Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2021 Um liðna helgi reið 7,2 stiga jarðskjálfti yfir Karíbahafseyjuna Haítí, en rykið var ekki sest þegar kröpp hitabelt- islægð sigldi í kjölfarið, svo úr- helli og flóð hafa gert hjálp- arstarf enn erfiðara en ella. Þegar er búið að staðfesta að um 1.400 mann hafi farist í skjálftanum, en sú tala mun án nokkurs vafa hækka mikið. Þúsunda í viðbót er saknað, auk annarra þúsunda sem eru slös- uð eða heimilislaus. Á Haítí búa liðlega 11 millj- ónir manna, en þjóðin hefur ár- um saman verið þjökuð af stjórnmálaólgu, sárri fátækt og náttúruhamförum. Að þessu sinni fer þetta allt saman, því stjórnvöld eru sem höfuðlaus her eftir að Jovenel Moïse for- seti var myrtur í liðnum mán- uði, náttúruhamfarirnar koma í hrönnum og örbirgðin slík að þjóðin getur litla björg sér veitt. Forsetinn fallni var þó enginn Sólon, stjórn hans handahófskennd, spilling víð- tæk, glæpagengi hafa farið sínu fram og hagkerfið hefur verið í samdrætti undanfarin tvö ár. Þar á ofan hefur heimsfarald- urinn reynst þjóðinni erfiður, en á Haítí er aðeins 371 full- bólusettur. Skjálftinn á laugardag var meiri en sá sem skók Haítí árið 2010, en munurinn er sá að fyrir ellefu árum varð skjálft- inn við höfuðborgina Port-au- Prince, svo 220-300 þúsund manns fórust. Meira en tvær milljónir manna urðu heim- ilislausar í einu vetfangi og áttu í erfiðleikum við að afla sér neysluvatns, hvað þá matvæla; atvinnulíf fór á hliðina og heilsugæsla, svo sem hún var, annaði engan veginn þörfinni. Haítí hefur enn ekki jafnað sig á því höggi. Þá reyndi mjög á alþjóðlegt hjálparstarf. Íslendingar lögðu sitt af mörkum, en þar var Rauði kross Íslands fremstur í flokki. Fyrsti íslenski hjálpar- starfsmaðurinn var kominn á vettvang aðeins tveimur dögum eftir skjálftann, en alls fór 31 hjálparliði þangað, þar á meðal fjórir læknar og 14 hjúkr- unarfræðingar. Rauði krossinn varði alls um 108 milljónum króna til hjálparstarfs á Haítí á árunum 2010-2012. Þar af voru 45 milljónir króna söfnunarfé frá almenningi og um 30 millj- ónir komu frá hinu opinbera. Meira hefur verið gefið þangað síðan til eftirfylgni og vegna síðari hamfara. Það var vel og höfðinglega gert, en því miður er enn og aft- ur ástæða til örlætis vegna hamfara á Haítí. Þar mega Ís- lendingar ekki láta sitt eftir liggja. Það er þó ekki sama með hvaða hætti það er gert. Haítí hefur enn ekki fyllilega jafnað sig eftir skjálftann 2010, en hefur hins vegar að mörgu leyti orðið óþægilega háð erlendri aðstoð, sem hefur dregið úr innri vexti og veikt stjórnvöld. Þau eru ekki í stakk búin til þess að bregðast við þessu nýjasta áfalli. Þá eru kirkjur víða í rúst, en þær hafa til þessa verið griðastaður og kirkjan á Haítí ein örfárra óspilltra stofnana landsins, sem nú getur ekki sinnt starfi sínu þegar mest liggur við. Hið sama má segja um margar heil- brigðisstofnanir í landinu, þótt þær væru raunar ekki margar fyrir. Ekki bætir úr skák að glæpagengi hafa flesta þjóðvegi á valdi sínu, svo yfirleitt þarf að fljúga með hjálpargögn. Stjórnkerfið er í meiri ólestri en endranær vegna morðsins á forsetanum, sem er enn óleyst mál. Kosningum forseta og þings, sem fara áttu fram síðar á árinu, verður að líkindum frestað vegna hamfaranna, en þar til er ósennilegt að nokkur lögmæt stjórnvöld nái tökum á ástandinu. Öll þessi endalausu áföll og óöld hafa orðið til þess að Haítí- búar hafa flúið landið í hrönn- um, einkum til fyrirheitna landsins í Bandaríkjunum. Straumurinn hefur snaraukist síðustu ár og mun varla linna nú. Það er mikil blóðtaka fyrir þjóðina, því þeir sem fara eru jafnan ungt fólk í blóma lífsins, einmitt best menntaða fólkið með frumkvæðið, sem landið þarfnast mest. Það er erfitt að taka of sterkt til orða um ógæfu Haítí í ár- anna rás. Það var þar á eyjunni, sem Kólumbus steig fyrst á land, en sagan hefur verið blóði drifin æ síðan. Frumbyggjum var svo að segja útrýmt, franskir þrælahaldarar auðg- uðust mikið á nýlendunni, en þrælarnir gerðu uppreisn, ráku þá af höndum sér og stofnuðu