Morgunblaðið - 07.08.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.08.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 Ýmsar gerðir af heyrnar- tækjum í mismunandi litum og stærðum. Allar helstu rekstrarvörur og aukahlutir fyrir heyrnartæki fást í vefverslun heyrn.is HEYRNARÞJÓNUSTA 2007 HLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600 HEYRN@HEYRN.IS • HEYRN.IS Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu Sósíalistastjórnin í Venesúela sit- ur enn þrátt fyrir að hafa kom- ið þessu áður ríka landi á vonarvöl og þrátt fyrir að allt bendi til að hún hafi tapað kosningum fyrir þremur árum. - - - Sósíalistastjórnin situr líka þrátt fyrir að talið sé að yfir fimm milljónir manna hafi flúið landið á síðustu ár- um og að þaðan streymi um 5.000 á dag. - - - Þar sem áður var velmegun í krafti olíulinda er nú viðvarandi skort- ur í boði sósíalism- ans. Fólk fær ekki mat og jafnvel þó að hann sé í boði hefur það ekki efni á honum. Lág- markslaun voru til dæmis þre- földuð í maí vegna viðvarandi óða- verðbólgu en duga þó ekki fyrir einu kílói af kjöti. - - - Eitt af ráðum sósíalistanna er að skera ítrekað núllin af þjóð- armyntinni, bólívarnum. Árið 2008 skar þáverandi forseti, Hugo Cha- vez, burtu þrjú núll, eftirmaðurinn Nicolas Maduro felldi niður fimm núll fyrir þremur árum og nú á að bæta um betur og taka burt sex núll. Samtals 14 núll! - - - Mikill efnahagssamdráttur hef- ur ríkt í landinu í átta ár og ekkert útlit fyrir bata að óbreyttri stjórn. Og það er ekki heldur útlit fyrir breytingar á stjórn landsins, því að stjórnvöld tryggja sér völdin með bolabrögðum og hervaldi. - - - Afrek sósíalista í Venesúela eru ekkert einsdæmi. Þau eru að- eins enn ein staðfesting þess að sósíalismi leiðir ekkert af sér annað en örbirgð almennings. Hugo Chavez 6-0 í Venesúela STAKSTEINAR Nicolas Maduro Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Óháðir sérfræðingar verða kallaðir til að sinna rannsóknum á tilvikum sem varða röskun á tíðahring kvenna í kjölfar bólusetningar gegn Co- vid-19 sem hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar. Tilgangur rann- sóknastarfsins er að leita skýringa á orsökum og veita þeim konum sem um ræðir stuðning og viðeigandi ráð. Forstjóri Lyfjastofnunar, landlækn- ir og sóttvarnalæknir ákváðu að far- ið yrði í þetta verkefni. Þegar lyf eru notuð hjá fjölda fólks má búast við að tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir ber- ist. Lyfjastofun óskar, segir í til- kynningu, eftir slíkum tilkynningum til að hægt sé að meta hvort nýir, óvæntir áhættuþættir lyfja komi í ljós. Allar tilkynningar á EES-svæð- inu fara þannig í miðlægan gagna- grunn um aukaverkanir, þar sem til- kynningarnar eru bornar saman við aðrar upplýsingar sem fyrir liggja. Eins og sakir standa bendir ekk- ert til þess að beint orsakasamhengi sé á milli bólusetningar og þessara tilkynntu atvika. Rannsóknin verður gerð af þremur óháðum sérfræðing- um m.a. á sviði kvensjúkdóma. Henni verður hraðað eins og kostur er en gæti þó tekið nokkrar vikur, segir í tilkynningu frá Lyfjastofnun. sbs@mbl.is Áhrif á tíðahringinn rannsökuð - Kannað í kjölfar bólusetninga vegna Covid-19 - Sérfræðingar kallaðir til Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Alltaf má búast við eftirköstum, sem nú eru skoðuð. Ingibjörg Björnsdóttir, fyrrverandi deildar- stjóri í fjármálaráðu- neytinu og ritari fjár- málaráðherra, er látin. Hún lést á líknardeild Landspítalans þann 6. ágúst síðastliðinn, á 85 ára afmælisdaginn sinn, en Ingibjörg fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1936. Hún átti 34 ára starfsferil í fjár- málaráðuneytinu en hún lauk störfum þar árið 2006. Foreldrar Ingibjargar voru Hall- dóra Guðmundsdóttir, versl- unarmaður og húsmóðir, f. 5.10. 1906 í Neðra-Haganesi í Fljótum og Björn L. Jónsson, veðurfræðingur og læknir, f. 4.2. 1904 á Torfalæk í A- Húnavatnssýslu. Ingibjörg var gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar 1953, nam við Tónlistarskólann í Reykjavík í tíu ár og sótti húsmæðraskóla í Danmörku. Hún var virk í kóra- og tónlist- arstarfi og söng m.a. með Söngsveitinni Fil- harmoníu frá 1971- 1975 undir stjórn Ro- berts A. Ottóssonar og sat þá í stjórn kórsins. Tónlist var Ingibjörgu hugleikin og fylgdi henni alla tíð. Ingibjörg var gift Magnúsi Ingimarssyni hljómlist- armanni, sem lést árið 2000. Börn Ingibjargar og Magnúsar af fyrri hjónaböndum eru níu talsins og af- komendur þeirra eru vel á fimmta tug. Útför Ingibjargar verður auglýst síðar. Andlát Ingibjörg Björnsdóttir Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.