Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021
50 ÁRA Fanney fæddist í
Reykjavík, en ólst upp á
Ljótarstöðum í Skaftár-
tungu. Fanney fór í fram-
haldsskóla til Akureyrar þar
sem elsta systir hennar bjó.
Hún ílentist í bænum í
nokkur ár og lauk þaðan
kennaranámi. „Ég fór svo til
Þistilfjarðar í sex ár og var
fyrst kennari og síðar skóla-
stjóri í Svalbarðsskóla. Það-
an fór ég svo aftur til Akur-
eyrar og lauk við meistara-
nám í skólastjórnun.“ Þá
var förinni heitið til Vest-
mannaeyja. „Þar var verið
að sameina grunnskólana í
rúmlega 700 nemenda skóla,
Grunnskóla Vestmanna-
eyja, og ég fékk að leiða það
verkefni og var þar í sjö ár.
Það var frábært að eiga
gelgju og svo ungling í Eyj-
um í þorpi sem tekur fullan
þátt í að ala upp öll sín börn.“ Fanney fór svo aftur upp á land og var skóla-
stjóri í Hveragerði í þrjú ár. „Eftir það var ég á landvarðanámskeiði og sá
auglýst eftir þjóðgarðsverði og það vildi svo vel til að það var á mínu heima-
svæði og frá 2017 hef ég verið þjóðgarðsvörður á vestursvæði Vatnajökuls-
þjóðgarðs og er með aðstöðu á Kirkjubæjarklaustri. Núna er ég komin í fullt
starf við að passa fjöllin mín.“
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Fanneyjar er Bergur Kristinn Guðnason húsa-
smíðameistari, f. 15.10. 1973. Dóttir Fanneyjar er María Ösp Árnadóttir, f.
25.12. 1995, leikskólastarfsmaður og hún býr, með fjölskyldu sína, í grennd-
inni við móður sína. „Ég er svo stálheppin að hún elti mig síðasta hlutann í
flakkinu.“ Foreldrar Fanneyjar eru hjónin Helga Bjarnadóttir, f. 1941, og
Ásgeir Sigurðsson, f. 1929, d. 2007, fv. bændur á Ljótarstöðum.
Fanney Ásgeirsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þið þurfið að hafa alla hluti á hreinu
áður en þið takið ákvörðun í veigamiklum
málum. Framlag ykkar skiptir máli svo
gangið beint til verks.
20. apríl - 20. maí +
Naut Kannski er þetta dagurinn til þess að
setjast niður og skrifa ástarbréf. Tilfinning-
arnar eiga það til að hlaupa með þig í gönur.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þér kann að þykja framkoma ein-
hverra vinnufélaga skrýtin. Um leið og þú
ert opinn gagnvart öðrum skaltu fara þér
hægt við að hleypa fólki of nálægt þér.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Því meira sem einhver sækist eftir
viðurkenningu þinni, því minna ertu til í að
veita hana. Hafðu það einfalt.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Leitaðu á vit góðrar bókar eða
skemmtilegrar bíómyndar ef þú ert eitthvað
dapur. Heppnin gæti verið með þér á næst-
unni.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú ert að hugsa um of mörg mál í
einu og missir við það alla starfsorku. Taktu
þér tíma til þess að hugsa málið og helst
leysa það sem fyrst.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það er einhver umræða í gangi sem
kann að snerta þig svo þér er fyrir bestu að
hafa allt þitt á hreinu. Ekki eru allir viðhlæj-
endur vinir.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Það er hætt við að þú hverfir
inn í draumheima í dag og gleymir raun-
veruleikanum. Hugsaðu þitt, framkvæmdu
þinn vilja og láttu aðra ekki ráðskast með
tíma þinn.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Dagurinn í dag er kjörinn, hvort
sem það eru teiti, rómantísk stund eða
skemmtileg dægrastytting.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú þarft ekki að gera alla hluti
sjálfur. Þótt eitthvað hafi gerst í gamla daga
þýðir það ekki að það gerist aftur. Margar
hendur vinna létt verk.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Lífið virðist áskorun þegar þú
kemur heim úr einum af þínum stóru ævin-
týrum. Eitthvað gerist sem breytir sýn þinni
á veröldina.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Láttu ekki hugfallast þótt hug-
myndir þínar hafi ekki fallið í góðan jarðveg.
