Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021
OTTA VÖ TÆ
Af
. .
NÝJAR VÖRUR
FRÁ ZIZZI
Stærðir 14-32 eða 42-60
w.
veg
.
.
Hreyfilshúsi nsásveg 08 Reykjavik ím 81-155 ww.curvy.is
Heitrapottaverksmiðja NormX í
Vogum á Vatnsleysuströnd hefur
verið rekin með fullum afköstum í
allt sumar, en afkastagetan er 10-12
pottar á sólarhring.
Sala á pottum hefur gengið mjög
vel í ár að sögn Orra Stefánssonar,
sölu- og verslunarstjóra fyrir-
tækisins. „Síðasta ár var frábært og
þetta ár stefnir í að vera jafn gott.
Við framleiðum alla okkar potta
sjálf. Við steypum 10-12 potta á sól-
arhring yfir sumarið en svo hægist
aðeins á yfir vetrartímann,“ segir
Orri.
Sex mismunandi tegundir
Í boði eru sex tegundir af pottum,
fimm heitir og einn kaldur. „Kaldi
potturinn hefur verið mjög vinsæll
líka. Við höfum suma daga verið að
selja 10-15 heita og kalda potta á dag
í sumar.“
Í verksmiðju NormX starfa fjórir,
en sex vinna í verslun fyrirtækisins í
Auðbrekku í Kópavogi. Þar er einnig
sýningarsalur fyrir Cover-
svalalokanirnar finnsku en Normx
tók nýlega yfir sölu og þjónustu á
þeim hér á landi. tobj@mbl.is
Bað Heitur og kaldur pottur frá NormX hlið við hlið úti á palli.
10-12 pottar á dag
- Verksmiðja NormX hefur vart und-
an að framleiða heita og kalda potta
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Væntingar eru um jákvæðar niður-
stöður úr loðnuleiðangri sem hefst í
byrjun september. Mælingar á ung-
loðnu haustið 2020 leiddu til þess að
gefinn var út upphafskvóti fyrir ver-
tíðina 2022 upp á 400 þúsund tonn.
Vísitala ungloðnu í leiðangrinum fyr-
ir ári var sú næsthæsta frá upphafi
slíkra mælinga. Ef ekki væri varúð-
arnálgun í aflareglu upp á fyrrnefnd
400 þúsund tonn hefði upphafskvót-
inn verið yfir 700 þúsund tonn.
Venju samkvæmt verður upphafs-
kvótinn endurskoðaður að loknum
leiðangrinum í september. Loka-
ráðgjöf verður
gefin út að lokn-
um mælingum í
janúar og febr-
úar. Eftir mikla
leit og mælingar á
loðnustofninum
var gefinn út
kvóti upp á sam-
tals 127.300 tonn
fyrir vertíðina
síðasta vetur, en
árin tvö á undan
voru engar loðnuveiðar heimilaðar.
Birkir Bárðarson, fiskifræðingur,
segir að í byrjun september verði
lagt af stað í hefðbundinn tæplega 20
daga haustleiðangur á tveimur rann-
sóknaskipum. Bjarni Sæmundsson
fer á vegum Hafrannsóknastofnunar
og Árni Friðriksson hefur verið
leigður af Grænlendingum til loðnu-
rannsókna á sama tíma. Samvinna
verður um rannsóknir og verður
rannsóknasvæðið hafið norður af Ís-
landi og landgrunnið við Austur-
Grænland. Farið verður vestur fyrir
Angmaksalik og norður fyrir Shann-
on-eyju og 75. gráðu ef ís og veður
hamla ekki mælingum.
Kynþroska loðna á ferðinni
Birkir segir ekki óeðlilegt að
væntingar séu bundnar við leiðang-
urinn miðað við mælingar á ung-
loðnu haustið 2020, en sá árgangur
ber uppi veiði næsta vetrar. Þá
mældust um 146 milljarðar einstak-
linga eða 734 þúsund tonn af ókyn-
þroska loðnu en samkvæmt afla-
reglu þarf yfir 50 milljarða til að
mæla með upphafsaflamarki.
Í árlegum makrílleiðangri Árna
Friðrikssonar í júlí varð vart við
kynþroska loðnu fyrir norðan land,
m.a. meðfram landgrunnsbrúninni.
Birkir segir að ekki sé óvanalegt að á
þessu svæði sé eitthvað af ókyn-
þroska loðnu en óvanalegt sé að
þarna sé stór kynþroska loðna. Hann
segir að eftir sé að vinna nánar úr
gögnum um það hversu langt þessi
loðna hafi verið komin í þroska með
tilliti til hrygningar.
Hann segir viðbúið að miðað við
sterkan árgang sem vonandi sé á
leiðinni sé loðnu víðar að finna en síð-
ustu ár. Líklegast segir hann að
þessi loðna komi til hrygningar á
hefðbundnum tíma næsta vetur og
gefi þá fyrirheit um að vel sé að ræt-
ast úr með þennan árgang.
Vonast eftir jákvæðum niðurstöðum
- Loðnuleiðangur tveggja skipa í byrjun september - Vertíðin í vetur gæti orðið sú stærsta lengi
Birkir
Bárðarson.
Rannsóknir Hafþór Jónsson, skipstjóri á Gefjuni EA, við háf sem notaður var við sýnatöku.
Nálægt hrygningu Kynþroska loðna sem fannst í þorskmögum í Eyjafirði í
sumarbyrjun, en þá var farið í nokkrar rannsóknarferðir á minni bátum.
Undanfarin ár hafa borist
fréttir af síðbúinni hrygningu
loðnu fyrir norðan land. Til að
meta stöðuna í ár fóru starfs-
menn Hafrannsóknastofnunar
í nokkra túra á minni bátum í
maí og júní. Birkir Bárðarson
segir að erfitt sé með saman-
burð, en það sé samhljómur
meðal heimamanna, sem rætt
var við, um að minna hafi ver-
ið af hrognaloðnu við Norður-
land í ár en nokkur ár þar á
undan. Könnuð voru svæði frá
Siglufirði austur í Þistilfjörð.
Birkir segist að gerðar hafi
verið tilraunir til að bergmáls-
mæla hvort marktækt magn
væri á ferðinni. Skoðaðir voru
líklegir hrygningarblettir,
myndavélar voru notaðar til að
mynda fisk í torfum og hugs-
anleg loðnuhrogn á botninum
og háfar notaðir til að ná
loðnu og öðrum sýnum. Mynd-
irnar til hliðar eru teknar í ein-
um þessara rannsóknarróðra.
Þá voru tekin sýni úr fisk-
mögum og annað slagið var
þar að finna loðnu. Í Eyjafirði
fannst í slíkum sýnum
óhrygnd loðna sem hefði að
líkindum hrygnt í júní. Þá voru
tekin húðsýni úr hnúfubökum,
en með efnagreiningu er von-
ast til að hægt verði að sjá
hvað hvalirnir höfðu verið að
éta.
Birkir segir að með þessum
mælingum hafi ekki sést af-
gerandi magn af loðnu, hvorki
til veiða né til að hafa áhrif á
stofnmat.
Minna var af
hrognaloðnu
nyrðra
RANNSÓKNIR VIÐ NORÐUR-
LAND Á MINNI BÁTUM