Morgunblaðið - 07.08.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er ógeðslega pirrandi fyrir
borgandi kúnna að lenda í þessu en
sem betur fer tóku langflestir
þessu vel, sýndu okkur þolinmæði
og skilning og nutu tónleikanna,“
segir Ísleifur B. Þórhallsson, tón-
leikahaldari hjá Senu.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu á þriðjudag voru brögð að
því að fólk sem keypti miða á
brekkusöng í Vestmannaeyjum og
á tónleika Helga Björns frá Hótel
Borg lenti í vandræðum með
streymið. Engin vandræði virðast
hafa verið hjá þeim sem horfðu á
tónleikana í Sjónvarpi Símans eða í
myndlyklum Vodafone.
Hnökrar í byrjun
Sena sá um framkvæmd brekku-
söngsins og segir Ísleifur að
straumurinn hafi reynst tímabund-
ið í byrjun tónleika ótraustur að
þessu sinni.
„Þrátt fyrir endalausar prófanir
fyrr um daginn þar sem allt var
100% voru truflanir þegar upphitun
byrjaði klukkan 21. Höktið var
verst í svona 15 mínútur en klukk-
an 21.30 var búið að laga þetta og
hélst straumurinn góður út tón-
leikana. Brekkusöngurinn sjálfur
hófst klukkan 23 og lauk um mið-
nætti,“ segir hann.
Um 15% þeirra sem keyptu sér
miða horfðu í streymi sem þýðir að
um 85% af áhorfendum urðu ekki
fyrir neinum truflunum. Segir Ís-
leifur að margir hafi haft samband
við Senu meðan á truflunum stóð.
„Fólk hafði samband og við út-
skýrðum að unnið væri að lagfær-
ingu, flestir tóku því vel og biðu ró-
legir. Sumir urðu hins vegar
gríðarlega reiðir og beindu reiðinni
gegn því ágæta fólki sem situr fyrir
svörum, en það er mikill minnihluti
fólks og við sýnum því skilning og
tökum því bara. Það sem skiptir
máli er að það tókst að laga þetta
og frá 21.30 voru engar truflanir.“
Ísleifur segir að þar sem trufl-
anir hafi aðeins náð til hluta af
þriggja tíma dagskrá sé ekki tilefni
til endurgreiðslu, óski fólk þess.
„Það hafa komið einhverjar endur-
greiðslubeiðnir vegna tæknilegra
vandamála en þær eru ekki margar
og við getum því miður ekki orðið
við þeim. Meðal skilmála Tix.is fyr-
ir streymisviðburði er eftirfarandi
klausa: „Meira en 80% af viðburð-
inum var sannarlega með gæða-
vandamál (ekkert hljóð, léleg hljóð
& myndgæði) í beinu útsending-
unni og ekki var hægt að horfa á
upptöku af viðburðinum án gæða-
vandamála innan 12 klukkustunda
eftir að útsendingu lauk.“ Hvorugt
á við hér og því eru engar endur-
greiðslur vegna tæknilegra vanda-
mála hjá okkur. Ef einhver upp-
lifði tæknileg vandamál eftir 21.30
þá getur ýmislegt valdið því; hug-
búnaður, stýrikerfi, tæki eða teng-
ing. Allir þekkja það að netið get-
ur verið óstöðugt og mismunandi
gott eftir því hvaða forrit, tæki og
tengingar er verið að nota og höf-
um talað skýrt um það að við get-
um ekki borið ábyrgð á öllum
þessum hlutum. Við lendum öll í
því að hlutir á netinu virka ekki af
og til, m.a.s. hjá risafyrirtækjum
eins og Netflix og YouTube. Ég
verð líka að halda því til haga að
við vorum að selja miða á „brekku-
söng“ og hann hófst kl. 23 og var í
fullkomnu lagi allan tímann. Dag-
skrá milli 21 og 23 var einstaklega
glæsileg, og því skiljanlegt að þetta
hafi valdið pirringi, en hér var
samt um upphitun að ræða,“ segir
Ísleifur og bendir á að upphitun
sem þessi nýtist vel til að taka á
vandamálum sem kunna að koma
upp áður en kemur að viðburðinum
sjálfum.
Ódýrara að kaupa streymi
Ísleifur segir enn fremur að vita-
skuld komi fyrir að miðar séu end-
urgreiddir vegna tæknilegra örðug-
leika. Óraunhæft sé hins vegar að
ætlast til þess að tónleikahaldarar
endurgreiði alla streymismiða ef 15
mínútna hökt kemur í upphitun.
