Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.08.2021, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Fegurð hinnar íslensku náttúru, heillandi mannlíf og falleg vinátta er meðal þess sem fyrir kemur í nýrri bók Gróu Finnsdóttur, sem ber tit- ilinn Hylurinn. Þar koma þó líka við sögu myrkustu hliðar mannlífsins enda um glæpa- og spennusögu að ræða. „Aðalpersónan heitir Snorri og er 66 ára gamall karlmaður. Hans helsta einkenni er að hann er skyggn. Hann er samt ekkert skrít- inn þótt hann sjálfur segi að hann hljóti að vera skrítinn í augum ann- arra,“ segir höfundurinn. Snorri segir söguna í fyrstu persónu en inn í þá frásögn fléttast kaflar af annarri persónu, sem einnig segir sína sögu. „Það er stúlka sem heitir Sólrún og hefur lent í mjög grófu ofbeldi af hendi föður síns. Svo skarast leiðir þeirra Snorra þegar fram líður með mjög afgerandi hætti.“ Gróa segir einnig frá áhugaverðri aukapersónu sem lesandinn kynnist í gegnum sögumanninn Snorra. „Hann heitir Stefán og er fyrrver- andi bankamaður sem gerist hálf- gerður hippi á efri árum. Hann er kominn undir nírætt en lítur út fyrir að vera um fertugt.“ Stefán hefur sjálfur alls konar skýringar á því af hverju hann er svona hress. Íslensk erfðagreining fær áhuga á þessum unglega manni og hann verður við- fangsefni stórrar alþjóðlegrar rann- sóknar. Hinn hræðilegasti glæpur Framvinda bókarinnar hverfist um ýmsa glæpi sem framdir eru en Gróa vill ekki ljóstra upp of miklu um þá til þess að eyðileggja ekki spennuna fyrir tilvonandi lesendum. Ofbeldi gegn börnum er mikil- vægt umfjöllunarefni í skáldsögu Gróu og frásagnir af slíku hafa greinilega átt sinn þátt í að Hylurinn varð til. „Ég átti heima í Svíþjóð um tíma og þá kynntist ég stúlku sem sagði mér frá ofsalega ljótu ofbeldi af hendi föður hennar og það hvarf ekkert úr huga mér. Maður væri al- veg skyni skroppinn ef þær hefðu ekki áhrif á mann allar þessar frétt- ir, allar þessar sönnu sögur, sem maður heyrir. Einhver hræðilegasti glæpur sem maður getur framið er ofbeldi gagnvart börnum. Þetta sat í mér.“ Gróa fór að skrifa út frá þessu og sagan hennar Sólrúnar varð til. Síð- ar bjó hún til sögumanninn Snorra og fléttaði sögur þeirra saman. „Ég fór síðan smám saman að sýna fólki þetta í köflum og bútum. Svo sagði einhver að ég ætti að láta gefa þetta út sem ég svo gerði,“ segir höfund- urinn um tilurð bókarinnar. „Ég vona að einhver hafi ánægju af að lesa hana þótt þetta sé sorgleg saga. Hún er líka falleg, ég vona að einhverjum finnist það.“ Huggun felst í náttúrunni Höfundurinn er bókasafnsfræð- ingur og hefur í seinni tíð starfað sem sérfræðingur hjá Þjóðminja- safninu. Hún hefur því langa reynslu af því að flokka bækur eftir efni en segir svolítið vandmeðfarið að finna Hylnum réttan flokk. „Þetta er skáldsaga og því væri auðvelt að setja hana í þann flokk en ef ég ætti að flokka hana eitthvað efnislega þá væri þetta svolítið erfitt. Þetta er glæpasaga en þarna líka svolítil heimspeki, það er mikil mystík yfir henni og íslensk náttúra kemur mik- ið við sögu.