Morgunblaðið - 07.08.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.08.2021, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 ✝ Sigurlína Jóns- dóttir fæddist á Akureyri 11. janúar 1949. Hún lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 29. júlí 2021. Foreldar hennar voru hjónin Ingibjörg Ólafs- dóttir verkakona, f. 14.3. 1930, d. 20.10. 2010, og Jón Hann- esson sjómaður, f. 4.9. 1924, d. 28.1. 2004. Sonur Sigurlínu er Jón Hafþór Þór- isson, f. 19.12. 1966, giftur Suk- anda Kaewya, f. 22.5. 1994. Hinn 30.5. 1971 giftist Sig- urlína Þórarni Höskuldssyni vél- stjóra, f. 12.12. 1949. Dætur þeirra eru a) Tinna, f. 26.1. 1985, gift Ómari Þorgeirssyni, f. 7.6. 1980. Dóttir þeirra er Bryndís Lína. b) Rakel, f. 2.3. 1988, gift Gesti Einarssyni, f. 20.1. 1987. Börn þeirra eru Einar Ari, Jónas Þór, Ingibjörg Halla og Hafdís Hanna. Sigurlína ólst upp á Akureyri en flutti til Húsavík- ur 1971 og bjó þar alla tíð eftir það. Hún vann lengst af á leik- skóla á Húsavík. Útförin verður gerð frá Húsa- víkurkirkju í dag, 7. ágúst 2021, klukkan 14. Yndislega, fallega og góða mamma mín er farin og mér finnst það svo óraunverulegt. Allt sem við áttum eftir að gera saman, ferðalögin og spjallið. Það er stórt skarð í hjarta mínu sem aldrei verður fyllt. Mamma var ótrúleg kona, yndisleg mamma og frábær amma. Minningarnar eru marg- ar og svo endalaust margt sem ég og við fjölskyldan getum verið þakklát fyrir. Það skipti mömmu og pabba miklu máli að við systur vissum um uppruna okkar og ég man að mamma var dugleg að segja mér sögur frá Sri Lanka og sögur frá því þegar þau pabbi sóttu mig í febrúar 1985. Sögur af því þegar þau hittu blóðmóður mína, ferða- lögum þeirra um eyjuna og svo ferðalagið með mig heim til Ís- lands. Þegar ég ákvað svo að leita upprunans þá var mamma minn helsti stuðningur og hún og pabbi búin að ákveða að fara með mér aftur út í heimsókn. Ég veit að mamma mun vera með mér í þeirri ferð þegar að henni kemur. Mamma var algjört hörkutól og lá ekki á skoðunum sínum. Við vorum ekki alltaf sammála, en ég verð að viðurkenna að oftast hafði hún rétt fyrir sér. Þegar ég var í háskólanum hringdi mamma undantekning- arlaust á laugardagsmorgnum fyrir klukkan níu og sagði: „Bíddu var ég nokkuð að vekja þig“? Vitandi það að líkurnar á því að ég hefði verið á djamminu kvöldið áður voru töluverðar. Hún þurfti alltaf að tékka á manni. Þó að ég hafi ekki búið á Ís- landi þegar ég varð mamma sjálf þá var mamma ótrúlegur stuðn- ingur fyrir mig og Ómar. Við heyrðumst oft á dag í síma og á skype. Það var síðan mamma sem fann það, þúsund kílómetra í burtu, að ekki væri allt í lagi hjá mér eftir fæðingu dóttur minnar og taldi mig vera með fæðing- arþunglyndi sem reyndist svo hárrétt hjá henni. Ég verð henni ævinlega þakklát fyrir að ýta mér út í það að leita mér hjálpar og vera til staðar fyrir mig og mína. Mamma barðist hetjulega við ólæknandi krabbamein í meira en fjögur ár. Naglinn sem hún var lét veikindin ekki stoppa sig á neinn hátt og fór t.d. í sjö utan- landsferðir á þremur árum. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með mömmu og pabba í gegnum þessa baráttu, allt gert til að nýta tímann vel og búa til góðar minningar fyrir okkur öll og þá ekki síst barnabörnin. Elsku mamma, takk fyrir alla ástina, ráðin og minningarnar sem ylja. Ég elska þig og ég mun halda minningu þinni hátt á lofti. Þín að eilífu, Tinna. Elsku mamma. Hvar skal byrja? Ég á mér ótal minningar um þig sem kæta og ylja á þess- um erfiða tíma. Það sem er mér efst í huga er þakklæti, ást, kær- leikur, umhyggja, samhygð, traust, vinátta og söknuður. Í september árið 1988 var ég svo ótrúlega lánsöm að fá tækifæri til þess að eiga betra líf en ég ann- ars hefði fengið. Þið pabbi lögðuð af stað í ferðalag til Indlands að sækja sex og hálfs mánaðar stelpuskott sem þið elskuðuð frá fyrstu kynnum. Þú gafst mér alla þá ást og umhyggju sem ég þurfti, fæddir mig og klæddir, í sérhönnuð föt „made by Lína“ og ólst mig og systur mína upp á góðu heimili. Ég minnist þess að hafa átt frábæra æsku. Þú lagðir mikið upp úr því að við systur værum vel tilhafðar og gættir þess að við hefðum allt til alls. Þegar kom að því að ég fór að eiga mér áhugamál studdir þú mig alla leið og fylgdir mér í einu og öllu. Þú tókst þátt í sundstarf- inu þegar ég æfði sund, fylgdir mér á tónleika þegar ég æfði á píanó og þverflautu og ég tala nú ekki um það að þú saumaðir á mig fallega kjóla sem ég klædd- ist stolt á tónleikum. Þegar ég verð 16 ára hefst langt tímabil hjá mér þar sem ég var í enda- lausu læknastússi. Og ég vil taka það fram að því er ekki lokið. En þú fylgdir mér hvert fótmál í þeim málum fram á síðasta dag. Það er svo margs að minnast. Við áttum endalausar stundir saman, bæði mislöng samtöl sím- leiðis sem og þær stundir þegar við hittumst eftir að ég flyt suð- ur. Oft vorum við ósammála og höfðum mjög misjafnar skoðanir á málum. Þér fannst ég oft ekki vera að hlusta á þínar ráðlegg- ingar en án þess að þú vissir tók ég þær inn í lífið og velti fyrir mér hvernig stæði á því að mömmur hafa alltaf rétt fyrir sér. Þú tókst móðurhlutverkið alla leið. Varst góður hlustandi, leiðbeinandi, mjög ráðagóð og komst alltaf með skynsamleg- ustu úrlausn vandamála sem upp komu. Þú vildir alltaf það besta fyrir mig og fjölskyldu mína og stóðst eins og klettur í gegnum bæði slæma tíma jafnt sem þá góðu sem ég og mín fjölskylda þurftum að takast á við. Það fá engin orð lýst því hversu ynd- isleg og frábær amma þú varst. Alltaf svo dugleg að spjalla, spila, leika, baka og kenna börnunum. Við viljum þakka þér fyrir allt, að vera til staðar fyrir okkur, hugga okkur og styrkja, hvetja og gleðja og við munum sakna þín endalaust mikið og halda fast í minningar okkar að eilífu. Takk fyrir allt elsku mamma mín. Ég sakna þín og elska þig. Kveðja til mömmu Eitt ljós í hjarta mér hefur slokknað nú, þetta bjarta fallega ljós varst þú. Aðeins minningarnar lifa í hjarta mér, móðurástin svo sterk, hún aldrei fer. Þú allt fyrir barnabörnin gerðir, um allt land og allan heim lagðir þínar ferðir. Fyrir samveru með þínu nánasta liði, og dugleg varstu að kenna okkur góða siði. Nú komið er að kveðjustund, en síðar við fáum okkar endurfund. Takk fyrir allt, ég mun sakna þín, ég mun geyma þig í hjarta mér, elsku mamma mín. (Rakel Þ., 2021) Ástarkveðja, þín dóttir, Rakel. Við andlát tengdamóður minn- ar lýkur stórum kafla í mínu lífi og barna minna. Í huganum hrannast upp minningar frá þessum stutta tíma sem við átt- um saman. Nærvera þín var svo einstök og hlý ásamt því að vera alltaf hrein og bein, ekkert að skafa af hlutunum. Fyrsta skiptið er ég hitti þig sagðist ég heita „Gestur frá Hæli, og mun ég plata dóttur þína í búskap og flytja hana á Suðurlandið“. Svarið sem ég fékk: „Ef þú klárar plokkfiskinn frá mér mun ég samþykkja þig sem tengdason en ekki plata Rakel í búskap.