Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 & "!(%'$# "$&'%#! "-+ ! !" &,'*)%(!$# Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kafarar frá Landhelgisgæslunni hefja í dag skoðun og skrásetningu flaksins af El Grillo sem liggur á botni fjarðarins. Tilgangurinn er að kanna umfang olíuleka úr tönkum skipsins og hvaða möguleikar eru á að loka fyrir lekann til bráðabirgða. Olía lekur gjarnan úr El Grillo á sumrin, þegar sjórinn hitnar. Í maí á síðasta ári steyptu starfsmenn Gæsl- unnar í mannop á einum tanki flaks- ins en þaðan lak olía til yfirborðs. Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða hjá Landhelgisgæslunni, segir að það komi starfsmönnum Gæslunnar ekki á óvart að byrjað hafi að leka aftur. Hann segir að við- gerðin í fyrra hafi haldið en þeir hafi vitað að þetta vandamál gætið hang- ið yfir mönnum áfram. Hann veltir því fyrir sér hvort aurskriðan sem féll á bæinn í desember og í sjó fram kunni að hafa aukið á vandann. Telur líklegt að flóðbylgja undan aurnum hafi ýtt við skipinu. Hafnarstjórar bera ábyrgð á að grípa til ráðstafana vegna bráða- mengunar innan hafnarsvæða. Rún- ar Gunnarsson, yfirhafnarvörður við Seyðisfjarðarhöfn, segir að erfitt sé að fanga olíuna sem lekið hefur úr skipinu síðustu daga með þeim bún- aði sem höfnin hefur yfir að ráða, ef það sé þá yfirleitt hægt. Hann segir að rætt hafi verið við Umhverfis- stofnun um hugsanlegar aðgerðir. Spurður um varanlega lausn segir Rúnar að ekkert annað sé í stöðunni en að fjarlægja skipið. El Grillo sé að tærast í sundur. Hann vonast eftir því að skoðun Landhelgisgæslunnar gefi betri mynd af því hvað er að ger- ast í flakinu. Mikið mál að fjarlægja flak Sigurður Ásgrímsson bendir á að bresk skip hafi sokkið eða verið sökkt víða um heim í seinni heims- styrjöldinni. Hann hefur ekki heyrt að reynt hafi verið að fjarlægja skip- in þótt þau valdi mengun enda sé það mikið mál. Rúnar segir óljóst hver beri ábyrgð á flakinu, bresk eða ís- lensk stjórnvöld. Hann segist ekki vita til þess að fundist hafi skjöl um að íslensk stjórnvöld hafi losað Breta undan ábyrgð. Á meðan svo sé hljóti bresk stjórnvöld að axla ábyrgðina. Fiskeldi Austfjarða er með í um- hverfismatsferli 10 þúsund tonna eldi í sjókvíum í Seyðisfirði. Rúnar telur aðspurður að olíulekinn hljóti að hafa áhrif á áform um ræktun matvæla í firðinum. Þótt olían komi upp innarlega í firðinum berist hún út fjörðinn með straumum. Talið var að níu þúsund tonn af ol- íu hefðu verið í El Grillo þegar þýsk- ar herflugvélar gerðu árás á skipið í febrúar 1944. Olía lak úr skipinu eða var dælt úr því áður en það sökk og tvisvar síðan hefur olía verið hreins- uð úr tönkum þess, síðast árið 2001. Fjórir kafarar Landhelgisgæsl- unnar fóru austur í gær og hefja væntanlega í dag starf sitt. Sigurður segir áætlað að þeir verði þar í fjóra daga. Að því búnu munu Umhverfis- stofnun, Landhelgisgæslan og höfn- in skoða saman til hvaða aðgerða best er að grípa vegna olíulekans. Kafarar Gæslunnar kanna aðstæður - Umhverfisstofnun, Landhelgisgæslan og hafnaryfirvöld meta aðgerðir vegna olíumengunar frá flaki El Grillo í Seyðisfirði þegar kafarar hafa kortlagt vandann - Hafnarvörður vill láta fjarlægja flakið Morgunblaðið/Eggert Skriða Aurinn flæddi í sjó fram og kann að hafa hreyft við flaki El Grillo. Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Vandinn liggur hjá Landspítalanum en ekki hjá Háskóla Íslands, að mati Þórarins Guðjónssonar sem tók ný- verið við sem deildarforseti læknadeildar. Á hann þá við þann vanda að ekki sé hægt að taka á móti nema litlum hluta þeirra nem- enda sem hafa áhuga á að stunda nám við læknadeildina hvert ár þótt Landspítalinn standi frammi fyrir gríðarlegum mönnunarvanda og hafi gert það um alllangt skeið. Í vor þreyttu 328 manns inntöku- próf í læknisfræði við Háskóla Ís- lands en einungis efstu 60 próftök- unum var boðið að hefja nám í haust. Þannig var tæplega 82 prósentum þeirra sem vildu læra læknisfræði hafnað og munu þeir því ýmist þreyta prófið aftur að ári, snúa sér að öðru eða hefja nám í læknisfræði í háskólum annarra landa. Landspít- alinn hefur verið við þolmörk í sum- ar vegna Covid-19 og þar ber mönn- unarvanda einna hæst ásamt húsnæðis- og útskriftarvanda. Stjórn spítalans biðlaði til fólks að snúa heim úr sumarfríum sínum sökum manneklu og ekki er unnt að fullnýta legurými gjörgæsludeildar með núverandi mönnun. Þórarinn segir að flöskuhálsinn sé spítalinn sem geti ekki tekið við fleiri nemendum í klíníska kennslu, þær greinar séu yfirsetnar. Engu að síður sé mikill hugur hjá háskólan- um að fjölga nemendum við lækna- deild og vonar Þórarinn að með nýj- um og bættum spítala verði það gerlegt. „Stefnan er að bæta úr þessu en ég get ekki sagt til um hvaða fjöldi bætist við eða hvenær.“ Spurður hvort læknadeild myndi sleppa al- veg þeirri síu sem inntökuprófin eru ef innviðir byðu upp á það, segir Þórarinn að það yrðu alltaf að vera einhverjar fjöldatakmarkanir. LSH flöskuháls læknadeildar HÍ - Vilji til að taka við fleiri nemendum Þórarinn Guðjónsson Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Flóttamannanefnd Stjórnarráðsins kom saman í gær til að ræða stöð- una sem nú er uppi í Afganistan og hvaða möguleika Ísland hafi til að koma þar til aðstoðar. Þótt vel hafi gengið að funda þarf nefndin meiri tíma til að fullmóta tillögur sínar um aðgerðir sem verða svo lagðar fyrir ríkisstjórn, segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamanna- nefndar í samtali við Morgunblaðið. „Við ætlum að gefa okkur daginn í dag í þetta,“ segir hann. „Það verð- ur væntanlega boðað aftur til fund- ar með nefndinni á morgun, þá verðum við komin með aðeins meira í hendurnar til að vinna úr.“ Stefán var ekki tilbúinn að greina frá því hvaða hugmyndir voru ræddar á fundinum í gær, inntur eftir því. Það sé þó vilji nefndarinnar að bregðast hratt við en að taka verði ákvarðanir að mjög vel ígrunduðu máli. „Þótt allir vilji að hlutirnir gerist í dag þá þurfum við þennan tíma til þess að vinna þetta aðeins betur áð- ur en við getum lagt fram ein- hverjar formlegar tillögur til rík- isstjórnarinar,“ segir Stefán að endingu. Flóttamannanefnd fundaði í gær - Segist þurfa meiri tíma til að móta tillögur um aðgerðir AFP Landflótti Fjöldi borgara hefur reynt að flýja land vegna stríðsátakanna. Nokkur úrkoma var á höfuðborgarsvæðinu í gær og var því vissara að hafa regnhlífina með í för, eins og þessi kona sem rölti um Frakkastíginn gerði í gær. Gera má ráð fyrir svipuðu veðri í dag á suðvest- urhorninu, því veðurkortin gera ráð fyrir að þung- skýjað verði, þótt hitinn verði um 12-13 stig. Morgunblaðið/Eggert Vætusamt á höfuðborgarsvæðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.