Morgunblaðið - 07.08.2021, Síða 37

Morgunblaðið - 07.08.2021, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2021 Fæst í apótekum, heilsuhúsum og heilsuhillum stórverslanna. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég hef árum saman ferðast mikið um landið, og verið við leiðsögn hluta sumars, og frá um 2015 hef ég fundið mig knúna til að einblína í málverkunum á þær hröðu breyt- ingar sem nú eiga sér stað í nátt- úrunni vegna hlýnunar jarðar,“ seg- ir myndlistarkonan Arngunnur Ýr þegar hún er trufluð við uppsetn- ingu á sýningu sinni, Umbreyt- ingum, í Hörpu. Sýningin verður opnuð kl. 14 í dag, laugardag. Arngunnur Ýr hefur í verkum sín- um lengi horft til fegurðar og stór- fengleika íslenskrar náttúru. En eins og hún segir þá sýna þessi nýju verk á sýningunni staði þar sem jöklar eru á hröðu undanhaldi og minnka ört með ári hverju. „Tilfinningar mínar gagnvart því sem er að gerast í náttúrunni verða sífellt sterkari,“ segir hún. „Breyt- ingarnar verða svo hrikalega hratt. Þessi mynd þarna,“ segir hún og bendir, „sýnir Falljökul. Ég vann hana út frá stúdíum sem ég gerði fyrir tveimur árumn. Ég kom svo aftur á staðinn í sumar og gríðar- legar breytingar hafa átt sér stað bara á þeim stutta tíma. Það er hræðilegt hvað við mennirnir erum að gera náttúrunni.“ Fjöllin syngja óð til jöklanna Arngunnur segist hafa reynt að móta málverkin á sýningunni með þeim hætti að í þeim flestum megi sjá jökul sem sé alveg hlutlaus en náttúran í kring syngi ákveðinn óð til hverfandi jökulsins. „Í fyrrahaust tók ég þátt í sýning- unni Norðrinu í Listasafni Árnes- inga í Hveragerði og tók eftir því að yngri listamennirnir í hópnum voru spenntir fyrir því að sjá hvað væri að koma undan hörfandi jöklunum. En það er ég ekki. Kannski hef ég þekkt jöklana lengur.“ – Er meiri sorg og tregi hjá þér yfir breytingunum? „Já, eflaust. Svo má segja að bak- grunnur minn í tónlist komi líka inn í verkin. Í umhverfi jöklanna eru fjöll sem mynda eins konar kór sem syngur óð til þess sem næstum því er ekki lengur, og mun hverfa eins og við vitum. Í sumum málverkanna er næstum því rókókóstemning en ég hef þær svona ýktar af ásettu ráði. Það fer næstum því út í rókókó-manner- isma. Og hvenær dúkkar manner- ismi upp í listum? Það er þegar verið er að kúvenda og gífurlegar breyt- ingar eiga sér stað. Ég var byrjuð að mála þannig áður en ég gerði mér grein fyrir því,“ segir Arngunnur en svokallaðan mannerisma í listum einkenna til að mynda ýkt og upp- hafin form. Stilla – en gríðarleg hreyfing Á undanförnum áratugum hefur Arngunnur Ýr búið bæði og starfað hér á landi og í Kaliforníu. Og verkin á sýningunni í Hörpu hafa orðið til í báðum löndum. „Ég hef málað þessi verk á síðustu tveimur, þremur árum. Ég byrja oft á verki í öðru landinu og flyt það hálfklárað á milli. Ég byrjaði þannig á mörgum þesara verk í vinnustof- unni í Kaliforníu og lauk við þau hér. Þetta er kerfið hjá mér.“ – Og er vinnutaktur sem er orðinn eðlilegur fyrir þig? „Jájá,“ svarar hún. „Myndirnar mínar hafa samt alltaf verið mjög ís- lenskar, landið hefur alltaf komið sterkt fram í þeim. Í gegnum tíðina hef ég stundum blandað í sömu myndinni saman landslagi frá ólík- um stöðum en þessar myndir hér eru allar íslenskar. Og í flestum er jökullinn til staðar. Ekki alls staðar þó. Þessi þarna er frá Ingólfshöfða og þar liggur við að lundinn sé búinn að bora höfðann í sundur. Þess vegna er líka mikið líf þar undir fót- um manns. Ég er að sýna það. Þegar ég mála þá hugsa ég oft um Kjarval og líka til dæmis um verkin frá síðasta tímabili Þorvaldar Skúla- sonar, sem