“ Fiskurinn var mjög vel matreiddur líkt og allar þær veitingar sem þú bauðst upp á og kláraði ég hann af bestu lyst. Þú tókst rosalega vel á móti Einari Ara sem ég átti áður en ég kynntist Rakel og komst fram við hann af alvöru „ömmuást“ líkt og hann hefur orðað það og voru maturinn og kleinurnar þín- ar í uppáhaldi hjá okkur öllum sem enginn mun geta leikið eftir. Ég vil þakka þér fyrir allar þær frábæru stundir sem við átt- um saman ásamt samtölunum og ráðunum sem þú gafst mér. Í lokin þótti mér æðislegt er við kvöddumst með hlýleika og þú vissir allt um börnin okkar Rakelar ásamt búskap. Takk fyrir allt elsku Lína mín, listinn er ótæmanlegur af góðum minningum sem munu lifa meðal okkar um aldur og ævi. Við sjáumst síðar þar sem ég mun stríða þér áfram. Að lokum kemur þetta frá okkur og barnabörnunum Einari Ara, Jónasi Þór, Ingibjörgu Höllu og Hafdísi Hönnu: Ég fel í sérhvert sinn, sál og líkama minn, í vald og vinskap þinn, vörn þar og skjól ég finn. (Hallgrímur Pétursson) Með kærleikshjarta. Þinn tengdasonur, Gestur Einarsson. Auður stóll er í Sérríklúbbn- um. Lína okkar er farin en við höfum um nokkurn tíma vitað að það stefndi að leiðarlokum. Áfram verður hún í anda alltaf með okkur sérrísystrum. Sérríklúbburinn á sér langa sögu, allt frá því að flestar okkar byggðu hús og fluttu í hverfið okkar á Húsavík, þær fyrstu fyr- ir rúmum 40 árum. Fljótlega varð nafnið til á klúbbnum sem hefur verið haldinn á miðviku- dagsmorgnum, aðra hverja viku yfir vetrartímann. Fyrstu ára- tugina sáu allar til þess að kom- ast úr vinnu á þessum tíma, margt var spjallað og dýrmætur vinskapur þróaðist í gegnum gleði og sorg. Síðustu ár, eftir að við höfum minnkað við okkur vinnu, höfum við hist oftar og fundið hversu ómetanlegt það er að eiga hver aðra að, ekki síst Línu sem alltaf var tilbúin að hjálpa. Það sem hún tók að sér gerði hún einnig af mikilli alúð. Heim til okkar kom hún og ræddi málefni líðandi stundar – engin lognmolla þar. Takmarkanir sem núverandi heimsfaraldur hefur sett á samskipti dýpkuðu sam- heldni og vinskap, og við hitt- umst þá í okkar „sérríkúlu“. Við munum sakna elsku Línu okkar. Hún var falleg, vel gefin sterk kona, mikil húsmóðir – allt lék í höndum hennar. Borðið sem lagt var fallega á, í sérríklúbbi hjá Línu, bar þess líka merki. Hún prjónaði og gat gert við allt sem þurfti og hjálpaði sérrísyst- um við gardínusaum og fleira. Hún átti alltaf eitthvað til að gefa, t.d. eigin barnabörnum og einnig okkar hinna. Lína var saumakona, breytti flíkum og lagaði og saumaði fyrir vini og vandamenn. Fyrir eina okkar gerði hún meira að segja fallega dýrindis dragt. Hún saumaði sinn eigin brúðarkjól en þau Þórarinn áttu gullbrúðkaup á þessu ári. Kvenfélag Húsavíkur og þar með samfélagið allt naut krafta hennar og var hún t.d. leiðandi í laufabrauðsgerð, átti fallegustu kökur, fór fyrir þorra- blótum og var lengi í stjórn. Lína var oft þungamiðjan í fjörugum hreinskilnum um- ræðum þar sem heiðarleiki henn- ar kom svo vel í ljós og þá var líka oft mikið hlegið. Hún stóð föst á sínu og það var aðdáun- arvert hvernig hún höndlaði bar- áttuna við krabbameinið, með til- heyrandi vanlíðan, á svo jákvæðan hátt. Ljóslifandi er mynd í huganum af Línu fara hjólandi úr Árholtinu, staðföst og ljómandi á svip. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Við sendum Þórarni, Hafþóri, Tinnu, Rakel og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi minningin um Línu lifa. Hildur Baldvinsdóttir (Hilla), Hólmfríður Benediktsdóttir (Hóffý), Svala Hermannsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Sigurlína Jónsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, SIGURÐUR RAGNAR KRISTJÁNSSON Siggi Raggi, lést á Borgarspítalanum sunnudaginn 1. ágúst. Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 19. ágúst klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni, hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlát. Þeim sem vilja minnast Sigga er bent á Handverkstæðið Ásgarð, reikningur: 528-26-123456, kennitala 610396-2679. Kristján Guðni Hallgrímsson Steinhildur Sigurðardóttir Edda Björk Kristjánsdóttir Jón Trausti Ólafsson Dilja Björk Örvarsdóttir Arnar Ingi Traustason Hildur Karitas Traustadóttir Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BORGÞÓR SIGURJÓNSSON, Boggi, Nestúni 6, Hvammstanga, lést á Heilbrigðisstofnun Akraness þriðjudaginn 27. júlí. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 12. ágúst klukkan 13. Einnig verður streymt frá athöfninni í gegnum mbl.is/andlat. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Félag áhugafólks um Downs-heilkenni, www.downs.is. Sylvía Marta Borgþórsdóttir Rósa Karen Borgþórsdóttir Dagur Hilmarsson Kristín Björg Borgþórsdóttir Sigríður Kling barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANNES PÉTURSSON, prófessor í geðlækningum, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk miðvikudaginn 4. ágúst. Hann verður jarðsunginn í Dómkirkjunni 16. ágúst klukkan 15 og verður athöfninni streymt á www.sonik.is/hannes. Færum starfsfólki Markar þakkir fyrir allan kærleikann og einstaka umönnun. Júlíana Sigurðardóttir Sólveig Guðrún Hannesd. Jónas Páll Jónasson Kristín Inga Hannesdóttir Hilmar Hauksson Þórunn Hannesdóttir Jason Andrew Doyle og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR ÓLAFSSON fv. póst- og símstöðvarstjóri Hrísmóum 1, Garðabæ, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Hraunvangi, Hafnarfirði, miðvikudaginn 4. ágúst. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju klukkan 15 þriðjudaginn 10. ágúst. Þeim sem vilja minnast hans er bent á krabbameinsfélög. Guðbjörg Þorleifsdóttir Sigurborg Sigurðardóttir Ljótur Ingason Svanhvít Sigurðardóttir Ragnar Jörundsson María Sigurðardóttir Páll Sigurðsson Halldór Ó. Sigurðsson Margrét H. Hjaltested Þóra Sigurðardóttir Sigurður G. Jóhannsson Ingvar E. Sigurðsson Edda Arnljótsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG ÁGÚSTA BIRGISDÓTTIR Vesturbergi 78, Reykjavík, lést á Landspítalanum v/Fossvog, mánudaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Hvalsneskirkju, fimmtudaginn 12. ágúst klukkan 14. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/thorbjorg Vilhjálmur Jón Gunnarsson Svanfríður Sturludóttir Gunnar G. Gunnarsson Hafdís Sigurjónsdóttir Rósalind María Gunnarsd. Ágúst Erling Gíslason Einar Þór Haraldsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.