Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021
Við leigjum út krókgáma
FRAMKVÆMDIR?
til lengri eða skemmri tíma
HAFÐU SAMBAND:
sími: 577 5757
www.gamafelagid.is Hugsum áður en við hendum!
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við höfum verið stórtæk í aflabrögð-
um þarna og aflinn er á bilinu 100-
200 kíló yfir helgi,“ segir Hjörtur
Oddsson, formaður veiðifélagsins Ár-
manna.
Ármenn hafa síðustu þrjú ár unnið
að grisjun Löðmundarvatns að
Fjallabaki. Veiðifélagið gekk frá
samningi þess efnis við Veiðifélag
Landmannaafréttar og fer grisjunin
fram undir eftirliti fiskifræðinga
Hafrannsóknastofnunar á Selfossi.
Allur afli er flokkaður og skráður og
er annaðhvort nýttur til manneldis
eða fóðurbætis fyrir skepnur.
Hjörtur segir í samtali við Morg-
unblaðið að vötnin að Fjallabaki séu
mörg hver góð veiðivötn. Ýmist hafi
verið sleppt urriða eða bleikju í þau.
Þannig hefur Frostastaðavatn verið
vinsælt til bleikjuveiða en er nú orðið
ofsetið að sögn Hjartar. Löðmund-
arvatn er minnsta vatnið á svæðinu
og hefur ýmsa kosti.
„Það kom upp sú hugmynd fyrir
fjórum árum að leggjast í átak til að
gera þetta vatn veiðivænna fyrir fólk.
Þarna er gott aðgengi og veðursælt,“
segir Hjörtur.
Hann segir að árið 2019 hafi 1,3
tonn verið veidd í vatninu. Minna var
veitt í fyrra, eða um 700 kíló, en þá
kom upp pest auk þess sem það vor-
aði seint og haustaði snemma. Í ár
hafa þegar um 900 kíló verið veidd.
„Við förum um helgar og leggjum
net en þess á milli veiðum við í vötn-
unum í kring. Mörgum finnst þetta
skemmtileg iðja og koma oft. Um síð-
ustu helgi voru um sex fjölskyldur
við veiðar, örugglega um þrjátíu
manns,“ segir Hjörtur.
Grisjunin ber þegar árangur
„Við leggjum 12-16 net hverju
sinni. Möskvastærðin er lítil svo við
fáum litla fiska, þeir eru kannski
bara 100 grömm. Við opnum fiskinn
og söltum hann í ker og hann er svo
notaður sem fóðurbætir í Landsveit-
inni. Okkur þykir þessi grisjun þegar
vera farin að bera árangur. Fisk-
urinn virðist betur haldinn svo við er-
um greinilega að gera eitthvað rétt.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Veiði Algengt er að fjölskyldur komi saman að Löðmundarvatni yfir helgi og taki þátt í grisjun vatnsins. Þannig voru til dæmis
um 30 manns við vatnið um síðustu helgi. Veiðifélagið Ármenn var stofnað árið 1973 og veiða félagsmenn aðeins á flugu.
Hafa mokað upp þremur tonnum
- Veiðifélagið Ármenn hefur síðustu þrjú sumur unnið að grisjun Löðmundarvatns að Fjallabaki
Ljósmynd/Ármenn
Aðgerð Hjörtur Oddsson og félagar gera að afla úr vatninu.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vitjað Ármenn leggja 12-16 net á Löðmundarvatni hverju sinni.
Stefnt er að því að koma upp nýsköp-
unar- og þróunarsetri hjá Landbún-
aðarháskóla Íslands á Hvanneyri og
Háskólanum á Bifröst. Þórdís Kol-
brún Reykfjörð Gylfadóttir, ferða-
mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð-
herra, og rektorar háskólanna
tveggja undirrituðu viljayfirlýsingu
þess efnis í gær og sjö samtök og
stofnanir undirrituðu yfirlýsinguna
til stuðnings áformunum.
Ætlunin er að áhersla verði á ný-
sköpun, rannsóknir, fræðslu og
frumkvöðlastarf á sviði landbúnaðar,
matvælaframleiðslu, sjálfbærni og
loftslagsmála sem og frumkvöðla-
starf á landbyggðinni almennt.
Ásthildur Bragadóttir verkefnis-
stjóri segir stefnt að formlegri stofn-
un nýsköpunar- og þróunarseturs á
haustmánuðum. Hún segir að við-
ræður séu um að háskólarnir tveir
leggi ákveðin verkefni sem þeir eru
þegar með inn í setrið. Aðrir hag-
aðilar sem skrifað hafi undir vilja-
yfirlýsinguna og fleiri sem standi
enn utan við hafi jafnframt lýst yfir
áhuga á samstarfi um einstök verk-
efni.
Ásthildur segir að komið hafi fram
mikill áhugi hjá aðildarfélögum
Bændasamtaka Íslands að efla rann-
sóknir og koma þeim á framfæri inn í
bændasamfélagið. Með því kunni að
finnast leiðir til nýsköpunar í land-
búnaði og matvælaframleiðslu og
aukin fræðsla um rekstur fyrirtækja
geti hjálpað bændum og öðrum að
vera sjálfbærir í rekstri.
Auk háskólanna tveggja í Borgar-
firði og ráðuneytisins standa Háskóli
Íslands, Borgarbyggð, Samtök sveit-
arfélaga á Vesturlandi, Breið – þró-
unarfélag á Akranesi, Símenntun
Vesturlands, Hugheimar – nýsköp-
unar- og frumkvöðlasetur í Borgar-
nesi og Rannsóknastofnun landbún-
aðarins að verkefninu. helgi@mbl.is
Efla nýsköpun
á Vesturlandi
- Setur stofnað á haustmánuðum
Vilji Margrét Jónsdóttir Njarðvík,
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir.