Morgunblaðið - 07.08.2021, Qupperneq 32
32 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021
Norska kvennalandsliðið í hand-
knattleik, undir stjórn Þóris Her-
geirssonar, mun leika um brons-
verðlaun á Ólympíuleikunum í
Tókýó rétt eins og liðið gerði á leik-
unum í Ríó árið 2016.
Þórir mátti sætta sig við súrt tap
í gær fyrir liði Rússlands 27:26 en
rússneska liðið mætir því franska í
úrslitaleiknum. Sömu lið mættust í
úrslitum í Ríó. Noregur minnkaði
muninn í 27:26 þegar um ein og hálf
mínúta var eftir en rússneska liðinu
tókst að halda boltanum út leiktím-
ann án þess að skjóta á markið.
Noregur leikur
um brons
AFP
Alvarlegur Þórir Hergeirsson
fylgist með gangi mála í gær.
Gestgjafarnir eru komnir í úrslit í
kvennaflokki í körfuknattleik-
skeppni Ólympíuleikanna í Tókýó.
Japan lagði Frakkland að velli í
undanúrslitum 87:71 og fær verð-
ugt verkefni í úrslitaleiknum. Þar
mætir Japan liði Bandaríkjanna
sem vann Serbíu í undanúrslitum.
Þær bandarísku unnu með sann-
færandi hætti 79:59.
Sigurganga Bandaríkjanna er
ævintýraleg á Ólympíuleikum en
fara þarf aftur til leikanna 1992 til
að finna annan sigurvegara en
Bandaríkin í kvennaflokki.
AFP
Í úrslit Gleði Maki Takada leik-
manns Japan var ósvikin.
Þær japönsku
leika til úrslita
STJARNAN – ÞÓR/KA 1:1
1:0 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir 12.
1:1 Karen María Sigurgeirsdóttir 89.
M
Málfríður Sigurðardóttir (Stjörnunni)
Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni)
Betsy Hassett (Stjörnunni)
Hildigunnur Benediktsdóttir (Stjörn.)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 7.
Áhorfendur: 78
VALUR – ÍBV 1:0
1:0 Fanndís Friðriksdóttir 90.
M
Málfríður Anna Eiríksdóttir (Val)
Dóra María Lárusdóttir (Val)
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val)
Ída Marín Hermannsdóttir (Val)
Fanndís Friðriksdóttir (Val)
Guðný Gestsdóttir (ÍBV)
Annie Williams (ÍBV)
Clara Sigurðardóttir (ÍBV)
Helena Jónsdóttir (ÍBV)
Dómari: Helgi Mikael Jónsson – 8.
Áhorfendur: 181.
TINDASTÓLL – BREIÐABLIK 1:3
1:0 Jacqueline Altschuld 2.
1:1 Karitas Tómasdóttir 17.
1:2 Ásta Eir Árnadóttir 55.
1:3 Karitas Tómasóttir 68
M
Jasqueline Altschuld (Tindastóli)
Karitas Tómasdóttir (Breiðabliki)
Áslaug M. Gunnlaugsdóttir (Breiðabliki)
Ásta Eir Árnadóttir (Breiðabliki)
Dómari: Eðvarð Eðvarðsson – 7.
Áhorfendur: 150.
KEFLAVÍK – FYLKIR 1:2
1:0 Tina Marlot 15.
1:1 Bryndís Arna Níelsdóttir 35.
1:2 Bryndís Arna Níelsdóttir 73.
MM
Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylki)
MNatasha Anasi (Keflavík)
Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Tina Marlot (Keflavík)
Tinna Brá Magnúsdóttir (Fylki)
Shannon Simon (Fylki)
Sæunn Björnsdóttir (Fylki)
Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylki)
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7.
Áhorfendur: 110.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.
FÓTBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Fanndís Friðriksdóttir var hetja
toppliðs Vals er liðið vann torsótt-
an 1:0-sigur á ÍBV á heimavelli í
Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta
í gærkvöldi. Fanndís kom inn á
sem varamaður á 64. mínútu og
skoraði sigurmarkið í uppbót-
artíma.
