Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 19
✝
Sigurður Helgi
Eiríksson
fæddist á Steinum
á Hvammstanga 5.
nóvember 1930.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Hvamms-
tanga 10. ágúst
2021.
Foreldrar hans
voru hjónin Eiríkur
Hjartarson, f. 12.
júlí 1879, d. 30.
nóvember 1954, og Jóna Guðrún
Gísladóttir, f. 18. september
1889, d. 8. nóvember 1956.
Systkini Sigurðar voru: Sig-
urður f. 3. júní 1913, d. 8. mars
1929; Hjörtur, f. 20. september
1914, d. 30. apríl 1989; Gísli, f.
10. febrúar 1918, d. 6. apríl
1999; og andvana fædd stúlka, f.
15. desember 1928.
Sigurður kvæntist 29. sept-
ember 1956 Ingibjörgu Páls-
dóttur, f. 18. ágúst 1933. For-
eldrar hennar voru Páll Sigurð-
ur Karlsson frá Bjargi í
Miðfirði, f. 8. nóvember 1896, d.
sveinspróf í vélvirkjun og hóf
störf hjá Hirti bróður sínum á
Vélaverkstæði Hjartar Eiríks-
sonar á Hvammstanga árið
1950. Síðar varð hann meðeig-
andi og starfaði þar í hálfa öld,
allt til ársins 2000. Hann var
formaður Verkalýðsfélagsins
Hvatar á Hvammstanga um
skeið, einn af stofnendum Ung-
mennafélagsins Kormáks og
fyrsti formaður þess, einn af
aðalhvatamönnum fyrir bygg-
ingu Félagsheimilisins
Hvammstanga og stóð vaktina
sem svæfingalæknir Hvamms-
tangalæknishéraðs um nokk-
urra ára skeið. Þá var hann
frumkvöðull í skógrækt í Vest-
ur-Húnavatnssýslu, beitti sér
fyrir gróðursetningu fyrsta
skrúðgarðsins í kauptúninu,
Spítalagarðsins svokallaða, árið
1957 og hóf skógrækt á eigin
skika sunnan bæjarins árið 1958
sem hann sinnti af ástríðu allt til
æviloka.
Útför Sigurðar fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag, 18.
ágúst 2021, klukkan 14.
Streymt verður frá útförinni
á
https://youtu.be/CJna7CpZSwM
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
https://mbl.is/andlat
28. mars 1980, og
Guðný Friðriks-
dóttir frá Stóra-Ósi
í Miðfirði, f. 10.
ágúst 1908, d. 26.
nóvember 1995.
Börn Sigurðar
og Ingibjargar eru:
1) Oddur, f. 20. júlí
1960, sambýliskona
hans er Sigrún
Soffía Harðar-
dóttir. Börn þeirra:
Sigurður Helgi, Benjamín Freyr
og Patrekur Örn. Börn Sigrún-
ar af fyrra sambandi eru Kristín
Lillý og Jónas. 2) Skúli, f. 8. júlí
1966, eiginkona hans er Kamini
Desai. Börn Skúla og fyrri eig-
inkonu: Mathieu Grettir, Adrien
Eiríkur, Michel Skúli, Christelle
Guðrún og Armand Gísli.
Sigurður ólst upp á Steinum
á Hvammstanga, sem síðar fékk
götunúmerið Strandgata 6, og
bjó þar alla sína tíð ef frá er
skilinn námsvetur á Ísafirði og
nokkur ár hjá Gísla bróður sín-
um á Akureyri. Hann hlaut
Í ríflega 60 ár naut ég þeirr-
ar gæfu að geta skrafað og
skeggrætt við föður minn, Sig-
urð Helga Eiríksson. Nú eru
þær stundir því miður taldar.
Þessi tími hefur reynst mér
ómetanlegur og fyrir hann er
ég innilega þakklátur.
Þegar barn fæðist þá velur
það sér ekki foreldra, þeir eru
vöggugjöf barnsins ásamt þeim
meðfæddu eiginleikum sem það
hefur yfir að ráða. Lífssýn for-
eldranna mótar barnið þegar
þeir styðja það til þroska,
kenna því að hugsa og nærast á
öllum sviðum lífsins, taka sjálf-
stæðar ákvarðanir og læra að
velja og hafna. Lífshlaup for-
eldranna mótar barnið í bland
við þau viðhorf sem eru uppi í
samfélaginu sem það lifir og
hrærist í. Það kom greinilega
fram í öllu atgervi föður míns
að hans vöggugjafir höfðu verið
góðar og hann þekkti betur en
margur stöðu þeirra sem ekki
fæðast með silfurskeið í munn-
inum. Á hans uppvaxtarárum
höfðu ei allir kost á að læra það
sem hugurinn girntist mest,
hans hlutskipti var að vera einn
af þeim. En hann nýtti vöggu-
gjafirnar vel í hverri þeirri iðju
sem hann tók sér fyrir hendur.
Fróðleiksmolinn sem stendur
mest upp úr af þeim fjölmörgu
er faðir minn lagði á borð fyrir
mig á mínum uppvaxtarárum
snýr að fullyrðingunni „Þetta er
ekki hægt!“. Fullyrðingin væri í
raun áskorun um að láta reyna
á hana, koma auga á lausnina
sem aðrir hafa ekki náð að
fanga, hugsa út fyrir boxið eins
og sagt er í dag.
Hjartans þakkir fyrir ferða-
lagið, samfylgdina og stuðning-
inn.
Þinn sonur
Oddur Sigurðarson.
Kæri pabbi, það sem kemur
fyrst upp í hjarta mínu er ást þín
og blíða sem var samofin óbil-
andi trú á jöfnuð og bræðralag.
Þakklæti mitt til þín hefur
margar myndir, til dæmis húsin
sem við byggðum saman og
Land Roverinn sem við gerðum
upp. Kennsla í algjöru æðruleysi
og natni við að sinna því sem
gert er núna og engar áhyggjur
af því sem eftir er að gera, al-
gjör núvitund.
Að sitja við stofuborðið og
panta fræ frá Sheffield Seed‘s,
ég með landabréfabók og þú
með bæklinginn að lesa fyrir
mig staðsetningarnar, hvaðan
fræin voru fengin, og ég að segja
þér hvort að þessi staðsetning
væri nálægt sjó, norðarlega eða
hátt yfir sjávarmáli. Borealis
þótti best en það var merki um
að fræin væru af norðlægum
slóðum, já, með þér lærði ég
nokkur orð í latínu sem þú
kenndir þér sjálfur.
„Framm í Bletti“ var svo tími
andans verka, sett niður það
sem sáð hafði verið eða ræktað
af græðlingum, oft á tíðum sett
niður með haka til að koma því
niður fyrir urð og grjót, já, og
svo var að setja slatta af skít
með. „Ef það nær að lifa, þá get-
ur það lært og aðlagast“. Fara
fram í gróðurhús í ágræðslur að
vetri til og búa til fleiri
ávaxtatré, tína fræ af trjám sem
sett voru niður af þér, að saga
niður tré í eldivið sem voru hug-
sjón þín og ylja sér við kabyss-
una.
Þjónusta við alla, sjálfboða-
vinna til heilla samfélagi vina og
samferðafólks er svo samofin
mér að ég veit varla hvort kom á
undan ég eða það að þjóna.
Ómældar stundir í Félagsheim-
ilinu við lagfæringar og að klára
það sem ekki var búið að klára.
Það var aldrei spurt hvort ein-
hver annar ætti að gera þetta,
já, eða hvort þetta væri launuð
vinna. Í gegnum allt þetta lærði
ég að gleðin við að gera í núinu
og gefa, er allt sem þarf og
skammir sumra ekkert til að
kippa sér upp við.
Virðingu við íslenska fánann
lærði ég af þér í gegnum öll þau
ár sem við drógum fánana að
húni og tókum þá niður fyrir
myrkur á Félagsheimilinu.
„Ef þú skilur ekki hvernig
þetta virkar þá getur maður
aldrei gert við það.“ Að grúska í
því sem þurfti að laga og gefast
aldrei upp við finna út hvernig
allt átti að virka og finna snið-
ugustu leiðirnar til þess að laga
það … það er Siggi Eiríks!
„Það eru til tvenns konar
menn, forgöngumenn og spor-
göngumenn“ og það er ljóst
hvorum hópnum þú tilheyrir og
þannig ert þú mín fyrirmynd, í
að trúa á mínar tilfinningar og
ganga óhræddur með þær í
broddi fylkingar. Að elska að
fullu og hafa kjarkinn til þess að
segja öllum frá því … sama
hvaða viðbrögðum maður getur
átt von á.
„Lífið er í raun bara að heils-
ast og kveðjast“ … og í dag er
kveðjustund í tæru þakklæti fyr-
ir allt sem þú varst mér og allt
sem þú kenndir mér í þessari
jarðvist, allt frá handverkum til
heimspeki. Að hafa þig sem vin
og læriföður verður aldrei hægt
að fullþakka. Ást þín á lífinu og
þakklæti fyrir að hafa húsaskjól
og mat er gott veganesti.
Megi friður ríkja í þínum
anda og leiða okkur áfram á
braut kærleika og bræðralags í
þjónustu við þá ást sem elskar
allt … skilyrðislaust. Takk
pabbi!
Skúli Sigurðsson.
Afi. Þú varst ljós í mínu lífi
alla tíð, minn kærasti vinur og
lærifaðir, samherji, félagi og
verndarengill.
Þú kenndir mér að leyfa mér
að dreyma. Að elta drauma
mína. Að ekkert væri óyfirstíg-
anlegt. Svo fremi að maður hefði
heilsu, hún væri það dýrmætasta
sem maður ætti.
Þú varst alltaf til staðar, sama
hvað á bjátaði. Og enginn var
blíðari og nærgætnari. Þegar
manni leið illa þá lagðir þú blítt
hönd á vanga minn og sagðir:
„Strákurinn minn.“ Það yrði allt
í lagi.
Og það var sama hvað mér
datt í hug, alltaf varstu reiðubú-
inn að taka þátt í því með mér.
Það voru ófáar svaðilfarirnar
sem við fórum – og iðulega end-
uðu þær á að við festum okkur
einhvers staðar í forarpytti, í
aðra röndina lúpulegir eftir slíka
sneypuför og í hina röndina
glaðir og ánægðir með þetta æv-
intýri. Við brostum í laumi þegar
amma skammaði okkur.
Ég var þinn lagsmaður, ég
var þinn „laxi‘ og „nafni“. Strák-
urinn þinn. Og þú varst minn
verndarengill.
Engill Guðs er alltaf hjá mér,
allar stundir, nótt og dag,
og sá sem hefur engil hjá sér
óttast ekki um sinn hag.
Þessa litlu bæn bjóstu til
handa mér, litlum hræddum
dreng sem þorði ekki að sofna í
myrkrinu. Hún hefur fylgt mér
alla tíð síðan. Og í mínum huga
varstu þessi engill. Eða allavega
sendiboði hans.
Við vorum ekki alltaf sam-
mála. En þú gafst þér alltaf tíma
til að rökræða við mig. Sýna mér
fleiri hliðar. Þar mættust oft
tveir tréhestar, þverhaus á þver-
haus ofan. „Tveir eins,“ sagði
amma. Og við kímdum.
„Ertu með hundshaus?“ sagð-
irðu hlæjandi þegar kom snúður
á mig. Að vera með hundshaus
var mesta háðung sem til var.
„Nei,“ sagði ég fýldur, en svo fór
að færast bros á varirnar. Ég
gat ekki varist því. Og svo hlóg-
um við báðir. Jú, líklega hefði ég
verið með hundshaus. Í seinni
tíð snerust leikar stundum við og
þá viðurkenndir þú eigin hunds-
haus og við hlógum. Og amma
hristi hausinn. „Tveir eins.“
Samt vorum við ekkert eins, en
tengdir taug hjarta í hjarta.
Við lásum ljóð og sögur sam-
an. Fyrst þú fyrir mig og svo ég
fyrir þig á seinni árum. Jafnvel
þótt landshlutar eða heimsálfur
skildu okkur að. Þar fékk ég alla
mína þjálfun í upplestri. Sögurn-
ar og fróðleiksmolarnir flæddu
frá þér. Og þegar þú hlýddir á
mig lesa fann maður hvernig þín
viðkvæma og tilfinningaríka sál
hlýddi á af heilum hug. Þú varst
síhugsandi, spekúlerandi um allt
milli himins og jarðar. Heim-
spekingur á eigin vísu. Og stóð
þar langskólagengnu fólki á
sporði.
Þegar ég kvaddi þig í hinsta
sinn sagðirðu ekki margt, þú
þurftir þess ekki, augun sögðu
allt. Þessi kviku, brúnu augu
sem alltaf glömpuðu af forvitni
og lífsneista voru að kveðja. Ég
tók í höndina þína, hún var eins
hlý og hún hafði alltaf verið.
Hlýrri en sjálft sólarljósið. Nú
voru þær líka að kveðja. „Strák-
urinn minn,“ heyrði ég þig segja
með þeim, „það verður allt í
lagi.“ Og ég veit að það verður
allt í lagi. Af því að þú verður
alltaf í hjarta mér.
Elsku afi minn. Takk fyrir allt
sem þú hefur gefið mér. Minn-
ingin um þig mun lifa í öllu því
sem ég tek mér fyrir hendur.
Þangað til við sjáumst aftur.
Sigurður Helgi Oddsson.
Það var seint í september
1956, sem það gerðist og festist í
minni mínu sem stórviðburður,
að drossían H 87 Chevrolet
FleetMaster 1942 ók í hlað og
allt upp að tröppunum, en tók
svo vinstri beygju og lagði á veg-
kantinum.
Það lá eitthvað í loftinu. Út úr
bílnum stigu Lilla systir mín og
Siggi Eiríks, bæði prúðbúin. Við
krakkarnir fengum að vita, að
þau hefðu verið að gifta sig á
Blönduósi. Gifting var greinilega
eitthvað merkilegt.
Mágur minn Siggi Eiríks, var
um margt einstakur maður.
Hann var snyrtimenni þvílíkt að
ég minnist þess meðal annars, að
einhverju sinni kom hann uppá-
klæddur, í heimsókn til okkar á
Ytra-Bjargi. Var þá bévaður
Fergusoninn enn og aftur bil-
aður. Siggi sagði að best væri að
rífa úr honum „olíuverkið“ og
senda það suður. Hann bað um
pappakassa til að koma draslinu
í og svo reif hann það af trak-
tornum í sparifötunum og sá
ekki blett á honum. Svona var
Siggi.
Það var eiginlega alveg sama
hvaða tæknivandamál komu upp,
þá datt manni oftast fyrst í hug
Sigurður H.
Eiríksson
að spyrja Sigga. Brotin gírstöng
á Land Rover um hávetur uppi á
Holtavörðuheiði, – „nú þú tekur
bara lokið af gírkassanum á milli
sætanna og hrærir í göfflunum
með skrúfjárni eða puttunum
þangað til þú kemur norður; at-
hugaðu bara að klemma þig
ekki“.
Það var líka stórkostlegt að
fylgjast með líkamsburðum hans
fram á efri ár. Flestir nenna
ekki að nota lærvöðvana fram
yfir unglingsár og því hættum
við að sitja á hækjum okkar allt
of fljótt. Siggi sat á hækjum sér
við sína ýmsu iðju og vann sér
öll verk svo létt, að unun var að
fylgjast með.
Áhugamál hans og Lillu fóru
saman í að sanna, að hægt væri
að rækta skóg í norðaninnlögn-
inni við Hvammstanga, sem
mörgum fannst óhugsandi. Þau
komu þau sér upp þvílíkum
draumastað, í „Blettinum“, að til
fyrirmyndar er.
Siggi fór oft ekki hefðbundnar
leiðir, en hann aflaði sér þekk-
ingar bæði hérlendis og erlendis.
