Morgunblaðið - 07.08.2021, Side 36

Morgunblaðið - 07.08.2021, Side 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 K annski myndi ekki hver sem er gefa þessari frum- raun Önnu Hafþórs- dóttur fimm stjörnur. Það breytir því þó ekki að ég sé mig knúna til þess að gera einmitt það. Bókin snerti við mér á einhvern ólýsanlegan hátt og talaði beint inn í hugarheim minn, hún átti svo vel við á því augnabliki sem ég opnaði hana að lesturinn varð nánast óþægilegur á köflum. BRAVÓ Það er, eftir minni reynslu, sjaldan sem bækur ná að skilja lesanda sinn eftir svona snortinn og saddan á sama tíma. Bókin var akkúrat nóg. Uppbygging sög- unar er upp á tíu og nær Anna með undraverð- um hætti að hnýta alla lausa enda án þess að reyna um of. Best verður upp- lifuninni sem lesturinn var lík- lega lýst með orðinu sem ég ritaði á síðustu blaðsíðu hennar, í hástöfum: BRAVÓ. Að telja upp í milljón er í raun uppvaxtarsaga Rakelar, ungrar konu sem starfar í kvikmynda- iðnaðinum og á erfitt með að finna sig. Það eina sem hún virðist raun- verulega vita um sjálfa sig og heim- inn er að hana langar ekki að skila annarri manneskju inn í veröldina. Þótt sambandsslit Rakelar og kær- asta hennar séu í forgrunni eru það í raun tengsl og tengslaleysi Rakelar við fjölskyldu sína sem byggja sög- una upp. Fortíðin fléttast inn í nútíð- ina og Rakel tekur afdrifaríka ákvörðun um framtíðina. Konan og líkaminn Bókin er mjög nútímaleg og snertir á ýmsu sem varðar veruleika ungra kvenna á Íslandi í dag. Þar ber helst að nefna móðurhlutverkið, hlutverk sem almennt virðist talið sjálfgefið að konur vilji, og séu jafnvel óðar í, að taka að sér. Ákvörðunarvaldið yfir eigin líkama er þannig í raun lít- ið og þegar Rakel tekur valdið al- gjörlega í eigin hendur mæta henni neikvæð viðbrögð. En krafan um styrk og einbeittan vilja, sem marg- ar konur finna að hvílir á þeim eins og mara, birtist líka skýrt í bókinni í þessu samhengi. Leyfið til að efast er takmarkað, því þá staðfestir kon- an álit samfélagsins. Lesandinn fær að sjá glitta í efa Rakelar, eðlilegan efa, sem staðfestir ekkert nema það að hún sé mannleg. Það eru smáatriðin sem gera bók- ina að því sem hún er, það hvernig höfundur skrifar um valið á parketi, dregur fram ýmis atriði sem fram- kalla nostalgíu, eins og svala með sítrónubragði og hljóðin í skilaboða- forritinu MSN, sem og skrautlegar aukapersónur sem gera söguheim- inn heildstæðan. Myndin sem höfundur dregur upp af ástinni er bæði raunsæ og falleg. Ástin er ekki sett á stall og eru lýs- ingar á henni raunsæjar. Rakel elsk- ar augljóslega kærastann fyrrver- andi og þótt ástin sé hversdagsleg er hún sannarlega ekki verri fyrir því. Ást sem endist er einmitt það; hluti af veruleikanum, ekki eitthvað skýj- um ofan. Ég fann pláss fyrir hann án þess að þurfa að reyna of mikið á mig, hann kom sér bara fyrir í einhverju holrými innra með mér sem var í laginu eins og Örn. Það er líklega fátt eftir að segja nema: Takk Anna. Vonandi verða bækurnar frá þér fleiri en þessi eina, því ég bíð í það minnsta með óþreyju eftir næsta verki. Akkúrat nóg Morgunblaðið/Unnur Karen Anna Hafþórsdóttir Það er „sjaldan sem bækur ná að skilja lesanda sinn eftir svona snortinn og saddan á sama tíma,“ segir gagnrýnandinn. Skáldsaga Að telja upp í milljón bbbbb Eftir Önnu Hafþórsdóttur. Forlagið, 2021. Kilja, 167 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Samskeyti er heiti sýningar sem verður opnuð í Gallery Porti, Lauga- vegi 23b, í dag, laugardag, klukkan 16. Þar má sjá ný verk sem mynd- listarkonurnar Guðlaug Mía Ey- þórsdóttir og Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir hafa skapað saman á undanförnum vikum. Guðlaug Mía (f. 1988) útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist árið 2012 frá Listaháskóla Íslands. Hún lauk