Valur er því enn með fjögurra
stiga forskot á Breiðablik í spenn-
andi toppbaráttu, þegar efstu liðin
eiga fjóra leiki eftir. Breiðablik og
Valur mætast í næstu umferð og
fara Valskonur langt með að
tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn
með sigri.
„Undir lokin varð pressan mikil
á Eyjakonum og þreytan mikil en
þær hentu sér enn á alla bolta og
fyrir öll skot. Í blálokin komst
Clara Sigurðardóttir í frábært
færi en Sandra Sigurðardóttir í
marki Vals kom vel út á móti.
Valskonur geystust í sókn og hver
önnur en Fanndís skoraði sig-
urmarkið,“ skrifaði Stefán Stef-
ánsson m.a. um leikinn á mbl.is.
Svöruðu eftir áfall í byrjun
Breiðablik gerði góða ferð á
Sauðárkrók og vann 3:1-sigur á
Tindastóli eftir áfall strax í byrj-
un. Jacqueline Altschuld kom
Tindastóli yfir strax á 2. mínútu
en Breiðablik svaraði með tveimur
mörkum frá Karitas Tómasdóttur
og einu frá Ástu Eir Árnadóttur
og vann að lokum sanngjarnan
sigur.
Sigurinn var nauðsynlegur fyrir
Breiðablik í eltingarleiknum við
Val. Tindastóll er hins vegar kom-
inn í fallsæti á nýjan leik.
„Eftir þriðja mark Blikakvenna
voru þær líklegri til að bæta við
fleiri mörkum en sú varð ekki
raunin. Lokatölur urðu því 3:1 fyr-
ir Blikakonur sem reyndust vera
númeri of stórar fyrir Króksarana
sem gáfu þeim þó ágætan leik,“
skrifaði Sæþór Már Hinriksson
m.a. um leikinn á mbl.is.
Bryndís hetjan í botnslagnum
Fylkir vann gífurlega mik-
ilvægan 2:1-útisigur á Keflavík.
Fyrir leik voru liðin í tveimur
neðstu sætunum með níu stig
hvort en ljóst var að sigurliðið
færi úr fallsæti, svo lengi sem
Tindastóll myndi ekki vinna
óvæntan sigur á Breiðabliki.
Tina Marolt kom Keflavík yfir á
15. mínútu en Fylkir svaraði með
tveimur mörkum frá Bryndísi
Örnu Níelsdóttur.
„Sigurinn gefur Fylki byr undir
báða vængi fyrir harðan fallslag
sem fram undan er, en sigrarnir
verða að vera fleiri. Tapið er áfall
fyrir Keflavík sem hefur nú tapað
sex leikjum í röð,“ skrifaði und-
irritaður m.a. um leikinn á mbl.is.
Skorað í byrjun og í lokin
Þá skildu Stjarnan og Þór/KA
jöfn, 1:1, í Garðabænum. Hildi-
gunnur Ýr Benediktsdóttir kom
Stjörnunni yfir snemma leiks en
Karen María Sigurgeirsdóttir
jafnaði fyrir Þór/KA á 89. mínútu.
Stjarnan er áfram í þriðja sæti
deildarinnar með 20 stig og Þór/
KA er áfram í sjöunda sæti deild-
arinnar með 15 stig.
Sigurmark
Fanndísar
gulls ígildi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hlíðarendi Hanna Kallmaier fyrirliði ÍBV og Ásdís Karen Halldórsdóttir.
- Valskonur áfram með fjögurra stiga
forskot - Fylkir vann botnslaginn
Ljósmynd/Jóhann Helgi
Sauðárkrókur Karíatas Tómasdóttir skoraði tvívegis í gær.