annað sjálfstæða ríkið í vest- urheimi. Sjálfstæðið varð þeim þó enginn lykill að lífsham- ingju; umheimurinn lengst af skeytingarlaus eða beinlínis fjandsamlegur. Samt má segja að Haítíbúar hafi verið sjálfum sér verstir. Það sást bersýni- lega undir viðurstyggilegri harðstjórn Duvalier-feðga á lið- inni öld, en einnig undir óstjórn og spillingu lítillega lýðræð- islegri valdhafa síðustu ára- tuga. Það er nær útilokað að Haí- tíbúar ráði fram úr þessum nýj- asta harmleik. Það dugir þó ekki að rétta þeim neyð- araðstoð, heldur verður að huga að því með hvaða hætti megi styrkja innviði landsins, svo þjóðin nái að rétta úr sér og hrista síðustu hlekkina af sér. Íbúar Haítí þurfa að- stoð utan frá, meðal annars frá Íslandi} Hörmungar á Haítí Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ V ið ræðum þessa dagana um marg- háttaðan vanda heilbrigðiskerf- isins, verri þjónustu við legháls- skimanir og liðskiptaaðgerðir og vanmátt Landspítalans til að tak- ast á við erfið verkefni. Í þeirri umræðu virðast flestir ganga út frá því sem gefnu að heilbrigð- isþjónustan skuli kostuð og miðstýrð af ríkinu. Engar aðrar lausnir komi til greina en aukið fjármagn úr ríkissjóði þegar að kreppir í rekstr- inum. Orðið „einkavæðing“ er óspart notað sem skammaryrði þegar bent er á leiðir til að draga úr kostnaði en bæta samt þjónustuna í leiðinni. Ég tel nauðsynlegt að brjóta upp þessa umræðuhefð um heilbrigðiskerfið. Hún er kom- in í ógöngur þegar aðeins ein skoðun er leyfð. Það þarf að skoða kerfið frá grunni og okkur ber skylda til að vera vakandi fyrir nýjungum og bættum rekstri í þágu okkar allra. Umræða um heilbrigðiskerfið þarf að taka mið af þörfum hinna sjúkratryggðu en ekki kerfisins. Því þurfum við að ræða nýjar leiðir til að ná fram bættri nýtingu fjármuna, auk- inni framleiðni og skilvirkni í heilbrigðiskerfinu. Þetta er hægt að gera án þess að auka kostnaðarþátttöku þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Í mínum huga er nauð- synlegt að einstaklingar og fyrirtæki þeirra komi í aukn- um mæli að ákveðnum verkefnum og einnig er sjálfsagt að taka upp lausnir úr almennum fyrirtækjarekstri til að ná fram aukinni framleiðni og hagkvæmni við rekstur sjúkra- stofnana. Björn Zoëga, forstjóri Karólínska háskóla- sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir t.d. í viðtali við Morgunblaðið, að fjármögnunarkerfi Landspítalans sé úr sér gengið. Setja þurfi hvata til að ná fram aukinni framleiðni og skapa stjórnendum og starfsfólki markmið til að keppa að. Ekki sé skynsamlegt að haga málum þannig að það sé sama hvað stjórn- endur geri, þeir fái alltaf aukið fjármagn. Björn hefur náð miklum árangri í rekstri Karólínska sjúkrahússins og hann þekkir vel til hér á landi sem fyrrverandi forstjóri Land- spítalans. Það er því ástæða til að staldra við þessi orð hans og huga að því að nálgast málin frá annarri hlið en þeirri sígildu, að kalla sí- fellt eftir auknu fjármagni úr ríkissjóði. Við þurfum að gera auknar kröfur til stjórnenda með þeim hætti sem Björn lýsir í viðtalinu. Aðferðin sem Björn Zoëga lýsir er til þess fallin að auka skilvirkni og hagkvæmni í rekstri sjúkra- húsa og bæta um leið þjónustuna við sjúklingana. Er það ekki það sem allir vilja? Einkarekstur og einkaframtak hefur verið ómetanlegt í baráttunni við Covid-19- faraldurinn. Framlag Íslenskrar erfðagreiningar í þeim faraldri sem nú stendur hefur verið ómetanlegt. Það er ástæðulaust að óttast lausnir sem fela það í sér að nýta kosti samkeppninnar til að skapa aðhald og samanburð. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þ að þolir enginn þetta mikið lengur, reksturinn er í raun og veru stopp hjá sviðs- listum á Íslandi eins og þær leggja sig,“ segir Ísleifur B. Þór- hallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live og formaður Bandalags ís- lenskra tónleikahaldara. Samkomutakmarkanir upp á 200 manns og eins metra regla hafa verið í gildi síðustu vikur og við þær aðstæður er erfitt að halda stóra menningarviðburði. Alls óvíst er hve- nær slakað verður á þessum tak- mörkunum og áhrifafólk innan menningargeirans hefur þungar áhyggjur af stöðu mála. Svokallaður samráðshópur íslenskrar tónlistar sendi í gær bréf á ráðamenn þar sem rakið er hversu lamandi núverandi takmarkanir eru á tónlistariðnaðinn. Í bréfinu er skorað á ráðamenn að slaka á fjöldatakmörkunum og bent á að vel hafi gefist í öðrum löndum að halda stóra viðburði án þess að upp hafi komist hópsmit. „Töfratalan til að koma íslensk- um sviðslistum í gang er 500 manns. Ef það mega 500 koma saman og engin eins metra regla er við gildi er hægt að skipta Hörpu vandræðalaust í þrjú svæði, Háskólabíói í tvö svæði og allir minni staðirnir eru starf- hæfir. Við getum lagað okkur að þannig takmörkunum og þá erum við öll komin í rekstur aftur sem a.m.k. á möguleika á að borga sig. Og andleg heilsa þjóðarinnar ætti að skána,“ segir Ísleifur. Í bréfi hópsins er farið fram á að samkomur verði heimilar fyrir allt að 500 manns í hverju sóttvarnahólfi án sérstakra nándartakmarkana, enda gæti viburðahaldarar þess að gestir framvísi neikvæðri niðurstöðu úr ný- legu hraðprófi og beri grímur þar til sest er í sæti. Í bréfinu er rakið að notkun hraðprófa og sjálfsprófa hafi gefist vel við viðburðahald erlendis. „Ljóst má vera, að til þess að hægt verði að taka upp þá aðferð, þarf breytingu á reglugerð um sóttvarnir, auk þess sem gera þarf almenningi kleift að nálgast prófin á auðveldan hátt. Í því sam- bandi skiptir mestu máli að prófin verði gjaldfrjáls eða mjög ódýr. Nefna má að í Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku er hægt að nálgast slík hraðpróf nánast á næsta götuhorni án nokkurs kostnaðar fyrir neyt- endur,“ segir í bréfinu. Ísleifur furðar sig á því hversu harðar samkomutakmarkanir eru hér á landi í samanburði við löndin í kringum okkur. „Það er eins og önn- ur lönd hafi tekið fram úr okkur hvað það varðar að læra að lifa með vír- usnum. Hvernig getum við séð 60 þúsund manns á fótboltaleikjum og 300 þúsund manns á tónlist- arhátíðum vandræðalaust í löndum sem eru með miklu lægra bólusetn- ingarhlutfall en við erum með, en það má ekki skipta Eldborg upp í þrjú 500 manna svæði? Þar værum við með númeruð sæti, miða sem skráðir væru á nöfn fólks og grímuskyldu ef á þarf að halda. Það er hægt að rekja smit á skömmum tíma ef slíkt kæmi upp en svo er reyndar ekkert sem stöðvar það að hér verði innleidd skyndipróf og/eða sjálfspróf á alla gesti áður en mætt er í hús, annað en vilja og stuðning yfirvalda við slíkt. Við erum að sjá það allt í kringum okkur að reynsla af slíku er góð. Ef einhver blanda af framvísun bólu- setningarvottorða og skyndiprófa eða sjálfsprófa er það sem þarf til að koma okkur í 500 manns þá erum við öll meira en til í slíkt og ég er viss um að gestirnir eru til í það líka. Við er- um öll til í hvaðeina sem kemur okk- ur í gang og það hlýtur að vera hægt að finna lausn á þessu.“ Vilja að 500 manns fái að koma saman Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Frestað Afmælistónleikum Magga Eiríks hefur verið frestað fram í nóv- ember en tónleikar Mannakorna eru áætlaðir í apríl á næsta ári. Hrefna Sif Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Tix.is, segir að margir listamenn búi sig undir að fresta viðburðum sem ráð- gert var að halda á næstu vikum. Tónleikum Jóns Jónssonar hefur verið frestað fram á næsta ár og afmælistónleikum Magga Eiríks fram í nóvember. Tónleikar Helga Björns verða fluttir úr Há- skólabíói yfir í Hörpu. „Það er ákveðin lægð yfir mann- skapnum, það er verið að færa einhverja viðburði en einhverjir ætla að bíða áfram og sjá hvað verður,“ segir Hrefna. Hún kveðst skynja mikið óþol í bransanum enda snerti takmark- anirnar ekki bara listamenn heldur líka hljóðmenn, ljósa- menn og tæknimenn auk ann- arra. „Manni finnst fúlt að eftir svona langan tíma sé ekki boðið upp á neinar lausnir, að það séu engar undanþágur fyrir þennan bransa. Það eru verðmæti í fag- fólki í tónlistarbransanum.“ Fresta þarf tónleikum LÆGÐ YFIR BRANSANUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.