Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.08.2021, Blaðsíða 36
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið,“ segir Sunnefa Lind Þórarinsdóttir sem tekur á móti ferðafólki á Eiríksstöðum í Hauka- dal. Hún klæðist víkingaaldarfatn- aði, sest með gestum við langeldinn í skála Eiríks rauða og segir frá íbú- unum og lífsháttum víkinga. Skálinn á Eiríksstöðum er tilgátu- hús byggt á fornleifarannsóknum sem fram fóru á staðnum. Skálinn var tekinn í notkun árið 2000. Vill fá að smakka? „Við segjum frá fólkinu sem hér gæti hafa búið, Eiríki rauða og hans fjölskyldu, og lifnaðarháttum fólks á Íslandi á 10. öld. Hvernig er að búa í svona húsi, til hvers herbergin voru notuð og hvað fólk borðaði,“ segir Sunnefa Lind um framsögu sína. Talið er að Eiríkur rauði hafi reist skálann á Eiríksstöðum og búið þar með Þjóðhildi Jörundardóttur, konu sinni, áður en þau fluttu til Græn- lands, og þar kann sonur þeirra, Leifur heppni Eiríksson, að hafa fæðst. Því má segja að í þessum skála hafi hafist spennandi kafli mannkynssögunnar, fundur Græn- lands og uppgötvun Norður- Ameríku. Þetta er þriðja sumar Sunnefu á Eiríksstöðum og lætur hún vel af að- sókninni. Fyrsta sumarið voru flestir gestirnir erlendir, í fyrrasumar meirihlutinn Íslendingar en í sumar eru jöfnum höndum íslenskir og er- lendir ferðamenn. Sunnefa skiptir því stöðugt á milli íslensku og ensku í leiðsögn sinni. Spurð hvað komi gestunum mest á óvart nefnir Sunnefa fyrst að útlend- ingarnir séu yfirleitt áhugasamir um matinn, ekki síst Bandaríkjamenn og fólk frá Suður-Evrópu sem ekki þekki neitt til hefðbundins íslensks þorramatar. Þeir spyrji oft hvar sé hægt að fá að smakka slíkan mat. Sunnefa verður að benda á að ekki sé hægt að fá súrmat fyrr en í febrúar en fólk geti keypt harðfisk, slátur og skyr í verslunum. Hún segir að það komi mörgum Íslendingum á óvart þegar hún ræð- ir um það hvernig fólkið svaf en það hafi líklega verið sitjandi. Spurð hvernig hún rökstyðji það segir Sunnefa: „Fundist hafa rúm í þeirri stærð sem hér er, 1,30 til 1,40 metrar að lengd, og jafnframt hafa fundist bein sem sýna að fólkið var ekki svo miklu minna en við erum. Þá þekkist það í öðrum menningarheimum, meðal annars í Suður-Ameríku og Nepal, að fólk svaf sitjandi til þess að eiga auðveldara með að anda í reyk frá eldinum.“ Einnig finnst Íslendingum það at- hyglisvert þegar hún segir að frá- sagnir um ofbeldi í Íslendingasög- unum séu líklega frekar ýktar og rökstyður þá ályktun með því að benda á hversu fá sverð hafi fundist á Íslandi. Söngvari frá Akureyri Sunnefa Lind er búsett á Akureyri þar sem hún hefur verið í söngnámi í mörg ár, starfað sem vefhönnuður og skjalavörður. Hún segist þó ekki syngja fyrir gestina á Eiríksstöðum en ræði stundum um hljóðfæri frá víkingatímanum sem fundist hafa. Skýringin á veru hennar í Döl- unum er að móðir hennar, Bjarn- heiður Jóhannsdóttir á Jörfa í Haukadal, rekur starfsemina á Eiríksstöðum. Gestir forvitnir um mat- inn og hvernig fólkið svaf Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Hermannsson Við langeldinn Sunnefa Lind Þórarinsdóttir segir erlendum ferðamönnum frá lífinu á víkingaöld. Margir sýna áhuga á matnum sem þá var borðaður. 2012 2020 HJÁ OKKUR FÁST VARA HLUTIR Í AMERÍSKA BÍLA Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík Sími: 517 5000 stalogstansar.is MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 230. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Ísland er komið áfram úr forkeppni HM karla í körfu- knattleik eftir tvo sigra gegn Dönum en sá síðari kom í gær. Ísland vann 89:73 en leikið var í Svartfjallalandi. Heimamenn komust einnig áfram ásamt Íslendingum og leika liðin því í undankeppni HM 2023. Markmiðið hjá íslenska liðinu var vitaskuld að komast áfram í und- ankeppnina. Segja má að það hafi verið vel gert hjá ís- lenska liðinu að ná því örugglega þegar liðið var án Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálssonar og Jóns Axels Guðmundssonar. » 31 Markmiðið náðist nokkuð örugg- lega hjá körfuboltalandsliðinu ÍÞRÓTTIR MENNING Prósa-, ljóða- og textakvöld verður haldið annað kvöld, fimmtu- dagskvöldið 19. ágúst, frá kl. 19 til 21 á torginu við Frakkastíg og er hluti af viðburð- aröðinni Ber að garði. Fram koma og lesa upp texta sína skáldin Þor- valdur Sigurbjörn Helgason, Anna Hafþórsdóttir, Dominique Gyða, Sigríður Ásgeirs- dóttir, Theodór Ingi, Björn Halldór, Þórdís Dröfn, Vikt- oría Blöndal sem jafnframt er skipuleggjandi kvöldsins, Díana Sjöfn og Anna K. Ein. Skáld lesa upp prósa, ljóð og texta í Ber að garði við Frakkastíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.