Pepsi Max-deild kvenna
Stjarnan – Þór/KA ................................... 1:1
Valur – ÍBV............................................... 1:0
Tindastóll – Breiðablik ............................ 1:3
Keflavík – Fylkir ...................................... 1:2
Staðan:
Valur 14 11 2 1 39:15 35
Breiðablik 14 10 1 3 49:21 31
Stjarnan 13 6 2 5 16:18 20
Þróttur R. 12 5 3 4 26:23 18
Selfoss 13 5 3 5 18:17 18
ÍBV 13 5 1 7 20:28 16
Þór/KA 14 3 6 5 15:21 15
Fylkir 13 3 3 7 13:30 12
Tindastóll 13 3 2 8 10:21 11
Keflavík 13 2 3 8 11:23 9
Lengjudeild kvenna
Grótta – Víkingur R. ................................ 0:3
Staða efstu liða:
FH 13 9 2 2 34:11 29
KR 13 9 2 2 33:17 29
Afturelding 12 7 4 1 29:11 25
Víkingur R. 13 5 4 4 23:22 19
Lengjudeild karla
Grindavík – Vestri .................................... 1:2
Afturelding – Þór ..................................... 2:0
Þróttur R. – Kórdrengir .......................... 0:3
Staðan:
Fram 14 12 2 0 38:10 38
ÍBV 14 9 2 3 27:13 29
Kórdrengir 13 7 4 2 22:14 25
Vestri 15 8 1 6 25:28 25
Fjölnir 15 7 2 6 19:18 23
Grótta 15 6 2 7 30:29 20
Grindavík 15 5 5 5 27:30 20
Afturelding 14 5 4 5 29:26 19
Þór 15 5 4 6 29:26 19
Selfoss 15 3 3 9 22:34 12
Þróttur R. 15 3 1 11 25:36 10
Víkingur Ó. 12 0 2 10 15:44 2
2. deild karla
Njarðvík – Kári......................................... 2:2
KF – Völsungur ........................................ 2:2
Haukar – Þróttur V.................................. 1:2
Rúmenía
Mioveni – CFR Cluj.................................. 0:1
- Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik-
mannahópi CFR Cluj.
Pólland
Lech Poznan – Cracovia ......................... 2:0
- Aron Jóhannsson var ekki í leikmanna-
hópi Lech Poznan.
Danmörk
Midtjylland – Vejle .................................. 4:1
- Elías Rafn Ólafsson var ónotaður vara-
maður hjá Midtjylland en Mikael Anderson
var ekki í leikmannahópnum.
Silkeborg – Viborg .................................. 4:1
- Stefán Teitur Þórðarson lék fyrstu 75
mínúturnar hjá Silkeborg.
Bröndby – Kolding .................................. 5:1
- Barbára Sól Gísladóttir var ekki í leik-
mannahópi Bröndby.
B-deild:
Horsens – Helsingör................................ 0:1
- Ágúst Eðvald Hlynsson var ónotaður
varamaður hjá Horsens.
>;(//24)3;(
Ólympíuleikarnir
Konur, undanúrslit:
Frakkland – Svíþjóð............................. 29:27
Noregur – Rússland............................. 26:27
E(;R&:=/D
Ólympíuleikarnir
Konur, undanúrslit
Bandaríkin – Serbía ............................. 79:59
Japan – Frakkland ................................87:71
>73G,&:=/D
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsí Max deildin:
Domusvöllurinn: Leiknir R. – Valur ......S17
Víkingsvöllur: Víkingur R.– KA .............S17
HS Orku völlur: Keflavík – Fylkir ....S19:15
Meistaravellir: KR – FH....................S19:15
Norðurálsvöllurinn: ÍA – HK ............S19:15
Lengjudeild karla:
Ólafsvík: Víkingur – ÍBV ........................L14
Lengjudeild kvenna:
Ásvellir: Haukar – Afturelding ..............L14
Kópavogsvöllur: Augnablik – HK ..........S15
2. deild karla:
Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – KV ............L14
BLUE-völlurinn: Reynir S – Leiknir F.L14
Hertz völlurinn: ÍR – Magni...................L14
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR
Bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins fer
fram í Kaplakrika í dag. Keppt verður í
flokkum fullorðinna en einnig 15 ára og
yngri. Keppni hjá fullorðnum hefst kl 13.
GOLF
Íslandsmótið í golfi heldur áfram á Jað-
arsvelli á Akureyri um helgina og lýkur á
morgun. Þriðji keppnisdagur er í dag og
lokadagurinn á morgun.
UM HELGINA!