„Við erum til í að fjárfesta enda-
laust í því að gera strauminn betri,
lærum alltaf af reynslunni og ger-
um sífellt betur en það eru einfald-
lega óraunhæfar væntingar að
straumur á netinu sé alltaf fullkom-
inn og við erum hreinskilin með
það. Einmitt þess vegna erum við
að selja miða á streymi ódýrara en
inni í kerfi símafyrirtækjanna.“
Hrefna Sif Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Tix.is, segir að ein-
hverjir sem keyptu miða á tónleika
Helga Björns hafi fengið endur-
greitt. Mismunandi ástæður hafi þó
legið þar að baki og ekkert stór-
vægilegt hafi komið upp á með
strauminn.
Hafna beiðnum um endurgreiðslu
- Truflanir á
streymisútsendingu
á brekkusöng innan
marka skilmála
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Brekkusöngur Þekktir tónlistarmenn á borð við Pálma Gunnarsson, Ragnhildi Gísladóttur, Sverri Bergmann og Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur hituðu upp.
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 5812141 // hjahrafnhildi.is
Ný
sending!
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið laxdal.is
Opið
laugardag
kl. 11-15
50-70%
ÚTSÖLULOK
Hildigunnur Svavarsdóttir hefur
verið skipuð í starf forstjóra Sjúkra-
hússins á Akureyri. Embætti for-
stjóra Sjúkrahússins á Akureyri var
auglýst þann 25.
júní og voru sjö
umsækjendur um
embættið. Í fram-
haldi af álitsgerð-
ar hæfnisnefndar
ákvað Svandís
Svavarsdóttir
heilbrigðisráð-
herra að skipa
Hildigunni Svav-
arsdóttur í emb-
ættið til fimm ára.
Hildigunnur hefur BS-próf í
hjúkrunarfræði frá Háskólanum á
Akureyri og MS-próf í heilbrigðis-
vísindum frá Glasgow Caledonian-
háskóla.
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs-
ins segir að Hildigunnur hafi yfir-
gripsmikla þekkingu og reynslu á
sviði heilbrigðisþjónustu ásamt víð-
tækri reynslu á sviði stjórnunar.
Hún hefur verið framkvæmdastjóri
hjúkrunar á SAk frá árinu 2012
ásamt því að vera klínískur fram-
kvæmdastjóri á bráða- og þróunar-
sviði frá sama ári. Í störfum sínum
sem framkvæmdastjóri hefur Hildi-
gunnur öðlast víðtæka reynslu af
rekstri og stjórnun svo og mann-
auðsstjórnun.
Hún var forstöðumaður deildar
kennslu, vísinda og gæða á SAk um
tíu ára skeið, sem framkvæmdastjóri
og forstöðumaður tók Hildigunnur
mjög virkan þátt í uppbyggingu
gæðastarfs sem síðan leiddi til al-
þjóðlegrar gæðavottunar á SAk. Þá
hefur hún verið virk í stefnumótun
bæði innan hjúkrunar og fyrir SAk í
heild sinni. Hún var skólastjóri
Sjúkraflutningaskólans um í tíu ár
og átti ríkan þátt í því að nám sjúkra-
flutningamanna fluttist á lands-
byggðina. Hildigunnur var formaður
Landssambands heilbrigðisstofnana
í þrjú ár. gso@mbl.is
Hildigunnur nýr
forstjóri SAk
- Skipuð af ráðherra í embætti til fimm ára
Hildigunnur
Svavarsdóttir
Athuganir á gosstöðvum í gær
sýndu að í gígnum er hrauntjörn
sem situr aðeins neðar í gígnum en
undanfarnar vikur, rís og hnígur
eins og áður, þó ekki eins hátt. Af
þeim sökum hefur dregið verulega
úr sýnilegri kvikustrókavirkni og
yfirborðsflæði hrauns. Frá þessu
greinir eldfjallafræði- og nátt-
úruvárhópur Háskóla Íslands.
Bent er á að streymi stóru gas-
bólanna hafi verið hægara á
fimmtudag en verið hefur í hrin-
unum undanfarið, sem sé í góðu
samræmi við óróann. Virknin í
gígnum hafi náð sér upp aðfaranótt
gærdagsins, frá um 23 til sex að
morgni, með nokkurri kvikustróka-
virkni og nokkru hraunflæði á yf-
irborði.
„Án efa hefur flæði um innri rás-
ir hraunsins aukist á þessum tíma,
þó svo að við höfum ekki beina
vitneskju um það á þessu augna-
bliki,“ segir í færslu hópsins.
„Virknin í gígnum og flæði yf-
irborðshrauns virðist hafa náð há-
marki upp úr kl. 5:00 í [gær]morg-
un, en því miður getum við ekki
staðfest að dregið hafi úr þessari
virkni samfara falli óróhraðans um
8:00, þar sem ekki sást til gígsins.“
Gosið
mögulega
á nýtt stig
- Dregið úr
sýnilegri virkni
Skapti Hallgrímsson
Akureyri Sjúkrahúsið gegnir stóru
hlutverki í heilbrigðiskerfinu.