Morgunblaðið - 07.08.2021, Page 12

Morgunblaðið - 07.08.2021, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 BRALETTAR í miklu úrvali og öllum stærðum Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri M arkmiðið með þessu átaksverkefni er að al- menningur taki þátt í að kolefnisbinda sig með því að rækta gróður og planta hjá sér. Við viljum reyna að auka áhuga, þekkingu og þátttöku fólks og sýna því fram á að allur gróður og græn svæði binda kolefni og allir geta lagt sitt af mörkum,“ segir Erla Hjördís Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Þinn garður – þín kolefnisbinding. Félag garð- plöntuframleið- enda stendur að átaksverkefninu og á vefsíðu þess, gardplontur.is, er að finna yfir tvö þúsund plöntur ásamt fræðslu um ólíkar plöntu- tegundir. Fræðsla um val á plöntum og ræktun stendur til boða með þjónustu sem veitt er við kaup á plöntum í garðplöntustöðvum. Gott að planta síðsumars „Skilaboð okkar eru þau að framlag hvers og eins skiptir máli því allar plöntur sem almenningur ræktar og plantar binda kolefni. Við höfum undanfarið staðið fyrir leikj- um á samfélagsmiðlum og hafa við- tökur verið góðar, það er greinilegt að almenningur hefur mikinn áhuga á að hafa grænt og vænt í kringum sig. Það er mjög jákvætt,“ segir Erla Hjördís. Sala á garðplöntum hefur verið talsvert mikil í sumar, bæði norðan- og sunnanlands, og virðist sem veð- urfar hafi ekki endilega úrslitaáhrif í þeim kaupum. Ástand í kjölfar heimsfaraldurs spilar líka inn í að sögn garðplöntusala. Fólk er meira heima við, hefur fé á milli handanna sem hefði ella verið eytt í útlöndum og hefur líka nægan tíma til að gera fallegt í kringum sig. Katrín Ásgrímsdóttir, eigandi Sólskóga á Akureyri, segir sumarið norðan heiða hafa verið einstakt. Sölutíð hafi byrjað seint, enda maí- mánuður kaldur og frostnætur stóðu yfir fram í miðjan júní. „Salan í sumar hefur samt verið mjög góð og ekki síðri en í fyrrasum- ar. Fólk nýtur þess að vera heima við og gera fínt í kringum sig,“ segir hún. Viðrar vel til garðvinnu Helst megi finna fyrir sam- drætti í sölu matjurta, en sala sumarblóma, runna og fjölærra blóma sé heldur á uppleið. „Fólk hefur gaman af því að skoða úrvalið og er óhrætt við að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún. Síðsumarssalan er fram undan og segir Katrín að æ fleiri átti sig á því hve góður tími það sé til að planta í garðinn og sum- arbústaðalöndin. Guðmundur Vern- harðsson, eigandi gróðrarstöðv- arinnar Markar í Fossvogsdal í Reykjavík, segir að þótt veðrið sunnan heiða framan af sumri hafi ekki verið sérstakt sé salan ekki síðri en var í fyrra. Íslendingar séu flestir heima við, fari lítið til útlanda og greinilegt að margir kjósi að eyða dögunum í garðinum. „Veðrið hefur ekki haft neikvæð áhrif, salan hefur verið góð. Það hef- ur í sjálfu sér viðrað ágætlega til úti- vinnu í görðum, sólarlítið vissulega, en ekki mikil rigning og rok.“ „Það hefur gengið vel hjá okkur ef mið er tekið af tíðarfarinu. Aðeins minni umferð almennings en sumar- bústaðaeigendur og garðeigendur úr nágrannabyggðum hafa verið dug- legir að koma,“ segir Helga Ragna Pálsdóttir, eigandi garðyrkjustöðv- arinnar Kjarrs í Ölfusi. Hún segir söluna hafa farið seinna af stað en oft áður, enda vorið kalt. „Plöntusalan tók vel við sér þegar kom fram í júní og enn er tölu- verð garðplöntusala. Það er greini- lega verið að planta mikið í sum- arbústaðalóðir, töluverð vinna er í kringum nýbyggingar með tilheyr- andi lóðavinnu og eins er fólk dug- legt að vinna í heimagörðum,“ segir Helga. Þinn garður, þín kolefnisbinding Garðplöntuframleið- endur með átaksverkefni í garðyrkju. Framlag hvers og eins skiptir máli. Allar plöntur binda kol- efni. Mikil sala í sumar. Fólk heima við og gerir fínt í kringum sig. Morgunblaðið/Margrét Þóra Garðyrkja Katrín Ásgrímsdóttir, eigandi Sólskóga á Akureyri, segir sumarið norðan heiða hafa verið einstakt. Sölutíð hafi byrjað seint og vorið kalt. Erla Gunnarsdóttir Kjarnorkusprengju var varpað á jap- önsku borgina Nagasakí hinn 9. ágúst árið 1945. Þremur dögum fyrr hlutu íbúar Hírósíma sömu örlög. Í 36 ár hefur samstarfshópur frið- arhreyfinga staðið fyrir kertafleyt- ingu á Reykjavíkurtjörn til að minn- ast fórnarlambanna og til að leggja áherslu á kröfuna um heim án kjarn- orkuvopna, segir í fréttatilkynningu. Safnast verður saman við suðvest- urbakka Tjarnarinnar, við Skot- húsveg, mánudagskvöldið 9. ágúst kl. 22:30. Flotkerti verða seld við Tjörn- ina á 500 krónur. Fundarstjóri verður Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur og ávarp flytur Ingibjörg Hjartardóttir rithöf- undur. Vegna smitvarnaráðstafana verður einungis hleypt inn í tvö hólf á að- gerðinni, sem hvort tekur að hámarki 200 manns. Rík áhersla verður lögð á að þátttakendur gæti að fjarlægðar- takmörkunum. Kertafleyting fer einnig fram á Ak- ureyri að venju undir merkjum sam- starfshóps um frið. Hún hefst kl. 22 við Leirutjörn. Ávarp flytur Tryggvi Hallgrímsson félagsfræðingur. Kertafleyting á Tjörninni og við Leirutjörn á Akureyri Minnast fórnarlamba spreng- inga í Nagasakí og Hírósíma Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kertafleyting Athöfn verður í Reykjavík og á Akureyri á mánudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.