Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 K ennarinn: Jæja, krakkar mínir, nú eiga allir – nei, öll – að tala nýlensku eins og fréttamönnunum – nei, fréttafólkinu – á RÚV er skipað að gera. Þið eigið til dæmis að segja: Fjög- ur voru handtekin í Þýskalandi, grunuð um að skipuleggja hryðjuverkaárás. Og svo megið þið alls ekki segja maður. Þið eigið að segja aðili eða manneskja. Þið eigið líka að segja manneskjubein eins og þeir gera á RÚV. Nemandi 1 (stúlka): En mamma segir að ég eigi að tala það mál sem ég var alin upp við – að ég eigi t.d. að segja: Fjórir voru handteknir. – Þetta er karlkyn í hlutlausri merkingu. Kennarinn: Nei, nei nei. Það voru reyndar bara karlar sem voru handteknir þarna úti í Þýskalandi. Ég sá það í þýsku fréttinni: Vier Männer wurden festgenommen. En það breytir engu hjá RÚV. Nemandi 2: Amma kallar þetta títuprjónamál af því að það er eins og verið sé að stinga saklausa hlustendur með títuprjóni í eyrun. Hún er farin að kvíða fyrir að hlusta á fréttirnar á RÚV. Kennarinn: Amma þín getur bara farið á hlusta á Bylgjuna og Stöð 2. Þar eru fréttamenn – nei, fréttafólk – ekki búið að læra nýlenskuna. Nemandi 3. En hvernig stendur á því að allir viðmælendur frétta- manna á RÚV tala enn þá íslensku? Kennarinn: Það er af því að þeir eru ekki búnir að læra nýlenskuna. Nemandi 4: En það er ekkert samræmi í þessu hjá þeim á RÚV. Í kvöldfréttum þann 25. júlí heyrði ég til dæmis þessa mixtúru: „Fleiri eru nú smituð og einkennalaus “ En strax á eftir: „ að fleiri séu ógreindir og einkennalausir.“ Kennarinn: Og næst verður svo sagt: „Ekkert greindist smitað í gær“. – Nei, krakkar mínir, ég var að grínast! Auðvitað er ég sammála ykkur. Nýlenskan er mál sértrúarhóps á villigötum eins og allir okkar virtustu málfræðingar (konur og karlar) hafa nú sýnt fram á. Útvarps- stjóri hefur sem betur fer fundið fyrir mótmælaholskeflu þúsunda út- varpshlustenda og virðist nú loksins vera búinn að ná til flestra frétta- manna sinna. Enn eru þó títuprjónamenn í hópnum, tilbúnir að stinga okkur í eyrun. Títuprjónarnir á RÚV Tungutak Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com Morgunblaðið/Eggert Ríkisútvarpið Holskefla hlustenda hefur mótmælt svokallaðri nýlensku. V el skipulagðir stjórnmálaflokkar eru lykil- þáttur í lýðræðisríkjum. Með sama hætti er skipulagsleysi á flokkum líklegt til að valda vandræðum í lýðræðislegum stjórn- arháttum. Það stefnir í það nú vegna öngþveitis í flokkakerfinu. Annars vegar vegna þess að til hafa orðið nýir flokkar sem standa ekki undir nafni og hins vegar vegna þess að gömlu flokkarnir hafa staðnað. Nýju flokkarnir eru nafnið tómt og á bak við þá eru fámennir hópar fólks. Gömlu flokkarnir eiga sér lengri sögu og sumir þeirra eru með þúsundir og jafnvel tugþúsundir flokksmanna. En þeirra vanda- mál er stöðnun. Þeim hefur ekki tekizt að laga sig að breyttu samfélagi og eru hræddir við nýjar hug- myndir eða aðrar skoðanir en þær sem eru ríkjandi hverju sinni. Þó má benda á að þær miklu umræður sem urðu um orkupakka þrjú kviknuðu á opnum fundi í Val- höll fyrir troðfullu húsi. Í raun er beinlínis hlægilegt að fylgjast