“ Gróu tekst þó að lýsa því sem fyrir henni er kjarni verksins. „Þetta er bók sem lýsir því hversu mikil hugg- un felst í náttúrunni og umgengni við hana. Það þarfnast allir fegurðar og mystíkur í lífið og það vantar svo- lítið í dag. Þetta stuðlar allt að því að vera heil og ástrík manneskja. Það er ekki alveg allt sem sýnist í kring- um okkur og ef við opnuðum skiln- ingarvitin aðeins meira þá sæjum við ýmislegt. Við ættum að veita betur athygli því smáa og fagra í kringum okkur heldur en að æða áfram ósjá- andi. Það er mín persónulega skoð- un að það næri ástina sem við þurf- um á að halda meira en nokkru sinni áður.“ Hylurinn er fyrsta skáldverk Gróu, fyrir utan nokkrar smásögur og ljóð sem birst hafa hér og þar. Hún birti meðal annars nokkrar smásögur í riti sem hópur ungra höf- unda gaf út fyrir nokkrum árum, þemariti sem tengdist jólum og bar einfaldlega titilinn Jólasögur. „Ég lenti í ástarsorg þegar ég var 15 ára og þá skrifaði ég mjög harm- ræna ástarsögu. Hún fór náttúrlega afskaplega vel. Ég skrifaði mig út úr ástarsorginni, sem var nú ekki mjög alvarleg eins og þú getur ímyndað þér. Maður var bara 15 ára. Þá hugs- aði ég með mér að ég gæti kannski skrifað þegar ég hefði tíma til. Síðan þá hef ég eitthvað verið að leika mér.“ Dásamlegt ef maður hefur tíma Nú hefur Gróa loksins rýmri tíma til að sinna skrifunum. „Ég er að hætta að vinna og maður er alveg hreint í fullu fjöri svo þá verður mað- ur að hafa eitthvað að gera. Ég er byrjuð á annarri sögu en maður veit aldrei hvað gerist. Ég hef mjög gam- an af þessu og þetta er alveg dásam- legt ef maður hefur tíma til þess.“ Það fylgir starfi Gróu á bókasafn- inu að lesa mikið og vera vel að sér um bókmenntir og hún segir það án efa hjálpa við skrifin. „Ég vorkenni mikið þeim sem lesa aldrei neitt nema fréttir, skilaboð eða eitthvað í tölvunni.“ Sjálf les hún hefðbundnar bækur í pappírsformi og rafbækur og segir auk þess frábært að hlusta á hljóð- bækur. Þessar þrjár tegundir bóka séu góðar saman. Hún segir þó að ef hún virkilega vilji einbeita sér að því að lesa góða bók verði hún að hafa textann fyrir framan sig, á pappír eða spjaldtölvu. „Ef ég les fallega setningu vil ég ekki þurfa að spóla til baka til þess að heyra hana aftur. Þá verð ég að fá að sjá hana.“ Morgunblaðið/Unnur Karen Höfundur „Þetta er glæpasaga en þarna er líka svolítil heimspeki, það er mikil mystík yfir henni og íslensk náttúra kemur mikið við sögu,“ segir Gróa Finnsdóttir bókasafnsfræðingur og rithöfundur um bókina Hylinn. „Það þarfnast allir mystíkur í lífið“ - Gróa Finnsdóttir hefur skrifað sína fyrstu skáldsögu - Hylurinn er glæpasaga sem er í senn sorg- leg og falleg - „Við ættum að veita betur athygli því smáa og fagra í kringum okkur,“ segir hún Eitt þekktasta umhverfislistaverk síðustu aldar, Spiral Jetty sem bandaríski listamaðurinn Robert Smithson (1938-1973) skapaði árið 1970 og skagaði út í Great Salt Lake-stöðuvatnið í Utah, er nú komið langt upp á þurrt land þar sem vatnsborðið hefur lækkað gríðarlega í miklum þurrkum í sumar. Miklir hitar og viðvarandi þurrkur hafa einkennt veðurfar sumarsins í vest- urhluta Bandaríkjanna og er vatnsstaða í stöðuvötnum og vatnsbólum víða orðin mjög lág. Fjöldi fólks leggur leið sína að Spiral Jetty á ári hverju enda um eitt kunn- asta og mikilvægasta myndlistarverk síns tíma að ræða. Verkið er 460 metra langt og 15 metra breitt. AFP Þurrkar Great Salt Lake-stöðuvatnið hefur minnkað mikið og fallið frá frægu verki Roberts Smithsons. Spiral Jetty komið upp á þurrt land ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.