hann vann í Ölfusi og er að takast á við hreyfingu á vatns- borði. Ég leik mér hér með svipað; það er ákveðin stilla í myndunum en líka gífurleg hreyfing. Við skynjum oft svo vel í íslensku landslagi hvað það var eitt sinn lifandi, eins og hraunin. Ég er alltaf að spila með þessar andstæður, að það sé kyrrð og ró en samt ekki …“ Margar sýningar á döfinni Undanfarna þrjá áratugi hefur Arngunnur Ýr fengist við farar- stjórn á Íslandi hluta sumars en raskaðist það ekki í fyrra vegna veirufaraldursins? „Jú, heldur betur. Og það hlé lít ég nú á sem hálfgerða gjöf til mín,“ svarar hún. „Ég hafði tök á að gera upp vinnustofuna mína í Hafnarfirði og er nú með yndislega nýja vinnu- stofu. Ég gat því sinnt bæði ýmsu praktísku og unnið líka óskipt að myndlistinni. Og nú er ég annað sumarið ennþá á þeim stað. Það er bara fínt því það eru margar sýn- ingar á döfinni.“ Þegar spurt er út í það segist Arn- gunnur verða með sýningu á Havaí, aðra í góðu galleríi sem hún er farin að vinna með í San Francisco og enn eina sýningu í Frakklandi. Auk þátt- töku á ýmsum safnasýningum, hér og erlendis. „Það er því ágætt að hafa góðan tíma nú til að fókusera á verkin. Ég get ekki vippað upp mynd á stuttum tíma. Hef aldrei get- að það. Ég hef alltaf þurft góðan fyrirvara og góðan tíma til að vinna mín verk.“ Við opnunina á sýningu Arngunn- ar í dag munu Áshildur Haralds- dóttir flautuleikari og Luke Starkey gítarleikari koma fram. Búið var að skipuleggja mikla dagskrá viðburða í tengslum við sýninguna og til að mynda átti GDRN að koma fram á henni á Menningarnótt og flytja tón- list við undirleik strengjakvartetts í útsetningu Þórðar Magnússonar. Þá er fyrirhugað að Elísabet Jökuls- dóttir lesi eigin náttúruljóð þar síðar í mánuðinum. Nú hefur Menningar- nótt verið aflýst vegna veirunnar en Arngunnur vonast til þess að við- burðirnir muni eiga sér stað en það verði kynnt síðar. Morgunblaðið/Einar Falur Listakonan „Frá um 2015 hef ég fundið mig knúna til að einblína í málverkunum á þær hröðu breytingar sem nú eiga sér stað í náttúrunni vegna hlýnunar jarðar,“ segir Arngunnur Ýr. Hún er hér við uppsetninguna í Hörpu. „Kyrrð og ró en samt ekki“ - Í málverkunum á sýningunni sinni í Hörpu tekst Arngunnur Ýr á við hraðar breytingar á nátt- úrunni - „Tilfinningar mínar gagnvart því sem er að gerast í náttúrunni verða sífellt sterkari“ Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Jónas Þórir orgelleikari koma fram á tónleikum í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Einungis 200 miðar eru í boði til þess að sótt- varnaskilyrðum sé fullnægt. Dagskrá tónleikanna verður eins konar ferðalag í tónum og spannar fjórar aldir, frá verki eftir Von Bib- er frá 1644, í gegnum tónlistarsög- una og fram til nokkurra höfuð- tónskálda 20. og 21. aldarinnar. Á meðal höfunda verkanna eru J.S. Bach, Þorkell Sigurbjörnsson, Duke Ellington, Hjörleifur Valsson, Ennio Morricone, Jónas Þórir, John Williams og Vangelis, auk þess sem hljóma mun tónlist sem sótt er í þjóðlega geymd. Hjörleifur er búsettur í Noregi en á undanförnum mánuðum hafa þeir Jónas haldið tónleika vítt og breitt um landið með fjölbreyttri efnisskrá, sem jafnan tekur mið af aðstæðum á hverjum stað. Nú held- ur Hjörleifur af landi brott og verða þetta því síðustu tónleikar fé- laganna að sinni. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Félagarnir Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir í Hallgrímskirkju. Tónaferðalag Hjörleifs og Jónasar Þóris - Leika í Hallgrímskirkju á morgun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.