Mér er ekki grunlaust um að
hann hafi verið farinn að
„gúggla“ ýmsa vitneskju löngu
áður en Google sjálfur varð til.
Hann fann ótal leiðir til að finna
og flytja inn ýmislegt, sem ekki
fékkst hérlendis, hvort sem það
tengdist starfi hans sem bifvéla-
virki eða skógræktandi.
Siggi var vel lesinn, fróður,
skemmtilegur og naut rökræðna.
Hann var með afbrigðum hjálp-
samur og svo nákvæmur í öllum
sínum störfum að hann var feng-
inn til að verða „svæfingalækn-
ir“ með héraðslæknum á
Hvammstanga um árabil, hvort
sem þær svæfingar áttu sér stað
á sjúkrahúsinu eða á fjárhús-
hurð norður á Ströndum, þangað
sem hann og héraðslæknirinn
höfðu barist klukkustundum
saman í stórhríð og urðu að
skera upp við bráða-botnlanga-
bólgu í snatri.
Þau Lilla, systir mín, áttu ein-
staklega skemmtilegt heimili.
Þar var mikið tónlistarlíf og kór-
æfingar nánast daglegt brauð.
Siggi, mágur minn, barst ekki
á, en hann var býsna stór í snið-
um. Við systkini Lillu sendum
henni og fjölskyldunni samúðar-
kveðjur. Minning góðs drengs
mun lifa.
Friðrik Pálsson.
HINSTA KVEÐJA
Ég naut þeirra forrétt-
inda að fá 26 ár með þér
kæri afi minn. Ég er þakk-
látur fyrir að hafa haft þig
og lært af þér dálæti á nátt-
úrunni og skógrækt. Leiðir
okkar skilur núna, en einn
daginn munum við hittast
aftur.
Patrekur Örn Oddsson.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021
✝
Margrét Sig-
ríður Árna-
dóttir fæddist í
Reykjavik 19. febr-
úar 1931. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Eir 9. júlí
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Ólafs-
son loftskeytamað-
ur og heildsali, f. 8.
júní 1897, d. 4. nóv-
ember 1981, og Sveinína Ásta
Kristinsdóttir húsfrú, f. 24. júní
1900, d. 3. júní 1965.
Margrét var alltaf kölluð
Gréta og var hún elst af þremur
systkinum. Systkini Grétu eru
Sigríður Jóna, f. 9. júlí 1934,
maki Jóhann Guðmundsson, f. 8.
júlí 1933, d. 2. júlí 1990, og
Kristinn Árni, f. 4. mars 1939, d.
2. júlí 2011, maki Svandís Soffía
Júlíusdóttir, f. 17. október 1934,
d. 18. febrúar 2008.
Á aðgangadag jóla árið 1950
trúlofaðist Gréta Aðalsteini
Hjálmarssyni bifvélarirkja og
giftu þau sig síðan í Fríkirkj-
unni 2. október 1951. Aðalsteinn
var fæddur 7. nóvember 1930
og lést hann á Landspítalanum
dóttir. Kristín Ásta, f. 25. mars
1985, maki Erik Ensjö. 3) Ásta,
f. 28. apríl 1962, gift Aðalsteini
Guðmundssyni lækni. Börn
þeirra eru: Guðmundur Freyr,
f. 8. desember 1986. Berglind, f.
14. júní 1991, maki Davíð Jón-
atansson. Alfreð, f. 22. ágúst
1993. 4) Ólafur, f. 22. október
1963, giftur Örnu Guðlaugu
Einarsdóttur. Börn þeirra eru:
Anna Guðlaug, f. 29. júlí 2006,
og Margrét Lára, f. 26. febrúar
2008. Ólafur var giftur Olgu
Helenu Kristinsdóttur og eiga
þau tvær dætur: Olgu Helenu, f.
16. mars 1991, maki Andri Stef-
ánsson, og Kristínu Helgu, f. 2.
apríl 1996.
