Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 Verkir eru algengir meðal almennings og verkir sem ekki eiga sér augljósa skýringu eru oft vanmetnir og vanmeðhöndlaðir sem getur leitt til þess að þeir þróast út í lang- varandi heilsufars- vandamál sem hefur neikvæð áhrif á lífs- gæði og lýðheilsu. Nú stendur yfir rannsókn þar sem markmiðið er að byggja upp gagna- grunn um algengi og eðli verkja meðal almennings á Íslandi. Gagna- öflun er í formi spurningalista sem þátttakendur svara rafrænt. Úrtakið byggist á hópi fólks sem hefur sam- þykkt að vera í svarendahópi gagna- öflunarfyrirtækisins Maskína (Þjóð- argátt) og er 12.000 manna tilviljunarúrtaki úr þessum hópi boð- in þátttaka. Verkir eru óumflýjanlegir og hafa þann lífeðlisfræðilega tilgang að vara við yfirvofandi hættu eða raunveru- legum vefjaskaða. Þegar verkir dragast á langinn missa þeir þennan tilgang og hafa truflandi áhrif á dag- legt líf og lífsgæði einstaklingsins. Verkir sem staðið hafa í þrjá mánuði eða lengur, eða eru enn til staðar eft- ir að vefjaskemmd eða sjúkdómur sem olli þeim í upphafi eru læknuð, eru skilgreindir sem langvinnir verk- ir sem geta verið stöðugir eða með lengri eða skemmri hléum. Lang- vinnir verkir eru algengt og oft falið lýðheilsuvandamál. Þeir trufla daglegt líf, hafa neikvæð áhrif á heilsutengd lífsgæði og eru algeng ástæða ör- orku. Samkvæmt ný- legri skýrslu starfshóps sem heilbrigð- isráðherra fól að greina fjölda einstaklinga með langvinna verki hér á landi glíma minnst 56 þúsund Íslendingar við langvinna verki og er um þriðjungur þeirra óvinnufær. Tölur um algengi langvinnra verkja og örorku eru þó ekki eina vísbendingin um umfang vandamáls- ins heldur einnig og ekki síður tengsl verkja og heilsutengdra lífsgæða og ýmissa þátta í lífi einstaklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að tengsl lang- vinnra verkja og heilsutengdra lífs- gæða er ekki línulegt orsaka- samband heldur flókið og gagnvirkt samspil margra þátta sem geta haft áhrif hver á annan. Einnig má finna rannsóknir sem benda til að heilsu- tengd lífsgæði geti haft forspárgildi um það hvort nýtilkomnir verkir verða langvinnir og hvernig fólki með langvinna verki reiðir af varð- andi þróun verkjanna. Ýmsir lífs- stílsþættir eru mikilvægir í þessu samhengi, s.s. líkamleg hreyfing, svefn, offita, neysla áfengis og tób- aks eða annarra efna. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl ýmiss konar áfalla fyrr á æv- inni við heilsutengd lífsgæði og lélegt almennt heilsufar og langvinna verki. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að áverkar eftir slys geti haft í för með sér þráláta verki og lífsgæðaskerð- ingu. Ýmsir verkir tengdir blæð- ingum kvenna og tíðahvörfum geta einnig haft neikvæð áhrif á daglegt líf og heilsutengd lífsgæði. Einnig hefur verið sýnt fram á mun milli kynja hvað varðar eðli og algengi verkja og hvort og hvernig fólk leitar eftir heilbrigðisþjónustu vegna þeirra. Af framansögðu er ljóst að til að fá yfirsýn yfir þau áhrif sem verkir hafa á lýðheilsu sem og hvernig draga megi úr afleiðingum fyrir lífs- gæði fólks og/eða fyrirbyggja að ný- tilkomnir verkir þróist út í að verða langvarandi heilsufarsvandamál þarf vandaðar rannsóknir þar sem tengsl verkja og ýmissa þátta í lífsháttum og lífssögu fólks eru skoðuð. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að byggja upp vandaðan gagnagrunn sem gerir mögulegt að skoða alla þessa þætti í samhengi, bæði í nútíð og framtíð. Við uppbyggingu slíks gagna- grunns er safnað upplýsingum um heilsutengd lífsgæði og nokkra þætti varðandi almenna lífshætti fólks s.s. atvinnuþátttöku, neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna sem og upplýsinga um reynslu af lang- vinnum veikindum og streituvald- andi áföllum svo sem slysum og of- beldi. Einnig er spurt um reynslu af verkjum, eðli og útbreiðslu verkja og áhrif á daglegt líf og lífsgæði sem og aðgang að og notkun á heilbrigð- isþjónustu. Að auki er aflað upplýs- inga um hvort og þá hvernig Co- vid-19-faraldurinn hefur haft áhrif á daglegt líf og heilsufar fólks sem gerir kleift að skoða hvort og hvern- ig það að smitast af SARS-CoV-2- veirunni og veikjast af Covid-19- sjúkdómnum hafi áhrif á heilsutengd lífsgæði og mögulega tilurð og þróun langvinnra verkja til lengri tíma. Mikilvægt er að efla þekkingu inn- an heilbrigðiskerfisins á gagn- kvæmum tengslum verkja og ýmissa þátta í lífi og reynslu fólks, sem og að tryggja aðgengi fólks að markvissri meðferð til að draga úr afleiðingum verkja á líf og lífsgæði fólks og til að hindra að verkir þróist út í langvar- andi heilsufarsvandamál og jafnvel örorku. Til að unnt sé að skoða slíkt samspil margra þátta yfir lengri og skemmri tíma er mikilvægt að þátt- takendur í rannsókn sem þessari séu ekki einungis fólk sem þegar er með verki heldur að allir sem fá boð um þátttöku taki þátt í henni. Því hvet ég alla sem fengið hafa boð um þátt- töku til að svara og þakka þeim sem þegar hafa gert það fyrir þátttökuna. Lífshættir og verkir meðal almennings á Íslandi Eftir Þorbjörgu Jónsdóttur » Verkir eru algengt og oft falið lýð- heilsuvandamál. Þeir trufla daglegt líf, hafa neikvæð áhrif á heilsu- tengd lífsgæði og eru al- geng ástæða örorku. Þorbjörg Jónsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri. torbj@unak.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.