með við- brögðum ráðandi afla við öðrum hugmyndum en þeirra eigin. Í hverju er lýðræðið fólgið öðru en frjálsum skoðanaskiptum? Og hvernig stendur á því að nýjum skoðunum er gjarnan mætt með fjandskap, sá sem heldur þeim fram telst þaðan í frá til hinna útskúfuðu eða hótað því að verða gerður flokksrækur? Um síðustu helgi birtist í Kjarnanum viðtal við Guðjón Brjánsson, alþingismann Samfylkingar, þar sem hann segir að hugsanlega þurfi Samfylkingin að hugsa sinn gang og færir ákveðin rök fyrir því. Það mundi kveikja mikið líf í þeim flokki ef efnt yrði til opins fundar í flokknum um þessa spurningu Guðjóns. Líkurnar á því eru ekki miklar, þar sem ráðandi öfl í þeim flokki telja það vafalaust hættu- legt fyrir kosningar. Með sama hætti ætti Sjálfstæðisflokkurinn að efna til opins fundar um hálendisþjóðgarð, sem ein- hverjir þingmenn þvældust fyrir að yrði sam- þykktur á þingi. Eitt af því ánægjulegasta sem hef- ur gerzt í sumar er hvað margt ungt fólk hefur ferðast um óbyggðirnar og á ekki orð til að lýsa hrifningu sinni. Kannski mundi slíkur fundur opna augu einhverra þingmanna fyrir því að andstaða við hálendisþjóðgarð er afturhald af verstu tegund. Lík- urnar á því að Sjálfstæðisflokkurinn efni til slíks fundar eru álíka miklar og að Samfylkingin efni til fundar um athyglisverðar vangaveltur Guðjóns Brjánssonar. Og raunar má segja það sama um VG. Þegar skoðanakönnunin birtist um andstöðu kjósenda VG við samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hefði verið eðlilegt að efna til opins fundar í VG um þá könnun. Það var ekki gert. Í öllum þessum þremur tilvikum var ekki efnt til slíkra funda vegna þess að forystusveitir flokkanna hafa talið að það mundi valda þeim vandkvæðum. Það má vel vera, en hvað er að því? Til hvers eru þeir hópar? Þess ber að vísu að geta að á kaldastríðsárunum var það útbreidd skoðun að það skipti máli að flokk- arnir sýndu engin veikleikamerki í þeim átökum og það voru skiljanleg rök fyrir því. En nú eru liðnir rúmir þrír áratugir frá lokum þess og ekkert að því að mismunandi skoðanir komi fram innan flokka og þær séu ræddar fyrir opnum tjöldum. Þess vegna er ekki hægt að líkja núverandi við- horfum við annað en stöðnun. Skortur á frjálsum og opnum umræðum innan flokka veldur því að nýjar hugmyndir koma ekki fram innan þeirra og þar með ekki frá hinum almenna flokks- manni. Stjórnvöld byggja því á hugmyndum frá litlum hópi þing- manna svo og embættismönnum og hagsmunaaðilum. Allir sjá hve óheilbrigt það er. Lýðræðið virkar ekki vegna þess að flokkarnir virka ekki. Ábyrgð þeirra sem hana bera er því mikil. Þeir eru að þvæl- ast fyrir því að lýðræðið virki. Sennilega er það ekki ásetningur heldur hugsunarleysi. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að völd emb- ættismanna eru allt of mikil og gárungarnir tala um E-flokkinn sem áhrifamesta stjórnmálaflokkinn. Og nú að undanförnu er talað um að hagsmunaöflin stjórni landinu en ekki kjörnir fulltrúar. Þessu verður að breyta og sú breyting verður að byrja í flokkunum sjálfum. Forystusveitir þeirra þurfa að hafa frumkvæðið. Vandinn er hins vegar sá að yfirleitt er flokkunum stjórnað af litlum klíkum sem hugsa mest um sjálfar sig. Ef það kemur í ljós að klíkuveldið kemur í veg fyr- ir þá lýðræðislegu byltingu sem þarf að verða í flokk- unum er ekki um annað að ræða en að almennir flokksmenn beiti því valdi sem þeir hafa en nota sjaldan. Ef það gerðist færu margir máttarstólpar að nötra og hefðu ástæðu til. Í stuttu máli þarf að verða hér lýðræðisbylting. Fámennið er ein af ástæðunum fyrir því að svo er komið. En svo eru alltaf einhverjir sem notfæra sér fámennið eins og rækilega sást í hruninu. Og það má vel vera að það sem hér hefur verið rakið sé ástæðan fyrir fjölgun flokka, að þeir sem stofna nýja flokka hafi hreinlega gefist upp á ástand- inu innan gömlu flokkanna. Kannski þurfa fleiri flokkar að hugsa sinn gang en Samfylkingin. Getur það verið? Staðnaðir flokkar Þurfa fleiri að hugsa sinn gang? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Gögn úr skjalasafni bandaríska útgefandans Alfreds A. Knopfs, sem Vilhjálmur Örn Vil- hjálmsson fornleifafræðingur hefur grafið upp og birt á Moggabloggi sínu, afsanna þá kenningu, að Bjarni Benediktsson og bandarískir erindrekar hafi í sameiningu komið í veg fyrir, að bækur Laxness yrðu gefnar út í Bandaríkjunum á dögum Kalda stríðsins. Knopf gaf Sjálf- stætt fólk út 1946, enda höfðu rit- höfundarnir May Davies Martinet og Bernard Smith mælt sterklega með bókinni. Hún seldist vel, eftir að Mánaðarbókafélagið, Book-of- the-Month Club, gerði hana að val- bók. Knopf lét því skoða Sölku Völku, sem til var í enskri þýðingu. Starfs- maður hans, bókmenntafræðing- urinn Roy Wilson Follett, las þýð- inguna, en taldi söguna standa að baki Sjálfstæðu fólki, vera hráa og ruglingslega. Ákvað Knopf að gefa bókina ekki út. Ári síðar, 1947, var honum send dönsk þýðing á Heims- ljósi ásamt nokkrum köflum á ensku. Hann bar ensku kaflana und- ir annan starfsmann sinn, rithöfund- inn Herbert Weinstock, sem kvaðst ekki hafa verið hrifinn af Sjálfstæðu fólki og taldi þetta brot úr Heims- ljósi ekki lofa góðu. Tímasóun væri að skoða verkið nánar. Í árslok 1948 var Knopf send sænsk þýðing á Íslandsklukkunni, og nú var Eugene Gay-Tifft feng- inn til að meta verkið, en hann hafði þýtt talsvert úr norsku fyrir Knopf. Hann skilaði rækilegri um- sögn, var hrifinn af verkinu, en taldi vafamál, að það myndi höfða til bandarískra lesenda. Ákvað Knopf að gefa bókina ekki út. Enn var Knopf send þýsk þýðing á Ís- landsklukkunni haustið 1951, og taldi rithöfundurinn Robert Pick (sem var austurrískur flóttamaður) ástæðulaust að endurskoða fyrri ákvörðun. Snemma árs 1955 var Knopf send sænsk þýðing Gerplu. Nú var bókin borin undir sænska konu, Alfhild Huebsch, sem gift var bandarískum bókmenntamanni, og lagði hún til, að henni yrði hafnað. Sagan væri góð og gæti skírskotað til norrænna lesenda, en ekki bandarískra. Þremur árum síðar las einn ráðu- nautur Knopfs, Henry Robbins, enska þýðingu Gerplu, og vildi hann líka hafna bókinni, enda væri hún misheppnuð skopstæling á Ís- lendinga sögum. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvað sögðu ráðunautarnir? sa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.