Gréta ólst upp í foreldra-
húsum á Sólvallagötu 27 í
Reykjavík og gekk í Austurbæj-
arskóla. Hún var mjög dugleg
og framtakssöm og aðstoðaði
meðal annars föður sinn á upp-
vaxtarárunum við versl-
unarrekstur. Eftir gagnfræða-
próf vann hún í nokkur ár í
Ingólfsapóteki hjá frænda sín-
um Guðna Ólafssyni lyfjafræð-
ingi.
Upp úr 1970 hóf hún störf
sem skrifstofumaður hjá Bif-
reiðaeftirliti ríkisins og starfaði
þar í um tvo áratugi. Í fram-
haldinu var henni boðið hluta-
starf hjá Landsbankanum þar
sem hún starfaði í um 10 ár.
Útförin fór fram í kyrrþey 3.
águst 2021.
17. júní 2004. Þeim
varð fjögurra
barna auðið og þau
eru: 1) Árni, f. 20.
júní 1952, d. 22.
september 1997.
Árni kvæntist 1973
Þórhildi Jóns-
dóttur, þau skildu.
Önnur kona hans
var Bergþóra Sig-
urbjörnsdóttir,
börn þeirra eru:
Árný, f. 12. janúar 1981, og Ar-
on, f. 30. september 1982. Hinn
28. mars 1992 kvæntist Árni
Helgu Benjamínsdóttur. Börn
Árna og Helgu eru: Margrét
Sigríður, f. 9. ágúst 1989, og
Benjamín, f. 17. janúar 1997,
fyrir á Helga dótturina Guð-
laugu Hilmarsdóttur, f. 25.
ágúst 1985. Börn Árna eru einn-
ig: Anna Margrét, f. 20. október
1975, Ágúst Páll, f. 9. sept-
ember 1976, og Almar, f. 17.
júní 1978. 2) Hjálmar íþrótta-
kennari, f. 4. september 1954, d.
25. janúar 2020, kvæntur Mar-
gréti Björnsdóttur hjúkr-
unarfræðingi. Börn þeirra eru:
Aðalsteinn, f. 15. september
1973, maki Rósa Halldóra Hans-
Elsku amma mín, núna ertu
búin að fá hvíldina og hitta afa og
pabba.
Þegar ég hugsa til baka koma
kærar minningar upp í hugann.
Þegar ég var barn gisti ég oft
hjá ykkur afa á Laugarásvegi.
Ég man að mér fannst það gam-
an, við bökuðum kleinur saman,
ég fékk að horfa á Tomma og
Jenna-vídeóspólur, við fórum í
göngutúra um Laugardalinn og í
sund í Laugardalslaugina.
Ég minnist líka jólaboðanna
heima hjá þér og afa, purusteik-
urinnar og svo þinnar einstöku
rjómarandar með heitri kara-
mellusósu sem þú bauðst upp á í
eftirrétt.
Þegar ég var níu ára fór ég
með þér í eftirminnilega ferð til
Ameríku. Við heimsóttum Ástu
og Adda í Madison og dvöldum
þar í nokkrar vikur. Ég man að
töskurnar okkar týndust í flug-
inu svo við þurftum að kaupa
okkur ný föt, ég held að þér hafi
ekkert þótt það leiðinlegt þar
sem þér fannst alltaf svo gaman
að versla. Þú varst líka alltaf svo
glæsilega til fara, í vönduðum
fötum sem þú hafðir keypt er-
lendis. Þegar pabbi varð fimm-
tugur fórum við aftur saman ut-
an og þá til Prag. Ég var 19 ára
og ég man að ég varð að hafa fyr-
ir því að elta þig á búðarápinu.
Eftir að ég fluttist til Svíþjóð-
ar þá heimsóttum við Erik þig
þegar við komum til landsins.
Mér þótti vænt um að þú talaðir
við Erik á blandaðri dönsku/
sænsku svo hann gæti verið með
í samræðunum. Eftir að ég eign-
aðist Emblu Margréti og Willi-
am heimsóttum við þig á hjúkr-
unarheimilið Eir.
Núna í sumar kvaddi ég þig og
faðmaði í hinsta sinn.
Hvíldu í friði, elsku amma
mín.
Kristín Ásta
Hjálmarsdóttir.
Margrét Sigríður
Árnadóttir