síðan meistaranámi árið 2018 frá Koninklijke Academie í Gent í Belg- íu. Og þær samstarfskonur hafa áð- ur unnið saman í Belgíu, ekki þó að myndsköpun heldur komu þær sam- an að rekstri sýningarsalar í Ant- werpen. Jóhanna Kristbjörg (f. 1982) starfar bæði í Antwerpen og í Reykjavík. Hún lauk meistaragráðu frá málaradeild sama skóla og Guð- laug Mía í Gent og svo tveggja ára postgraduate-námi frá HISK, einnig í Gent. Áður hafði hún lokið BA- gráðu frá myndlistardeild LHÍ. Og nú er hún að byrja að kenna í fyrr- verandi skóla þeirra í Gent, er orðin prófessor þar. Óvissuferli og óvænt stefnumót Þegar blaðamaður heimsótti lista- konurnar á sameiginlega vinustofu þeirra í fyrradag mátti sjá þar alls kyns hluta úr verkum sem hann giskaði á að myndu líka vera hlutar af væntanlegri sýningu. Sem þær staðfesta og segja vinnuferlið hafa verið afar gefandi og skemmtilegt. „Við erum gamlir vinir en höfum aldrei unnið áður saman með þess- um hætti,“ segir Guðlaug Mía. „Og ég hef bara einu sinni áður unnið svona samstarfsverkefni. Það hefur verið mjög gaman og mér hef- ur þótt gott að fá frelsi frá mínu og vera svolítið ábyrgðarlaus og leika mér! Samstarfið hefur verið mjög skemmtilegt,“ bætir Jóhanna við. – Eruð þið þá á einhvern hátt frjálsari við að bera ekki einar ábyrgð á verkum ykkar? „Já, og það er hressandi,“ svarar Guðlaug Mía. „Við höfum lagt upp með að treysta ferlinu og sjá hvert það leiðir okkur. Við höfum reynt að hverfa frá okkar eigin vanabundnu vinnubrögðum og vinna á nýjan hátt.“ – Vinnið þið sýninguna alveg sam- an? „Já, með því að kasta hugmyndum á milli,“ svara þær. „Við mætumst í ferlinu. Þetta er allt eitt samstarfs- verk.“ – Og hvað eruð þið að gera? „Við mætumst bæði í efni og fagurfræði,“ útskýrir Jóhanna. „Við snertum á mörgu, með frjálsum hætti, og leggjumst ekki í neina þunga þanka.“ „Og þetta er líka formrænt stefnumót,“ bætir Guðlaug við. „Sem er skemmtilegt.“ Jóhanna segir þær stöllur vera mjög ólíkar og þar á meðal í sköp- unarferlinu, sem hafi verið athyglis- vert fyrir þær báðar að kynnast. „Svo hefur bara verið gaman að eiga þessar vikur undarfarið saman, tím- inn hefur á margan hátt verið gef- andi.“ – Nú er Port ekki stórt rými. Er ég að horfa hér í kringum okkur á hluta þeirrar innsetningar eða verks sem þið setjið þar upp? „Já, einmitt!“ er svarið. „Þetta hefur verið visst óvissuferli þar sem stefnt hefur verið að því að verkið klárist ekki fyrr en á endapunkt- inum, við uppsetninguna. Sýningin á eftir að verða til fyrir augum okkar þegar við setjum hana upp.“ Morgunblaðið/Einar Falur Sköpunardeigla „Sýningin á eftir að verða til fyrir augum okkar þegar við setjum hana upp,“ segja Guðlaug Mía og Jóhanna Kristbjörg. Þær vinna hér saman að sköpun verka sýningarinnar á vinnustofunni sem þær hafa deilt. „Þetta er allt eitt samstarfsverk“ - Guðlaug Mía og Jóhanna Kristbjörg hafa á síðustu vikum skapað saman verk og sýna afraksturinn í Gallery Porti Jón Ingi Sigurmundsson hefur opnað sýningu á vatnslitamyndum sínum í Gallerí Listaseli, sem er í Brúarstræti 1 á Selfossi, í nýja miðbænum. Gallerí Listasel var opnað fyrir skömmu og er, eins og segir í til- kynningu, fallegt og vel staðsett. Myndefnið í vatnslitaverkum Jóns Inga er að mestu af Suður- landi, frá Selfossi, Eyrarbakka, Þingvöllum og víðar. Sýningin stendur út ágústmán- uð. Galleríið er opið kl. 11 til 14 á sunnudögum en aðra daga 11 til 18. Jón Ingi sýnir í Gallerí Listaseli Vatnslitir Hluti af einu verki Jóns Inga Sig- urmundssonar á sýningu hans á Selfossi. Keppt er í Fjallahjólreiðum á skemmtilegri braut í nágrenni Morgunblaðsins í Hádegismóum Keppt er í tíu flokkum karla og kvenna HRINGURINN mánudaginn 9. ágúst Léttar veitingar í mótslok frá Nánari upplýsingar og skráning á hri.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.