Láttu nokkra daga líða svo þú náir að fram-
kalla skýrari mynd af stöðu mála.
minni hálfu. Kennsluárin í HÍ voru
mjög skemmtileg og dýrmæt og ég
hafði yndi af umgengni við unga,
fríska hjúkrunarfræðinema og sam-
kennara, en maður þarf alltaf að
þekkja sinn vitjunartíma. Þegar
fangið er orðið of fullt þarf að velja og
hafna.“
Árið 1993 fór fjölskyldan með
börnin tvö, Freydísi og Gauta, til
Colorado í BNA þar sem þau bjuggu
næstu tvö árin og hún lauk meist-
araprófi í geðhjúkrun og stjórnun, en
Hjálmar MBA-námi. „Það var ævin-
týri líkast að kynnast University of
Colorado, ómetanleg reynsla og
menntun. Árið 2001 hóf ég doktors-
nám við læknadeild, en því er ólokið
enn, því það hefur verið svo ansi mik-
ið að gera í vinnunni!“ Í tengslum við
námið tók Guðný nokkra kúrsa í
Heilsuverndarháskólanum í Gauta-
þetta mikið starf í viðbót við fram-
kvæmdastjórastöðuna á Borgar-
spítalanum og fjölskylduumsýslu. Ég
sagði því upp lektorsstoðunni 1992,
„ganske pænt“, sem mörgum þótti
undarleg ákvörðun og mikil fórn af
G
uðný Anna Arnþórs-
dóttir fæddist 7. ágúst
1951 í Sundforshúsi á
Eskifirði og var lang-
yngst fjögurra systkina.
Hún ólst eiginlega upp sem einka-
barn, því systkinin voru meira en
áratug eldri en hún. „Ég ólst upp við
mikið ástríki í skjóli dásamlegrar
fjölskyldu og trúði því einlæglega
langt fram á fullorðinsár að allir
væru góðir og með góðar fyrirætl-
anir. Umhverfið á Eskifirði var
ákjósanlegt fyrir ung börn og lífið lék
við mann á alla kanta.“ Guðný ákvað
að fara ein síns liðs í Verzlunarskóla
Íslands aðeins 15 ára gömul. Þar
tóku við sex ár í námi, fjögur til versl-
unarprófs og tvö til stúdentsprófs.
Það varð henni til happs að hún eign-
aðist lífstíðarvini í skólanum sem
gerðu veruna frá fjölskyldunni létt-
bærari.
Guðný fór í bókmenntafræði í Há-
skóla Íslands, en síðan í hjúkrunar-
fræði þegar sú námsleið opnaðist í
HÍ árið 1973 og hún útskrifaðist með
B.Sc.-próf árið 1977. „Við vorum
fyrsti árgangurinn sem útskrifaðist
úr hjúkrunarfræði og við tóku anna-
söm ár.“ Fljótlega ákvað Guðný að
bæta við kennsluréttindum og hafði
mjög gaman af því námi líka. „Ég
hafði alltaf mestan áhuga á sálar-
fræði og geðfræðum öllum, þ.m.t.
geðsjúkdómum. Hef alltaf verið upp-
tekin af innsta eðli mannsins og raun-
ar eðli lífsins í alheimi.“ Eftir loka-
próf vann hún á skurðdeild á
Landakoti og hlaut þar ómetanlega
reynslu en fór svo á geðdeild Land-
spítala þar sem hún ól manninn
meira og minna næstu áratugi.
Guðný tók við hjúkrunarfram-
kvæmdastjórastarfi geðdeilda Borg-
arspítala en þær sameinuðust síðar
geðdeild Landspítala, þannig að þá
var hún komin í hring.
„Ég hafði verið beðin að taka að
mér kennslu í geðhjúkrun við náms-
braut í hjúkrunarfræði árið 1991 á 4.
ári námsbrautarinnar.“ Það gerði
hún með glöðu geði og sótti síðan um
lektorsstöðu við námsbrautina 1984
og varð þar með fyrsti lektorinn í
geðhjúkrun við HÍ. „Þótt einungis
væri um hlutastöðu að ræða varð
borg og fór þangað nokkrum sinn-
um í þeim tilgangi. Þegar hún hafði
nýhafið doktorsnámið var henni
bent á auglýsingu um starf
starfsmannastjóra hjá Svæð-
isskrifstofu málefna fatlaðra í
Reykjavík. „Ég hafði nýlokið við að
stjórna stofnun á geðheilsuteymi við
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
og fannst upplagt að slá til. Þar
kynntist ég nýjum og spennandi
heimi, fullum af áskorunum. Eina
ferðina enn tók ég svo þátt í flutn-
ingi málaflokks og endurskipu-
lagningu þegar málefni svæð-
isskrifstofunnar fluttu til Reykja-
víkurborgar 2011. Þar starfaði ég
svo sem sérfræðingur mannauðs-
mála og handleiðari. Enn er ég að
handleiða starfsmenn velferðarsviðs
Reykjavíkurborgar og taka þátt í
starfsmannamálum eftir tilvísunum,
Guðný Anna Arnþórsdóttir geðhjúkrunarfræðingur M.Sc. – 70 ára
Barnabörn Guðný Anna með tvö af fjórum barnabörnum sínum,
þeim Móeiði og Violet. Dýrleif og Styr eru ekki með á myndinni.
Fyrsti lektorinn í geðhjúkrun
Útskriftin Guðný lauk meistara-
námi í geðhjúkrun og stjórnun frá
University of Colorado árið 1995.
Áhuginn Guðný Anna hefur alltaf haft brenn-
andi áhuga á innsta eðli mannskepnunnar.
Til hamingju með daginn
Helga
rútgá
fanEinar
bárða
- anna
magg
a - yn
gvi ey
stein
s
Alla l
augar
daga
frá k
l 9-12