aðferð í Borgarnesi Fasteignamat á að endurspegla gangverð eignar umreiknað til stað- greiðslu. Margrét segir að til grund- vallar ákvörðun fasteignamats séu gagnasöfn um kaupsamninga og leigusamninga auk upplýsinga um byggingarkostnað og byggingar- þáttaverð. Hún segir að við skoðun á því hvort matið sé nálægt sanni geti fasteignaeigandi velt þeirri spurn- ingu fyrir sér hvort fasteignamatið sé nálægt líklegu söluverði eignar- innar eða ekki. Matsaðferðirnar tvær sem aðal- lega er beitt við mat á atvinnu- húsnæði eru kostnaðaraðferð, sem byggist á útreikningi á byggingar- kostnaði, og tekjumatsaðferð, sem tekur mið af kaup- og leigusamning- um. Fyrrnefnda leiðin hefur mikið verið notuð við mat á hótelum vegna þess að fáir kaup- og leigusamningar liggja fyrir, ekki síst á landsbyggð- inni. Greinilegt er að tekjumats- aðferð hefur verið notuð við leiðrétt- inguna á hótelinu í Borgarnesi í stað kostnaðaraðferðar með þeim áhrif- um sem fram hafa komið. Í svörum Margrétar kemur fram að í kjölfar Borgarnesmálsins megi gera ráð fyrir að fleiri eignir færist yfir í tekjumatsaðferð. Hún bendir á að endurskoðun fasteignamats allra eigna fari fram í lok maímánaðar ár hvert. Nýtt mat gildi síðan frá upp- hafi nýs árs og hafi hver eigandi fast- eignar því mjög rúman tíma til að koma að athugasemdum og kalla eft- ir skýringum. Fram kom í úrskurði yfir- fasteignanefndar í hótelmálinu að það orkaði tvímælis að beiting mats- aðferðarinnar væri í samræmi við lög. Spurð um fordæmisgildi úr- skurðar yfirfasteignanefndar segir forstjórinn að við yfirferð úrskurða nefndarinnar líti Þjóðskrá til þess hvort niðurstaða máls taki aðeins til þeirrar eignar sem um ræðir eða hvort niðurstaðan feli í sér fordæm- isgildi sem hafi víðtækari áhrif. Ýmislegt hefur áhrif á mat Fram kom í málarekstri eiganda B59 hótels og í öðrum upplýsingum sem Morgunblaðið hefur undir hönd- um að gríðarlegur munur er á fast- eignamati hótela. Dæmi eru um slíkt á hótelum við sömu götur í Reykjavík án þess að stærð eigna eða gæði geti skýrt það. Margrét segir að ýmislegt annað en stærð hótels og staðsetning geti haft áhrif á fasteignamat. Nefnir hún aldur húss og byggingarmáta. Þá séu sum hótel með meira af tekju- myndandi einingum en önnur, til að mynda þau sem hafa stór almenn- ingsrými. Þá geti ásýnd og gæði mannvirkis einnig verið mismun- andi. Fram kom í frétt á fréttavef mbl.is í júní að sveitarstjórn Mýrdals- hrepps teldi fasteignamat hótela og gistihúsa í sveitarfélaginu of lágt og hefði óskað eftir endurmati. Málið fór reyndar í bið vegna kórónuveiru- faraldursins enda sagði sveitarstjór- inn eðlilegt að gefa rekstraraðilum svigrúm til að rétta út kútnum eftir erfiðleika í faraldrinum. Nefndi sveitarstjórinn sem dæmi að Hótel Katla á Höfðabrekku hefði verið selt fyrir nokkrum árum á verði langt yfir fasteignamati. Margrét segir að málið verði skoð- að með sveitarfélaginu. Hún bendir á í svari sínu að í opinberri umræðu hafi komið fram að litlar upplýsingar hafi verið um kaupverð hótela á viss- um svæðum og oft sé mismunandi hvort aðeins sé verið að selja fasteign eða hvort með í kaupum fylgi tæki, lausafé, bókunarstaða eða annað. „Markmið Þjóðskrár Íslands með upptöku breyttra aðferða í fasteigna- mati er alltaf að stuðla að samræmi í fasteignamati og uppfylla eins vel og kostur er ákvæði laganna um að fast- eignamat endurspegli gangverð,“ segir Margrét Hauksdóttir. Breyta um matsaðferð hótela - Þjóðskrá mun nota tekjumatsaðferð í auknum mæli við útreikning á fasteignamati hótela og gistihúsa - Fasteignamat á að endurspegla gangverð eignar í staðgreiðslu - Ástand eigna getur ráðið mismun Morgunblaðið/Árni Sæberg Hótel Borg Ýmis atriði önnur en stærð og staðsetning geta haft áhrif á fasteignamat hótela og gistihúsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.